Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 78
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ■ pælir í lífinu og tilverunni. 62 29. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ MAÐURINN ER... ■ FÓLK Í FRÉTTUM ■ HRÓSIÐ Við erum búnar að leika fjór-ar sýningar og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Selma Björnsdóttir en hún og leikkon- an Nanna Kristín Magnúsdóttir hafa bæst við leikhóp Vestur- portsins til að leika í Rómeu og Júlíu. „Margrét Vilhjálmsdóttir lék upphaflega bæði hlutverk frú Kapúlett, mömmu Júlíu, og Benvólíós en leikstjórinn Gísli Örn bauð okkur Nönnu sitt hvort hlutverkið þegar Margrét þurfti frá að hverfa vegna anna.“ Selma fer með hlutverk frú Kapúlett.“Það er svolítið fyndið þar sem ég og Nína Dögg, sem leikur Júlíu, erum jafngamlar en það er eitt af því sem er svo töfrandi við leikhúsið að þar er allt hægt. Þetta er fyrsta Shakespeare-hlutverk mitt því áður hef ég aðallega komið fram í söngleikjum. Ég var því ákaf- lega ánægð og stolt þegar Gísli hringdi í mig og stökk auðvitað strax á tilboðið,“ segir Selma sem hefur nóg að gera því hún æfir einnig um þessar mundir eitt aðalkvenhlutverkið í Hárinu sem verður frumsýnt í Austur- bæ 9. júlí. „Það er búið að sýna Rómeó og Júlíu um það bil hundrað sinn- um og það er ótrúlegt að koma inn í hópinn og finna að það örlar ekki á þreytu í mannskapnum. Það er sama leikgleði og í upp- hafi og alltaf verið að vinna að því að bæta sýninguna.“ Selma og Nanna þurftu að taka þátt í ströngum fimleikaæfingum fyrir sýninguna. „Ég byrjaði á að togna í bakinu á annarri æfingu á mjög aulalegan hátt,“ segir Selma sem er nú á hröðum batavegi og vonast til að komast í heljarstökk við fyrsta tækifæri. ■ Mamman jafngömul Júlíu ... fá aðstandendur Listahátíðar í Reykjavík fyrir glæsilega há- tíð í ár. LEIKLIST SELMA BJÖRNSDÓTTIR ■ Var ákaflega stolt og ánægð að vera boðið hlutverk í Rómeó og Júlíu.   Alþjóðasnúðar Ég hef verið að baka alþjóða-snúða til þess að átta mig á stöðu minni og okkar Íslend- inga, í heiminum. Ég byrjaði á því að baka venjulegan snúð með súkkulaði (glassúr, ekki ekta). Það var reyndar meira en að segja það, það tók mig tvo daga að ná honum alveg rétt- um, svona snúð eins og seldir eru í bakaríum. Þennan snúð kallaði ég Indland. Svo sneri ég mér að Íslandssnúðnum og reiknaði hlutföllin út frá fólks- fjölda. Eins og nærri má geta varð Íslandssnúðurinn mun minni, reyndar um 4000 sinnum minni, svo lítill að það er eigin- lega ekki hægt að kalla hann snúð, þó svo að hann sé það. Bandaríkin eru kanilsnúður. Ég fór í gegnum þetta með dóttur minni en hún veit ekki baun um Indland. Hvað er eig- inlega kennt í leikskólum lands- ins, spyr ég. Hún sýndi tak- markaðan áhuga á snúðnum og enn minni áhuga á stjórnmála- skýringum mínum: Nú er Kon- gress-flokkurinn kominn við völd og í fyrsta skipti í sögu Indlands er forsætisráðherrann ekki hindúi, hugsaðu þér það, er það nú ekki ansi merkilegt. Ég sagði henni líka frá því að Man- mohan Singh hefði hringt í Per- vez Musharraf, forseta Pakist- ans, og þeir hefðu sammælst um að ná friðsamlegum samn- ingum um kjarnorkumál og koma samskiptum Indlands og Pakistan í betra horf. Þetta eru stórfréttir, horfðu á snúðinn en ekki baunina, sagði ég. Pakistan er sjö sinnum fámennari og ég rétti henni Ritz-kex. Dóttir mín lætur sig þetta litlu varða og ég hef verið beð- inn um að hætta að baka snúða, það eru allir komnir með ógeð á þeim. En þó að ég sé lélegur bakari vil ég að fólk viti meira um Indland og ef ég fæ ekki að baka snúða í framtíðinni til þess að koma skoðunum mínum á framfæri finn ég upp á ein- hverju öðru. Kannski geri ég alþjóðagulrótarkökur, það er nú bara ekki hægt að fá leið á þeim. Upplýsingar fengnar með góðu eða illu á slóðinni: cia.gov/cia/publications/fact- book/index.html Við spurðum um Sigríði Árna-dóttur fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar á blaðsíðu 29. Hún er tiltölulega ný í starfi en gegndi áður starfi fréttamanns og síðar varafréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Sigríður þykir almennt taka sig vel út á skjánum þó ekki búi hún að langri reynslu af sjón- varpsvélum. ■ Kysstu mig frumflutt í kvöld Kvöldinu í kvöld ver ég í Mið-garði í Skagafirði þar sem hljómsveitin Í svörtum fötum mun trylla Norðlendinga,“ segir Einar Örn Jónsson hljómborðsleikari sveitarinnar. „Þetta er fyrsta sveitaball sumarsins og mikil spenna í bandinu. Við erum búnir að skipuleggja mikinn túr um landið og hlökkum mjög til.“ Einar segir að þó hljómsveitin spili allan ársins hring sé munur á að spila á sumrin og á veturna. „Það er líka ágætt að þurfa ekki lengur að ferðast í kulda- galla með húfur og vettlinga og búast allt eins við að sitja fastir á einhverri heiðinni.“ Ballið hefst upp úr miðnætti en tímanum fram að því ver hljóm- sveitin saman. „Það er búið að bjóða okkur í grillveislu í Varmahlíð. Félagar okkar frá Akranesi ætla að mæta á svæðið og slá upp veislu fyrir ballið. Við reynum að þiggja þetta góða boð en það er þó óvíst hvort af því geti orðið. Það er nefni- lega að nægu að huga fyrir ball, við nýtum svona stundir gjarnan til að æfa svolítið og fá góðan hljóm í græjurnar.“ Einar segir að nýtt lag sveitar- innar, Kysstu mig, verði frumflutt í Miðgarði. „Það hefur aldrei heyrst áður og reyndar er textinn ekki til- búinn. Hann verður saminn á leið- inni norður. Annars vita þeir sem komið hafa á böllin okkar á hverju þeir eiga von. Þetta verður rokksveitaball eins og þau gerast best. „ Annað kvöld verður í Svörtum fötum í Breiðinni á Akranesi en mánudaginn er almennur frídagur fyrir þá sem ekki vita. Laugardags- kvöld sumarsins verða svo með svipuðu sniðu hjá Einari, hann situr við hljómborðið sitt á hinum og þessum sviðum vítt og breitt um landið. ■ SELMA OG NANNA Hafa nú tekið við hlutverkum frú Kapúlett og Benvólíós í uppsetningu Vesturportsins á Rómeó og Júlíu. EINAR ÖRN JÓNSSON Semur texta við nýtt lag á leiðinni í Skagafjörðinn í dag og leikur svo á dúndrandi dans- leik í Miðgarði í kvöld LAUGARDAGSKVÖLD EINAR ÖRN JÓNSSON ■ Spilar á balli með Í svörtum fötum í Miðgarði í kvöld Sævar Karl erþrítugur um þessar mundir. Þá er að sjálfsögðu ekki átt við klæð- skerann sjálfan, heldur verslun hans sem nú er í Banka- strætinu. Í dag má því búast við útitónleikum í Banka- strætinu, þar sem sagt er að nokkr- ir af færustu tónlistamönnum landsins muni leika í tilefni dags- ins. Á þessum lokadögum Listahá- tíðar er við hæfi að það verði lítil listahátíð í Bankastrætinu í dag eftir klukkan 14.30. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Hernes. KR vann Víking 2-1. Mikhaíl Khodorkovsky. Sigríður Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.