Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR TOPPSLAGUR Í KVÖLD Fjórðu um- ferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með uppgjöri toppliðanna Fylkis og Keflavíkur. Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst kl. 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÉTTIR HELDUR TIL í höfuðborginni og sunnan til þegar líður á daginn. Rign- ing eða skúrir á Norðurlandi og Vestfjörð- um. Áfram milt. Sjá síðu 6 2. júní 2004 – 148. tölublað – 4. árgangur ● fjármál ● heilsa Verstu kaupin bíll á 100% láni Auðunn Blöndal: ● fyrsti kaflinn kemur út á breiðskífu Er einn í hljóm- sveitinni Earth Affair Gunnlaugur Briem: ▲ SÍÐA 25 VAXTAHÆKKUN Seðlabankinn horfir framhjá hækkandi eldsneytisverði við vaxtaákvarðanir en hækkar engu að síður vexti og boðar fleiri slík skref á næstunni. Sjá síðu 2 HREFNUVEIÐAR Í SUMAR Heimilt verður að veiða 25 hrefnur í sumar samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra í gær. Alls voru 36 hrefnur veiddar á síðasta ári samkvæmt vísindaáætlun. Sjá síðu 2 NÝR FORSETI ÍRAKS Maðurinn sem meirihluti framkvæmdaráðs Íraks vildi sem næsta forseta landsins var útnefndur forseti eftir að maðurinn sem Bandaríkjamenn vildu í embættið hafnaði því. Sjá síðu 4 STAÐA RÚV Sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir að al- menningsútvarp á borð við Ríkisútvarpið hafi sérstakar skyldur umfram einkarekna ljósvakamiðla. Sjá síðu 12 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 PAKISTAN, AP Mótmælendur og lög- reglumenn skiptust á skotum í Karachi í gær. Þá fylgdu þúsund- ir sjíamúslima fórnarlömbum sjálfsmorðsárásar á mosku síð- asta mánudag til grafar. 20 manns létust í þeirri árás, sem var hefndaraðgerð vegna morðs- ins á áhrifamiklum súnníklerki daginn áður. Nokkur hundruð þeirra sem voru við útförina grýttu lögreglu- menn, sem svöruðu með því að beita táragasi. Uppþotin jukust þó því kveikt var í rútum, verslunum og skrifstofuhúsnæði nálægt moskunni þar sem tilræðið átti sér stað. Í kjölfarið skiptust mót- mælendur og lögregla á skotum en ekki var vitað hvort einhverjir hefðu særst í þeim átökum. Ann- ars staðar í borginni var kveikt í skyndibitastöðum, bensínstöðvum og verslunum. „Við höfum ákveðið að taka fólk engum vettlingatökum. Ef einhver fer út á götur til að valda usla tökum við á málinu af hörku,“ sagði Asad Ashraf Malik, yfir- maður lögreglunnar í Karachi. ■ Upp úr sauð í Karachi eftir víg klerks: Allt í hers höndum MANNDRÁP Bróðir stúlkunnar sem lést af völdum stungusára á heim- ili sínu í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt mánudags er á bata- vegi og kominn af gjörgæslu. Móðir barnanna, sem er grunuð um að hafa orðið dótt- ur sinni að bana og stórslasað son sinn, var yfir- heyrð í gær. Hún er talin hafa lagt til barnanna með hnífi á meðan þau sváfu. Móðirin er úr lífshættu og komin af gjörgæslu en talið er að hún hafi reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið dóttur sinni að bana. Bæði móðirin og drengurinn voru yfirheyrð í gær og má búast við að þau verði yfirheyrð frekar næstu daga. Móðurinni hefur verið skipaður verjandi en hún játaði ekki verknaðinn við yfir- heyrslur í gær. Þá hefur drengur- inn fengið réttargæslumann. Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir það vilja lögreglunnar að ljúka rannsókninni sem fyrst. Konan var á mánudag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 14. júní næst- komandi og gæta lögreglumenn hennar á sjúkrahúsinu. Henni var jafnframt gert að sæta geð- rannsókn. Heimildir blaðsins herma að konan hafi átt við geðræn vanda- mál að stríða í einhvern tíma en ekki er talið að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna þegar hinir hörmulegu atburðir áttu sér stað. „Núverandi skrifstofa Barna- verndar Reykjavíkur var stofnuð fyrsta september árið 2000. Mál- efni þessara barna hafa ekki verið til umfjöllunar hjá skrifstofunni, í það minnsta ekki frá þeim tíma, “ segir Guðrún Frímannsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Drengurinn náði að komast al- varlega slasaður út af heimili sínu og heim til vinar síns og móður hans við Kaplaskjólsveg. Lögregl- an var kvödd á staðinn og fór í framhaldinu í kjallaraíbúð fjöl- skyldunnar við Hagamel. Stúlkan var þá úrskurðuð látin. Stúlkan sem lést hét Guðný Hödd Hildardóttir, til heimilis að Hagamel 46. Hún var fædd 29. desember árið 1992. hrs@frettabladid.is NÝ RÍKISSTJÓRN ÍRAKS Nýskipuðum forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, var fagnað er hann las upp nöfn á nýjum stjórnarliðum í Bagdad í gær. Bandaríkjamenn lýstu yfir ánægju sinni með skipun nýrrar ríkisstjórnar í Írak og sögðust telja að hún myndi auka líkurnar á því að Sameinuðu þjóðirnar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig tryggja megi stöðugleika í landinu. Sjá síðu 4. Lög um fjölmiðla: Forseta af- hent lögin FJÖLMIÐLALÖG Lög um eignarhald á fjölmiðlum voru afhent forseta Íslands til samþykkis seinnipart- inn í gær. Þær upplýsingar feng- ust hjá forsetaskrifstofunni að lögin hefðu ekki verið afgreidd í gær. Ekki fékkst svar við því hvort forsetinn myndi undirrita lögin í dag. Lögin voru samþykkt á Alþingi á mánudag í síðustu viku og voru afhent forsætisráðherra til undir- ritunar næsta dag. Samkvæmt stjórnarskrá skal samþykkja lög innan tveggja vikna frá því að þau hafa verið afgreidd frá Alþingi. Um þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forseta um að undirrita ekki lögin. ■ Játning móðurinnar liggur ekki fyrir Konan sem grunuð er um að hafa banað dóttur sinni og stórslasað son sinn aðfaranótt mánudags var yfirheyrð í gær. Játning liggur ekki fyrir. Móðirin og drengurinn eru komin úr gjörgæslu. KVEIKT Í BÍLUM OG BYGGINGUM Þúsundir fylgdu fórnarlömbum sjálfs- morðsárásar til grafar og hundruð gengu berserksgang. „Málefni þessara barna hafa ekki verið til umfjöllunar hjá skrifstof- unni. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.