Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 6
6 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,44 -0,15% Sterlingspund 131,31 -0,03% Dönsk króna 11,76 -0,18% Evra 87,5 -0,17% Gengisvísitala krónu 122,1 -0,26% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 499 Velta 28.596 milljónir ICEX-15 2.675 0,38% MESTU VIÐSKIPTIN Íslandsbanki hf. 6.606.917 Tryggingamiðstöðin hf. 5.300.099 Straumur Fjárfestingarbanki hf . 1.116.845 MESTA HÆKKUN Bakkavör Group hf. 2,15% Tryggingamiðstöðin hf. 1,21% Íslandsbanki hf. 1,20 MESTA LÆKKUN Nýherji hf. -3,53% Flugleiðir hf. -1,89% Marel hf. -1,15% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.163,5 -0,2% Nasdaq* 1.977,1 -0,5% FTSE 4.422,7 -0,2% DAX 3.864,2 -1,5% NK50 1.404,3 0,1% S&P* 1.117,0 -0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Keyrt var á hótel á Fáskrúðsfirði umliðna helgi. Hótelið ber nafn til að standa af sér slíkar ákeyrslur. Hvað heitir það? 2Hvaða íslenski landsliðsmaður fékkað líta rauða spjaldið í vináttuleik gegn Japönum um helgina? 3Flutningaskipið Hernes laskaðist mik-ið þegar það strandaði á dögunum. Hvað var skipið að flytja? Svörin eru á bls. 22 -ráð dagsins Úðið ediklausn á hlandbletti eftir gæludýr (1:5). Það vinnur gegn lyktinni. ICELANDAIR Ólöglegt og fyrirvara- laust skyndiverkfall afgreiðslu- fólks og hlaðmanna á Kastrup- flugvelli í Danörku hindraði að um áttatíu farþegar Icelandair kæmust um borð í síðdegisvél flugfélagsins í fyrradag, segir Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi flugfélagsins. Meðal þeirra voru þrjátíu og tveir 10. bekkingar Háteigsskóla og fimm fararstjórar þeirra. Guðjón segir að mikið öng- þveiti hafi skapaðist við verkfall- ið og fella hafi þurft á áttunda tug fluga niður. Menn hafi hræðst að fella yrði niður flugið og því hafi tæplega helmingur farþega verið skilinn eftir. Kári Tryggvason, einn farar- stjóra Háteigsskólakrakkanna, segir hópinn hafa beiðið í átta klukkustundir án upplýsinga í flugstöðvarbyggingunni. „Við vorum stemmd í það að fara heim,“ segir Kári en vegna verk- fallsins skiluðu níu töskur nem- andanna sér ekki með heimflug- inu í gær. Guðjón segir að flugfélagið hafi séð til þess að nemendur Há- teigsskóla hafi fengið gistingu og koma þeim á áningarstað. Við þessar aðstæður ber flugfélög- um ekki að gera slíkt segir Guð- jón. ■ ICELANDAIR Nemendur Háteigsskóla voru í heimsókn hjá norskum fjölskyldum í Osló. „Þarna kom berlega í ljós að íslenskir krakkar eru til fyrirmyndar á Norðurlöndum,“ sagði Kári Tryggvason, fararstjóri í hópnum. Ólöglegt skyndiverkfall á Kastrup: Nemendur strandaglópar í Köben Seinheppinn Dani: Skaut sig í fótinn DANMÖRK Danskur maður á þrítugs- aldri skaut sig tvívegis í fótinn, fyrst þegar hann stakk byssu inn undir buxnastrenginn og svo aftur þegar hann ætlaði að taka hana úr buxunum eftir að hafa skotið sig í fyrra skiptið. Hvorugt skotanna olli alvarlegum skaða. Að sögn danska ríkisútvarpsins var maðurinn að sýna félögum sín- um byssuna þegar hann varð var við að lögreglubíll nálgaðist þá. Þá ætl- aði hann að fela byssuna og brá á það ráð að stinga henni í buxnastrenginn með fyrrgreindum afleiðingum. ■ Mjólkursamningur: Meirihluti samþykkti LANDBÚNAÐUR Yfirgnæfandi meiri- hluti kúabænda samþykkti nýjan mjólkursamning, um 94% af þeim sem greiddu atkvæði um hann. Alls voru 1.529 á kjörskrá. Kosn- ingaþátttaka var 67%. Samtals 961 voru með samþykkt samningsins eða 94%. Þeir sem höfnuðu honum voru 43 eða 4%. Samningurinn gildir frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2012. Hann kveður á um óbreytta fram- leiðslustýringu við mjólkurfram- leiðslu en ákvörðun heildar- greiðslumarks mjólkur byggir á neyslu innlendra mjólkurvara undanfarna tólf mánuði. ■ MJÓLKURSAMNINGUR Samþykktur með 96% greiddra atkvæða. Samtök ferðaþjónustu: Mótmæla hvalveiðum FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar mótmæla ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að halda áfram hvalveiðum í vísindaskyni hér við land í sumar. Samtökin hafi ítrekað bent á að á helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu ríki almenn and- staða við hvalveiðar og hætta sé á að ímynd Íslands erlendis skaðist vegna þessara áforma. Á tæpum áratug hefur ferða- mönnum sem hafa farið í hvala- skoðun fjölgað úr tveimur þús- undum 1995 í yfir 70 þúsund 2003, segja samtökin. ■ BANASLYS Alls hafa níu manns lát- ist í þeim sjö banaslysum í um- ferðinni hér á landi það sem af er þessu ári. Tvö banaslys urðu í Reykjavík en fimm utan höfuð- borgarsvæðisins. Á sama tíma í fyrra höfðu fimm manns látist í fjórum banaslysum. Sigurður Helgason hjá Um- ferðarstofu segir fjölda bana- slysa á ári sveiflast frá því að vera tíu manns upp í rúmlega þrjátíu. Hann segir að árið 2000 hafi verið slæmt ár í umferðinni því þá hafi fjöldi látinna verið þrjátíu og tveir. “Grundvallarmarkmið með okkar starfi er að fækka slys- um og að sjálfsögðu viljum við engin slys í umferðinni. Við höfum í auknum mæli verið að fylgjast með hraðanum og stjórnast hann fyrst og fremst af aðstæðum þannig að fólk fer að auka hraðann þegar tíðin batnar. Það sem við viljum fyrst og fremst koma inn hjá fólki er áhrif og afleiðingar aukins hraða. Það er ekki nóg að taka fólk endalaust fyrir of hraðan akstur, það þarf líka að gera fólki grein fyrir hversu al- varlegar afleiðingar hann hefur ef eitthvað bregður út af í akstri,“ segir Sigurður. Hann segir að forvarnir hjá ungu fólki hafi skilað sér í fækk- un á tjónum og þar hafi trygg- ingafélögin verið að vinna gott forvarnarstarf. Hlutfall eldra fólks hefur aftur á móti hækkað af þeim sem deyja í umferðinni. „Það er þróun sem við höfum séð síðustu árin, fyrir um áratug var það nær eingöngu ungt fólk sem dó í bílslysum en nú hefur þetta snúist við. Af þeim tuttugu og þremur sem dóu í umferðinni í fyrra voru tíu manns sextíu ára og eldri,“ segir Sigurður. Hann segir að lítið megi út af bregða í akstri, oft á tíðum sé at- hygli fólks ekki í lagi og augna- bliks athyglisbrestur geti haft afdrifaríkar afleiðingar. „Það er svo mikið áreiti á fólk, margir eru að hlusta á útvarpið, tala í símann, reykja og svo framveg- is. Þetta hefur allt áhrif. Ef við fengjum fulla athygli allra við aksturinn værum við í góðum málum,“ segir Sigurður. ■ BANASLYS Í UMFERÐINNI FRÁ ÁRAMÓTUM Suðurlandsvegur 10. jan. 24 ára karl Höfðabakki 2. feb. 64 ára karl Norðurlandsvegur 18. feb. 45 ára kona Vesturlandsvegur 20. feb. 13 ára stúlka Vesturlandsvegur 20. feb. 13 ára stúlka Akranes 30. mars 76 ára karl Akranes 30. mars 74 ára kona Reykjanesbraut 19. maí 52 ára karl Reykjavík 26. maí 89 ára kona Níu hafa látist í umferðinni á árinu Alls hafa níu manns látist í umferðarslysum hér á landi frá áramótum. Á sama tíma í fyrra höfðu fimm manns látist. Hraðinn eykst með vorinu. NÍU MANNS HAFA LÁTIST Í UMFERÐINNI ÞAÐ SEM AF ER ÁRINU „Grundvallarmarkmið með okkar starfi er að fækka slysum og að sjálfsögðu viljum við engin slys í umferðinni,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Stóra Landssímamálið: Aðalmeðferð hefst í dag DÓMSMÁL Aðalmeðferð í stóra Landssímamálinu hefst klukkan eitt í dag í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Búst er við að aðalmeðferð málsins taki tvo daga, en að því loknu hafa dómarar nokkurn tíma til að kveða upp úrskurð sinn. Þó er búist við úrskurði innan þrigg- ja vikna frá því að aðalmeðferð lýkur. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalgjaldkeri Landssím- ans, hefur játað á sig fjárdrátt upp á 250 milljónir króna, en auk hans eru fjórir aðrir ákærðir fyr- ir aðild sína að málinu. Málið var þingfest um miðjan apríl. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.