Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 8
8 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR – hefur þú séð DV í dag? Listdans- stjóra stungið inn fyrir milljónastuld VIÐSKIPTI „Við lítum á Skífuna sem áhugaverðan fjárfestingar- kost,“ segir Róbert Melax, annar stofnenda Lyfju, sem fer fyrir hópi fjárfesta sem keyptu Skíf- una af Norðurljósum. Kaupverð- ið var samkvæmt heimildum um þrír milljarðar, en hvorki Róbert né Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, vildu staðfesta það. Róbert segir að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á starf- semi Skífunnar. „Við komum að þessu verkefni sem virkir fjár- festar, en munum ekki sinna daglegri stjórnun. Þarna er fyrir fólk sem hefur verið að gera góða hluti.“ Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að í ljósi breyttra að- stæðna hafi verið farið yfir reksturinn. „Það eru komin lög sem koma í veg fyrir að Norður- ljós geti verið skráð félag.“ Hann segir Landsbankanum hafa verið falið að kanna kaup- áhuga. „Við fengum tilboð sem við töldum vera ásættanlegt.“ ■ Salan á Skífunni: Stefnt að óbreyttum rekstri SELD AFTUR Skífan fylgdi með í kaupunum á Norðurljósum þegar Jón Ólafsson seldi eigur sínar á Ís- landi. Skífan hefur nú verið seld út úr Norðurljósum. Kaupverðið var samkvæmt heimild- um um þrír milljarðar króna. HARMLEIKUR Þungt var yfir vest- urbæ Reykjavíkur í gær. Kona á fimmtugsaldri er grunuð um að hafa orðið ellefu ára dóttur sinni að bana og sært fjórtán ára son sinn á heimili þeirra við Haga- mel aðfaranótt mánudags. Nágrannar og vinir höfðu lagt blóm og kerti á stétt hússins til minningar um stúlkuna sem lést. Aðrir sem leið áttu hjá horfðu heim að húsinu, kannski að velta fyrir sér atburðunum sem átt höfðu sér stað. Prestar Neskirkju gengu í bekki í Melaskóla í gær en stúlk- an stundaði nám við skólann. „Það eru allir mjög hryggir,“ seg- ir Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla. Að sögn Rögnu er unnið með börnunum að því að vinna úr sorginni. „Kennararnir ræða lítillega við börnin um það sem gerðist, auk skólasálfræð- inga og presta,“ sagði Ragna. „Þau reyna að útskýra þetta fyrir börnunum, sem skilja náttúrlega ekki það sem gerðist.“ „Krakkarnir eru margir mjög slegnir yfir þessu,“ segir Einar Magnússon, skólastjóri Haga- skóla, þar sem bróðir hinnar látnu stundaði nám. Að sögn Ein- ars hefur verið mikil og góð sam- vinna milli skólanna tveggja, Melaskóla og Hagaskóla, og með- al annars skipulögð sameiginleg minningarstund í Neskirkju á mánudagskvöld. „Að lokinni at- höfninni buðum við okkar nem- endum sem það vildu þiggja að koma yfir í skólann. Það gerði allnokkur hópur sem settist í stofur hjá kennurum sínum,“ segir Einar. Að sögn Einars hafa börnin mikla þörf fyrir að tala um at- burðina og því hafa kennarar og starfsfólk skólans verið í hlut- verki hlustenda. „Það er svolítið erfiður tími þar sem nú eru próf,“ segir Einar. „Það eru ekki allir í formi til þess að vera með hugann við skólann, sem er nátt- úrlega eðlilegt. Það er von að krakkarnir séu að velta þessu fyrir sér.“ Að sögn Einars er erfitt að útskýra slíka hluti fyrir börnum og fagfólk þurfi til. „Við munum standa okkur í því að halda utan um krakkana sem hér eru.“ Þær Ingibjörg, Eyrún og Arn- rún eru í níunda og tíunda bekk Hagaskóla. Þær segja atburðina að sjálfsögðu hafa áhrif á þá sem búa í Vesturbænum. „Þetta er náttúrlega mjög sorglegt,“ segir Eyrún. helgat@frettabladid.is Djúp sorg í Vesturbænum Blóm og kerti voru lögð á stétt hússins þar sem kona er grunuð um að hafa orðið dóttur sinni að bana og sært son sinn aðfaranótt mánudags. Skólastjórar skólanna sem börnin stunduðu nám við eru sammála um að atburðirnir hafi mikil áhrif á nemendur. HAGASKÓLASTÚLKUR Þær Ingibjörg, Eyrún og Arnrún eru sammála um að atburðirnir hafi áhrif á þá sem búa í Vesturbænum. RAGNA ÓLAFSDÓTTIR Skólastjóri Melaskóla segir nemendur skólans eiga í erfiðleikum með að skilja það sem gerðist. Stúlkan sem lést var í Melaskóla. EINAR MAGNÚSSON Skólastjóri Hagaskóla segir nemendur hafa mikla þörf til þess að ræða um atburðina en bróðir stúlkunnar sem lést stundaði nám við skólann. TIL MINNINGAR Vinir og ættingjar hinnar látnu lögðu blóm og kerti á stéttina upp að húsinu þar sem harmleikurinn átti sér stað. HARMLEIKUR Eigandi söluturns við Hagamel, í næsta nágrenni við heimili fjölskyldu stúlkunnar sem lést, segir sárt og erfitt að horfast í augu við atburðina. „Þetta fólk kom hérna daglega,“ segir hann. „Þau voru ljómandi fólk í allri umgengni og ekkert að því að finna.“ „Fólk er búið að koma mikið og tala um þetta við okkur,“ segir starfsmaður bakarís við Haga- mel. „Það er náttúrlega mjög óhugnanlegt að þetta gerist svona nálægt manni.“ Starfsmaðurinn segist hálfdofinn vegna atburð- anna og fólk sé almennt mjög slegið. Séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur segir ættingja fórn- arlamba harmleiksins við Haga- mel standa vel saman. „Maður verður var við mikla samstöðu, bæði meðal ættingjanna og líka úti í samfélaginu,“ segir séra Hjálmar. Séra Hjálmar vill hvetja alla til þess að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda eftir atburðina aðfaranótt mánudags. Fólk er harmi slegið: Mikil samstaða PRESTUR FJÖLSKYLDUNNAR Séra Hjálmar Jónsson er prestur fjöl- skyldu fórnarlamba harmleiksins. Hann segir ættingjana standa mjög vel saman í erfiðleikunum. Reykingabann í Noregi: Lítið um mótmæli NOREGUR Fjórir mótmælendur köstuðu tómötum í norska þing- húsið í mótmælaskyni við nýsett lög í landinu þess efnis að ekki megi lengur reykja á börum og veitingastöðum. Voru þeir hand- teknir og reyndust allir undir áhrifum. Að öðru leyti hafa lögin gengið í gegn án vandkvæða en þau tóku formlega gildi í gær. Hefur þegar verið settur á stofn sérstakur hópur manna sem fylg- ir banninu eftir en meirihluti veit- ingahúsa- og kaffihúsaeigenda hefur fagnað lögunum og telur ekki að viðskipti muni minnka vegna þeirra. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R MÓTMÆLAGANGA Pakistanskir sjíamúslimar bera eftirmynd helgiskríns leiðtoga síns, Imam Hussein, barnabarns Múhameðs spámanns. Þeir mótmæltu meintum misþyrmingum á íröskum föngum og vanhelgun heilagra staða múslíma í Najaf og Karbala í Írak.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.