Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2004 VERSLUN Rétt tæp 60% landsmanna vilja geta keypt bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þetta er nið- urstaða símakönnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök versl- unar og þjónustu 5.-18. maí sl. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar nokkrum sinnum áður og niðurstaðan alltaf sú sama; meirihlutinn vill geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum. 35% svarenda voru andvíg sölu þessara drykkjarvara í matvöruverslunum og 5,4% tóku ekki afstöðu. Upphaflegt úrtak IMG var 1.350 manns á aldrinum 16-75 ára og fjöldi svarenda var 800 manns. Eins og í fyrri könnunum kom í ljós að karlar eru fylgjandi í meiri mæli en konur. Þannig voru 65,7% karla fylgjandi frjálsri sölu en 53,5% kvenna. Greinilegt er að neytendur flokka léttvín og bjór með matvör- um og öðru því sem selt er í dag- vöruverslunum. Tímabært er því fyrir stjórnvöld að viðurkenna þessar breyttu neysluvenjur og aflétta einkasölu ríkisins á léttvíni og bjór, að því er segir í tilkynn- ingu frá SVÞ. ■ DAGUR BARNANNA Kínverskur drengur bregður sér í gervi Kuomingtang-herforingja í tilefni dags barnanna sem haldinn var hátíðlegur í Peking í gær. Hundruð barna komu fram í margvíslegum búningum nærri Forboðnu borginni í höfuðborg Kína. AUSTUR-HÉRAÐ Austur-Hérað og Ís- lenskir aðalverktakar undirrituðu á dögunum samning um byggingu nýs leikskóla við Skógarlönd á Egilsstöðum. Undirritunin fór fram í sal bæjarstjórnar en að henni lokinni var fyrsta skóflustungan tekin með aðstoð leikskólabarna á Aust- ur-Héraði. Í fyrsta áfanga verður byggður fjögurra deilda leikskóli, samtals um 880 fermetrar, ásamt sameig- inlegu rými fyrir sex leikskóla- deildir. Við hönnun byggingarinn- ar er gert ráð fyrir að hún rúmi sex deildir. Lóð og bílastæði verða fullfrágengin að öllu leyti og sett verða upp leiktæki og allur búnað- ur eins og um sex deilda leikskóla væri að ræða. Bygging nýs leikskóla bætir úr brýnni þörf fyrir leikskólapláss á Austur-Héraði í kjölfar þeirrar fólksfjölgunar sem orðið hefur í sveitarfélaginu undanfarin miss- eri. Gert er ráð fyrir að leikskól- inn verði tekinn í notkun í maí árið 2005. ■ Mexíkósk stjórnvöld semja við tóbaksframleiðendur: Tóbakið fjármagni heilbrigðiskerfið MEXÍKÓBORG, AP Mexíkósk tóbaks- fyrirtæki munu greiða andvirði um 25 milljarða króna til rekstr- ar heilbrigðiskerfis landsins næstu tvö árin samkvæmt sam- komulagi við stjórnvöld. Féð á að nýtast fátækustu þegnum landsins, sérstaklega þegar kemur að greiðslu sjúkrakostn- aðar. Tilkynnt var um samkomu- lagið í gær, á reyklausa deginum alþjóðlega. Samkomulagið kem- ur í veg fyrir að nýir skattar verði lagðir á tóbaksfyrirtæki. Skattar á tóbak hafa hækkað ár- lega samkvæmt lögum sem voru samþykkt árið 2002. „Þessi framlög munu hjálpa mexíkóskum fjölskyldum að greiða fyrir læknisþjónustu og lyf sem þarf við meðferð kostnaðar- sömustu sjúkdómanna,“ sagði Vicente Fox forseti þegar hann kynnti samkomulagið. Það gildir út nóvember 2006, eða þar til kjörtímabil forsetans rennur út. Ný könnun gefur til kynna að helmingur þrettán til fimmtán ára nemenda í Mexíkó hafi prófað að reykja og að fimmtungur þeirra reyki reglulega. 46% búa á heimili þar sem einhver reykir. Mexíkósk stjórnvöld bönnuðu reykingar á lokuðum opinberum stöðum í júlí árið 2000 og hafa sett takmarkanir við tóbaks- auglýsingum. ■ Samið um byggingu leikskóla á Egilsstöðum: Börnin tóku fyrstu skóflustunguna FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Ágústa Björnsdóttir, formaður fræðslu- og menningarráðs Austur-Héraðs, og leikskóla- börn í sveitarfélaginu taka fyrstu skóflustung- una að nýjum leikskóla á Egilsstöðum. EFNAHAGSMÁL „Skattar á arð- greiðslur milli fyrirtækja eru til þess fallnir að leysa upp flókið net eignatengsla fyrirtækja en íþyngja ekki fyrirtækjum sem vinna eingöngu að því að hámarka hagnað sinn,“ segir Jón Steinsson, doktorsnemi í hagfræði við Harvard-háskóla. Hann telur þessa leið hent- ugri en sam- keppnislög til að koma í veg fyrir hringamyndanir fyrirtækja. „Sumir hefðu kannski áhyggj- ur af því að samkeppnislög- um mætti beita gegn ákveðnum f y r i r t æ k j u m umfram önnur. Með skattlagn- ingu af þessu tagi er búið að úti- loka að það gerist og þannig eyða tortryggni,“ segir Jón. Bandarík- in eru eina landið í heiminum þar sem arðgreiðslur milli fyrir- tækja eru skattlagðar og þar ráða fyrirtækjasamsteypur ekki lög- um og lofum í efnahagslífinu, líkt og þær gera í Japan, Þýskalandi, Ítalíu og Svíþjóð. Á síðasta ári stóð til að ríkisstjórn Bush afnæ- mi skatta á arðgreiðslur milli fyrirtækja, en hætt var við þær fyrirætlanir þegar í ljós kom að það yrði til að efla fyrirtækja- samsteypur á kostnað smærri fyrirtækja. Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, hefur skipað nefnd um stefnumótun ís- lensks viðskiptaumhverfis en hún fjallar meðal annars um sam- þjöppun á fyrirtækjamarkaði. Gylfi Magnússon, dósent við við- skiptafræðiskor Háskóla Íslands, stýrir nefndinni. Hann vill ekki greina frá niðurstöðum hennar að svo stöddu en segir að nefndin hafi veitt hugmyndum um skatt- lagningu arðgreiðslna milli fyrir- tækja athygli. Niðurstöðu nefnd- arinnar er að vænta 1. september næstkomandi. ■ JÓN STEINSSON HAGFRÆÐINGUR Skattar á arðgreiðslur hafa gefist vel í Bandaríkjunum til að sporna við fákeppni. LÉTTVÍN Meirihluti landsmanna vill geta keypt rauðvín með steikinni eða bjór með grillinu í mat- vöruverslunum samkvæmt könnun Gallups. VÍNKÖNNUN Fylgjandi 59,6% Andvígir 35% Óákveðnir 5,4% Ný könnun Samtaka verslunar og þjónustu: Meirihluti vill vín í matvöruverslanir REYKLAUSI DAGURINN Alþjóðlegi reyklausi dagurinn var í gær og víða voru uppákomur af því tilefni. Þessir Indverjar kröfðust hreinna lofts. Skattar betri en samkeppnislög Doktorsnemi við Harvard segir aðrar leiðir en samkeppnislög hentugri til að sporna við sam- þjöppun á fyrirtækjamarkaði. „Sumir hefðu kannski áhyggjur af því að sam- keppnislögum mætti beita gegn ákveðn- um fyrirtækj- um umfram önnur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.