Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 15
JÓN PÉTUR ZIMSEN GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KJARASAMNINGAR KENNARA Stöðugt blaður æðstu manna menntamála í borginni um að menntun sé mikil- vægasta fjárfestingin hljómar falskt. ,, Eftir að hafa lesið viðtal við Birgi B. Sigurjónsson í Fréttablaðinu 26.05.2004 get ég ekki orða bund- ist. Vegna þessa viðtals vil ég benda á eftirfarandi. Í síðasta kjarasamningi töpuðu kennarar gríðarlegum réttindum og miklu meiri vinnukvaðir voru settar á þá en aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við fengum hærri laun fyrir meiri vinnu. Raunverulegar kjarabætur grunnskólakennara í síðasta samningi voru svo gott sem engar. Þess vegna eru þær kjarabæt- ur sem kennarar vilja nú hvorki óraunhæfar né ósanngjarnar heldur sanngjarnar og eðlilegar. Stefna Reykjavíkurborgar í kjaramálum kennara hefur helg- ast af þekkingarleysi og hroka gagnvart starfi kennarans. Stefnan hefur einnig verið borg- arfulltrúum R-listans til hábor- innar skammar þar sem þeir virðast ekki láta málið sig varða, heldur horfa sljóum augum á meðan kjaradeilan harnar og stefnir í verkfall. Er R-listanum alveg sama um það uppnám sem skólastarf á komandi hausti stefnir í? Er Stefáni Jóni Haf- stein formanni Fræðsluráðs al- veg sama? LN (launanefnd sveitarfélag- anna) virðist líka heltekin af því að auka verkstjórnarþátt skóla- stjóra og auka bindingu á vinnu- tíma kennara. Aðar stéttir eru að semja um sveigjanlegan og styttri vinnutíma en LN krefst stöðugt lengri vinnutíma og minni sveigjanleika fyrir kenn- ara. Svo rammt kveður að þessu að einhvers konar árátta virðist blinda samningamenn LN þannig að þeir geti ekki bætt kjör kenn- ara án þess að lengja eða binda vinnutíma um leið. Stöðugt blaður æðstu manna menntamála í borginni um að menntun sé mikilvægasta fjár- festingin hljómar falskt, þegar dramb og hroki einkenna sam- skipti þeirra við grunnskóla- kennara. Stefán Jón og Birgir B. Sigurjónsson ættu að hugsa meira um að hafa kennara ánægða, þá sem sinna því hlut- verki að mennta æsku landsins. Meiri tími fer í að tortryggja þá og reyna eftir fremsta megni að auka vinnuálag sem kostur er. Stefán Jón virðist ekki gera sér grein fyrir að ánægðir starfs- menn, sem finnst þeir metnir að verðleikum, eru betri starfs- menn en þeir sem stöðugt er ver- ið að tortryggja óréttmætt. Um leið er hann að veikja skólastarf í borginni, vinna gegn börnum í Reykjavík og hindra að þeim sé veitt besta hugsanlega vinnuum- hvefi sem völ er á. Metnaðurinn nær ekki lengra en glansyrði á góðviðrisdögum. ■ Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. 15MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2004 Furðulegar aðstæður Það eru ansi furðulegar aðstæður sem raun- verulegir hægrimenn í HÍ hafa verið í nú á vormánuðum. Jú, við höfum verið í þeirri stöðu að þurfa að verja og koma á framfæri hugmyndum um meiri þátttöku nemenda í kostnaði náms síns, sem sagt skólagjöld. Það má í raun segja að við höfum verið í hagsmunaárekstri við sjálfa okkur. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson á frelsi.is Yfirskin „Stríðið gegn hryðjuverkum“ er háð undir því yfirskini að auka eigi öryggi almennings á Vesturlöndum gegn hryðjuverkamönn- um, sérstaklega arabískum, sem að sögn stjórnlyndra hægrimanna á Vesturlöndum öfunda okkur af lýðræði og góðum siðum. Nýútkomin skýrsla Amnesty International, um ástand mannréttindamála í heiminum fyrir árið 2003, sýnir hins vegar að „stríðið gegn hryðjuverkum“ er ein mesta ógn við þau réttindi sem við teljum mest um verð. Stjórnvöld víðs vegar í heiminum notfæra sér hræðsluástand til að auka eftirlit með borgurum, efla her og lögreglu, halda fólki í fangelsi án ákæru og annað sem flokkast undir ofríki stjórnvalda gagnvart þegnum sínum. Huginn Freyr Þorsteinsson á murinn.is „Búið“? Las bréfið, gekk úr salnum og sagði stund- arhátt: „Búið“! Svona einfalt eftir allt sem á undan hefur gengið? Og ummælin - sem gætu verið tákn fyrir heilt tímaskeið í íslenskum stjórnmálum - komast ekki í þingtíðindi - sögð á skökkum stað. En er það „búið“? Skýrist líklega í þessari viku. Guðmundur Magnússon á skraf.blogspot.com Dularfull samkoma Annars ráku margir upp stór augu daginn fyrir þingslit. Það var ansi merkilegur bíla- floti sem var samankominn við utanríkis- ráðuneytið, en þar voru ekki bara allir sex ráðherrabílar Framsóknarflokksins, heldur einnig forsetabíll númer tvö. Það hefur alls konar samsæriskenningum verið slengt fram manna á milli um það hvað allir ráð- herrar Framsóknar hafa verið að funda um með forseta lýðveldisins í ráðuneyti Hall- dórs, en engin þeirra er sennileg. Sam- koman er í það minnsta dularfull. Guðmundur Svansson á svansson.net Framsóknarmenn alls staðar Heilir og sælir kæru samlandar. Nú er ég staddur í henni Ameríku, nánar tiltekið Chicago, að breiða út fagnaðarerindið en ég get sagt ykkur það að það er einmana- legt að vera framsóknarmaður hér fyrir vestan, hér skortir alla samvinnuhugsjón og allir að ota sínum tota eins og tíðkast hjá liðsmönnum bláu handarinnar, en ég skynja það hjá Könunum þegar ég tala bet- ur við þá að máltækið um að það sé fram- sóknarmaður í okkur öllum sé líklega rétt. Jón Einarsson á blog.central.is/framsokn AF NETINU Krókháls Lyngháls H ál sa b ra ut Bæjarháls Dragháls Fossháls H ál sa br au t Norðurljós ÁTVR Vífilfell Metnaðarleysi í kjaramálum grunnskólakennara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.