Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 16
Í vikunni sem leið var haldin á Broadway fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland. Þar var valin fallegasta kona landsins á aldrin- um 18-24 ára. Ekki þarf að taka fram að einungis var valið á milli ógiftra og barnlausra kvenna, aðr- ar eru að sjálfsögðu ekki gjald- gengar. Reyndar skilst mér að keppendur í Herra Ísland megi vera giftir og eiga börn, enda rýr- ir slíkt að sjálfsögðu ekki útlit þeirra. Keppnir sem þessar lögðust af hér á Íslandi um árabil, en hafa nú verið enduruppvaknar. En hver er hinn raunverulegi tilgangur kepp- na sem þessarra? Er í raun hægt að segja að ein kona beri af öðrum íslenskum í þessum aldursflokki? Er ekki tilgangurinn í raun sýn- ingin sjálf, konusýning? Á Íslandi og í mörgum öðrum löndum er löng hefð fyrir sýning- um á hinum ýmsu dýrategundum, hér á landi eru til dæmis vinsælar hrútasýningar, kattasýningar og hundasýningar, ásamt konu- og karlasýningum. Á dýrasýningum er dæmt eftir fyrirframákveðn- um ræktunarstöðlum sem segja til um vægi hinna ýmsu þátta í keppninni, til dæmis hárafars, lík- amsbyggingar og fleira. Nú veit ég ekki hvort almennur staðall um mannlega fegurð hefur verið sett- ur fram, en eitthvað hljóta dómar- arnir að miða við þegar valið er á milli keppenda, annað væri svindl. Ég get ímyndað mér að ástand hárs og húðar hafi eitthvað að segja, ásamt lit. Einnig er lík- legt að stærð, litur og lögun tanna, nefs, vara og augna hafi mikið að segja. Aðrir mikilvægir þættir eru sjálfsagt beinabygging, vöðvafylling og holdafar almennt. Í dag þykir sjálfsagt að dæma ekki einungis eftir ytra útliti og hefur skapferlismat rutt sér til rúms bæði á hunda- og konusýn- ingum. Nú kann einhverjum að þykja þetta öfgafullar skoðanir og aðrir verða sjálfsagt móðgaðir. Það er ekki tilgangur minn að særa til- finningar, en þetta er mín skoðun. Staðreyndin er sú að fólk er líka dýr og í raun og veru er enginn eðlismunur á konusýningu og hrútasýningu. Svo verður fólk sjálft að dæma um það hvort því finnist eðlilegt að dæma útlit karla og kvenna eftir sömu stöðl- um og annarra dýrategunda. ■ Kuldahroll setti að mér þegar ég heyrði orð Sólveigar Pétursdóttur, væntanlegs forseta Alþingis, á Morgunvakt Rásar eitt á föstu- dagsmorguninn. Frúin ræddi við Kolbrúnu Halldórsdóttur, þing- mann Vinstri grænna, um fjöl- miðlafrumvarpið og nefndi mál- þóf það sem Kolbrún kallaði um- ræðu. Kolbrún sagði að meirihluta- flokkarnir hefðu gott af því að sitja í minnihlutastjórn eins og tíðkaðist í mörgum nágranna- landa okkar, það veitti stjórnar- flokkunum aðhald. Svar Sólveigar var að slíkt væri sér ekki að skapi, þingræðið þýddi að þeir sem hefðu meirihluta gætu komið fram hvaða málum sem væri. Þannig ætti það að vera og það væri gott fyrir lýðræðið. Þetta hefur oft verið sagt áður en mann setur hljóðan í hvert sinn sem slík orð falla. Lýðræðisleg umræða er samkvæmt þessu út- skýringar meirihlutans á því hvernig hann vill haga hlutunum, hvað hann telur að sé sannleikur- inn, lífið og réttlætið. Reyni aðrir að bera fram aðrar skoðanir lítur meirihlutinn á það sem málþóf enda byggjast þessar „aðrar skoð- anir“ að mati handhafa sannleik- ans annað hvort á misskilningi eða þær eru útúrsnúningur úr orðum valdhafanna. Ef meirihlutinn heldur því til streitu að engin ástæða sé til að hlusta á sjónarmið minnihlutans, hvað þá taka tillit til hans, er eins gott að senda hann heim. En þá fáum við líka stjórnarfyrirkomu- lag sem tíðkaðist á síðustu öld í ríkjum sem óþarfi er að nefna. Það eru á hinn bóginn vissulega skilvirkari stjórnarhættir en lýð- ræðið! ■ Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um hvaða afstöðu forseti Ís- lands tekur til staðfestingar eða synjunar fjölmiðlafrumvarpsins sem mestur styr hefur staðið um undanfarna daga. Ef forseti tekur þá ákvörðun að synja frumvarp- inu staðfestingar fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mörg stór orð hafa fallið um það hvað gerðist ef forseti synjaði og þarflaust að árétta þau hér, en mörg þeirra eru þó fremur mælt af ofsa en yfirvegun. Ef forseti staðfesti og lögin öðluðust fram- búðargildi má búast við klögumál- um, kærum og stefnum til inn- lendra og erlendra eftirlitsstofn- ana og dómstóla. Ef forseti synj- aði og lögin yrðu samþykkt í al- mennri atkvæðagreiðslu mætti gera ráð fyrir áþekkum ýfingum þótt sú einkennilega staða kæmi þá upp, að meirihlutinn hefði ef til vill samþykkt brot á lögum og milliríkjasáttmálum. Ef á hinn bóginn lögin yrðu felld væru þau úr sögunni og málið yrði væntan- lega tekið til skoðunar að nýju. Nú skulum við gera ráð fyrir að forseti synji og verður þá að gera ýmsar ráðstafanir, svo sem að setja lög um atkvæðagreiðslu, en það þyrfti þó ekki að vera ýkja flókið og mætti í flestum greinum styðjast við lög sem þegar gilda um almennar kosningar hér á landi, svo sem til Alþingis, sveit- arstjórna eða embættis forseta Ís- lands. Þá hlyti að verða einhver fjárútlát við kynningu á lögunum og þeir sem láta sig málið skipta yrðu að bera kostnað við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. En væri nú ekki betra að leita annarra leiða? Í stað alls þessa umstangs, sem atkvæðagreiðslu fylgdi, felldi Alþingi sjálft lögin úr gildi, en samþykkti jafnframt að taka málið til endurskoðunar. Í 26. gr. segir að efnt skuli til atkvæðagreiðslu allra atkvæðis- bærra manna „svo fljótt sem kost- ur er“. Ýmis vandkvæði sýnast vera á að tengja atkvæðagreiðsl- una um fjölmiðlafrumvarpið við væntanlegar forsetakosningar og sumarið hentar illa til almennrar atkvæðagreiðslu, þannig að lík- lega stæðist að fresta atkvæða- greiðslu til haustsins. Þá fengi Al- þingi ráðrúm til að fella lögin úr gildi og taka til við endurskoðun. Vel má vera að þingmönnum sem samþykkt hafa frumvarpið þyki það beizkur kaleikur að kyn- gja slíkum viðsnúningi, en það hlýtur þó að vera tilefni til endur- mats þegar hinn handhafi löggjaf- arvaldsins skv. 2. gr. stjórnar- skrárinnar – forseti Íslands ñ synjar atbeina sínum. Þá stendur valið milli þess að taka mál til endurskoðunar eða leggja það í þjóðardóm. Með slíku frumkvæði Alþingis mætti miðla málum, þannig að hvorirtveggju hefðu nokkuð síns máls. Slík málamiðlun væri í anda germanskra, og ekki sízt nor- rænna og engilsaxneskra stjórn- skipunarhefða um takmarkað vald og fjölræði, sem íslenzka þjóðveldið varpar skýru ljósi á og á þannig djúpar rætur í íslenzkri hefð. Slík lausn kynni að verða upphaf venju sem sem tengist hlutdeild forseta í löggjafarvaldi og bryti blað í stjórnskipunarsögu Íslendinga. Venja mótast af reynslu og sátt, hún er því oftast hollari til leiðsagnar en valdboð settra laga. Synjun forseta á stað- festingu yrði þá í reynd til þess, að mál sem mikill styr stæði um og naumur tími gæfist til að rök- ræða, gengju aftur til Alþingis til rækilegri skoðunar og sáttaum- leitana. Þjóðaratkvæðagreiðsla sem fylgdi ákvörðun forseta gæfi henni meiri þunga en ella. Þessi leið sparaði fé, eyddi óvissu, slægi á deilur – og allir héldu sæmd sinni. ■ Um daginn varð á vegi mínum bók sem vakti athygli mína. Þetta var bókin Og svo fór ég að skjóta eft- ir Mark Lane. Bókin hefur að geyma sannsögulegar frásagnir bandarískra hermanna úr Víet- namstríðinu. Þessi bók er ekki fyrir viðkvæmar sálir því her- mennirnir leyna engu fyrir les- endum. Hermennirnir segja m.a. frá þeirri þjálfun sem þeir fengu fyrir stríðið þar sem bróðurpart- urinn af þjálfuninni fólst í ýmsum pyntingaraðferðum. Meðal annars að hengja menn neðan í þyrlu og láta þá tætast í trjánum, henda þeim út úr þyrlu á fullri ferð, toga neglur af fólki, stinga oddhvöss- um spýtum inn í eyru fólks að við tölum ekki um að berja fólk til óbóta. Þetta er aðeins brot af þeim pyntingaraðferðum sem þeim var kennt, já sem þeim var kennt og sagt að framkvæma og að þeim yrði ekki refsað fyrir. Í einni frá- sögninni segir hermaður svo frá því þegar hann og félagar hans hafi afklætt unga konu, nauðgað henni, troðið síðan glóandi byssu- sting inn í leggöngin á henni og að lokum hengdu þeir hana. Og afleiðingarnar stríðsins eru margbreytilegar. Flestir sem ganga í herinn eru sómafólk sem þekkir ef til vill ekkert annað en góðmennsku en stríðið gerir það að villimönnum og gangandi drápsvélum og vei þeim sem óhlýðnast yfirmönnum sínum. Ein aðferðin sem notuð var í Víetnam- stríðinu gegn þeim sem óhlýðnuð- ust var að setja glóandi byssu- sting upp í munninn á þeim og brenna tunguna. Í Víetnamstríðinu sáu nokkrar hersveitir alfarið um að gjöreyði- leggja þorp og smábæi sem þær rákust á. Þeim var gert að drepa allt kvikt sem þær komu auga á, síðan komu skriðdrekarnir og jöfnuðu bæinn niður. Hvað voru þetta annað en hryðjuverk af ver- sta tagi? Einn hermannanna sagði í frásögninni að þeir væru engu betri en nasistarnir, drepandi sak- lausa borgara. Á meðan ég las bókina hugsaði ég til Íraks og Palestínu. Er þetta ekki nákvæmlega sama þjálfunin og skipanirnar sem hermennirnir eru að fá nú til dags í Írak og feð- ur þeirra fengu fyrir tæpum 40 árum í Víetnam. Ég fór að hugsa um hvert væri markmið stríðs. Ætli markmið Bandaríkjamanna sé að eyði- leggja heiminn í stað þess að bjarga honum? Er það góðverk að pynta fólk? Er það góðverk að sprengja upp heilu landsvæðin og byggingarnar því þeir telja að þar séu hugsanlega fjórir hættulegir hryðjuverkamenn en gleyma síð- an öllum hinum saklausu borgur- um sem falla? Ég stillti upp í huga mér tveim- ur mönnum, annar heldur að hann sé Jesús og vill öllum gott og eng- um mein en hinn er hermaður í Íraksstríðinu sem skemmtir sér við að pynta stríðsfanga og jafn- vel drepur svona einn og einn. Hvor af þessum mönnum er geð- veikur? Svar mitt er báðir. En ef við breytum spurningunni og spyrjum hvor þeirra væri lokaður inni? Nú, maðurinn sem heldur að hann sé Jesús, fyrir það eitt að vilja gera góðverk á meðan her- maðurinn er hetja, ekki satt? Og hverjir skyldu það nú vera sem hvetja hermennina til þess- ara pyntinga og fjöldamorða á saklausum borgurum? Jú, það eru háttsettir menn, ýmist innan eða utan hersins: Liðþjálfar, ofurstar, varnarmálaráðherrann og m.a forseti Bandaríkjanna. Ég leyfi mér hér að vitna í fræga setningu sem Lyndon B. Johnson sagði við hermenn sína á tímum Víetnam- stríðsins: „Komiði aftur með húð- ina af þeim til að hengja hana upp á vegg“. Við þetta hefur banda- rísk æska alist upp í marga tugi ára svo það er ekkert skrýtið að Bandaríkjamenn séu sjúkir og þessa sjúku menn styður ríkis- stjórn Íslands, sú sjúka stjórn. Ríkisstjórn Íslands styður stríðið en segist ekki styðja ekki pyntingarnar en með því að styðja stríðið styðja þeir líka afleiðingar stríðsins. Þetta er alveg eins og að segjast vilja fá pítsu með pepper- oní og skinku en taka svo skink- una í burtu því að þú vilt hana ekki, en samt baðstu um hana. Ef ég færi til útlanda í dag og einhver myndi spyrja mig hvaðan ég kæmi myndi ég ekki vera stolt- ur af því að viðurkenna að ég væri Íslendingur. Ég myndi hreinlega skammast mín fyrir að vera þátt- takandi í slíku stríði, stríði þar sem Genfarsáttmálinn er brotinn vitandi vits og fjöldamorð eru framin á saklausum borgurum. Ríkisstjórn Íslands: Þið báðuð um þessa pítsu. Nú skulið þið éta hana ofan í ykkur. ■ 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR16 Ýmis vandkvæði sýnast vera á að tengja at- kvæðagreiðsluna um fjöl- miðlafrumvarpið við vænt- anlegar forsetakosningar og sumarið hentar illa til al- mennrar atkvæðagreiðslu, þannig að líklega stæðist að fresta atkvæðagreiðslu til haustsins. Þá fengi Alþingi ráðrúm til að fella lögin úr gildi og taka til við endur- skoðun. SIGURÐUR LÍNDAL FYRRVERANDI LAGAPRÓFESSOR UMRÆÐAN SYNJUNARVALD FORSETANS ,, Ætli markmið Bandaríkjamanna sé að eyðileggja heiminn í stað þess að bjarga honum? Er það góðverk að pynta fólk? Er það góðverk að sprengja upp heilu land- svæðin og byggingarnar því þeir telja að þar séu hugsanlega fjórir hættulegir hryðjuverkamenn en gleyma síðan öllum hinum saklausu borgurum sem falla? ÞÓRGNÝR HELGASON FRAMHALDSSKÓLANEMI UMRÆÐAN ,, Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið Er stjórnarandstaðan óþörf? Lýðræðisleg um- ræða er samkvæmt þessu útskýringar meiri- hlutans á því hvernig hann vill haga hlutunum, hvað hann telur að sé sannleikur- inn, lífið og réttlætið. ,,ÞORGRÍMUR GESTSSON BLAÐAMAÐUR OG RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN LÝÐRÆÐI SIF TRAUSTADÓTTIR SKRIFAR UM FEGURÐARSAMKEPPNI Keppnir sem þessar lögðust af hér á Ís- landi um árabil, en hafa nú verið enduruppvaknar. En hver er hinn raunverulegi tilgangur keppna sem þessarra? Er í raun hægt að segja að ein kona beri af öðrum íslenskum í þessum aldursflokki? Er ekki tilgangurinn í raun sýningin sjálf, konusýning? ,, Um fegurðarsamkeppni kvenna og dýra Bandaríkin engu skárri en nasistar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.