Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 98 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 55 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 29 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 2 stk. Kaloríusnauð fæða BLS. 4 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 2. júní, 154. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.19 13.26 23.35 Akureyri 2.28 13.10 23.56 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á fjarmal@frettabladid.is Verðbólga jókst verulega í maí að því er fram kemur í Hagvísum Seðlabanka Íslands. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,82% frá fyrra mánuði, en markaðsaðil- ar höfðu gert ráð fyrir talsvert minni hækkun eða um 0,30% að meðaltali. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar fór úr 2,2% í 3,2%. Hækkun markaðsverðs hús- næðis um 2,3% frá apríl yfir í maí er það sem mest áhrif hafði á vísitöluna í maímánuði. Tólf mán- aða hækkun markaðsverðs hús- næðis nam um 9,6% sem er mesta hækkun frá janúarmánuði síðastliðnum. Verð á bens- íni og olíu hækkaði um 3,3% á milli mánaða og 8,5% á tólf mánuðum. Matur og drykkjarvara er enn lægra en í janú- ar en hækkaði þó um 0,6% á milli mánaða. Verðlag dag- vöru var enn nokkuð lægra en fyrir ári. Myntbreyta er komin á vef KB banka, www.kbbanki.is. Með myntbreytunni má sjá andvirði valins gjaldmiðils í níu öðrum gjaldmiðlum. Hægt er að slá inn fjárhæð fyrir hvaða gjaldmiðil sem er. Ef slegið er til dæmis inn 5.000 fyrir ISK þá má jafnóðum sjá andvirði fjárhæðarinnar í öll- um hinum gjaldmiðlum. Mynt- breytan reiknar út frá gengi dags- ins. Í nýjum kjarasamningi VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins er ákvæði um að framlag vinnuveit- enda í lífeyrissjóð hækki úr 6% í 7% frá 1.1.2005. Frá sama tíma fellur niður skylda vinnuveitenda til að greiða 1% framlag í sér- eignarsjóð, óháð framlagi starfs- manns. Frá 1.1.2007 hækkar ið- gjald vinnuveitanda síðan úr 7% í 8%. Fjölskylduþjónusta SPRON er valkostur fyrir fjölskyldur þar sem allir meðlimir eru með bankaviðskipti sín hjá SPRON. Í fjölskylduþjónustunni er boðið upp á 50% afslátt af öllum debetkortaárgjöldum fjölskyld- unnar, endurgreiðslu á greiddum vöxtum fyrir skilvísa viðskiptavini vegna skuldabréfa, yfirdráttar eða víxla, tómstundastyrki, gjöf til fjölskyld- unnar við skrán- ingu og ýmislegt fleira. Hagvöxtur jókst víða um heim á fyrsta fjórðungi árs- ins að því er fram kemur í Hagvísum Seðlabankans. Í Þýskalandi og Frakk- landi reyndist meiri hagvöxtur á fyrsta fjórð- ungi ársins en vænst var, en vöxtur iðnaðarframleiðslu að undanförnu hafði þótt benda til lítils vaxtar. Vöxturinn er þó enn sem komið er fremur dræmur. Viðhorfsvísitölur fyrir Evrópusam- bandið benda hins vegar til auk- ins vaxtar á næstu misserum. Út- flutningur frá evrusvæðinu jókst verulega í febrúar og mars. Í Bret- landi ágerist samdráttur iðnaðar- framleiðslu þrátt fyrir þokkalegan hagvöxt að öðru leyti. Hagvöxtur var einnig umfram væntingar í Japan en í samræmi við vænting- ar í Bandaríkjunum. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM Til sölu Benz 309 árg. ‘80. Fullútbúinn húsbíll. Verð 1.300 þ., engin skipti. Uppl. í s. 895 6938 og 898 4044. Chipsaway frábærar rispuviðgerðir. Sparar tíma og peninga. Varanlegt. S. 557 7200, Hjólko, Smiðjuvegur 26. Til sölu kraftmesti standsleði landsins. Kawasaki SXi pro 750cc árg. ‘99. Fæst með kerru og galla í einum pakka á 500 þús. stgr. Engin skipti. Sími 899 5492. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Ragnar Sólberg kíkir stundum í ræktina og reynir að borða ekki mikinn sykur. „Ég stunda engar íþróttir - ég fyrirlít íþróttir,“ segir Ragnar Sólberg, tónlistar- maður og liðsmaður rokksveitarinnar Sign, að- spurður hvort hann eigi einhverja uppáhaldsíþrótt. „Ég fer stundum í ræktina til þess að fá góða útrás og lyfta en ég fer ekki í nein hreyfingartæki. Ekkert hlaup - bara pump,“ bætir Ragnar við og segist aldrei hafa verið í neinum íþrótt- um, ekki einu sinni þegar hann var lítill strákur. „Ég var ekki í neinum íþróttum þegar ég var lítill en ég var alltaf að hlaupa um bæinn og fíflast. Ég geri nú reyndar lítið af því núna en annað slagið freistast ég til þess að klifra upp í tré og rifja upp gamla tíma,“ segir Ragnar og bætir við að nauðsyn- legt sé að rækta barnið í sjálfum sér með smá fífla- látum af og til. Það fylgir rokkurum sú stereótýpa að þeir borði helst ekkert til að viðhalda rokkaralúkkinu og það þyki frekar flott að vera grannur. Það er þó ekki hægt að alhæfa neitt um það og segist Ragnar hugsa frekar lítið um mataræðið nema það að hann forðast sykur. „Mér finnst allt sem er of sætt vont og því forð- ast ég að borða of mikið af sykri,“ segir Ragnar að lokum. lilja@frettabladid.is Aldrei verið í íþróttum: Klifrar upp í tré og ræktar barnið í sér

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.