Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2004 www.spar.is ... ásamt peningabuddunni, myndavélinni, vegabréfinu ... Hjarta mínu var stoli› í Róm ... en mamma fór í Sparisjó›inn og sendi mér peninga me› MoneyGram International. Eins gott! Sparisjó›urinn er sjálfsag›ur fyrsti vi›komusta›ur þegar halda skal út í heim. Hjá okkur fær›u persónulega fjármálaþjónustu sem stu›lar a› ánægjulegu og öruggu fer›alagi. • Gjaldeyrir í öllum skrá›um gjaldmi›lum • Kreditkort me› inniföldum fer›atryggingum • Öruggir peningaflutningar milli landa me› MoneyGram International Byrja›u fer›ina hjá okkur – þa› er skref í rétta átt. Auðunn Blöndal borgaði mikið fyrir Hyundai- bifreið sem hann fjárfesti í á Sauðárkróki. Hann hefur nú selt bílinn og kom út í tapi. Verstu kaupin: Rauður bíll á 100% láni „Ég keypti mér rauðan Hyundai Coupe á Sauðárkróki hér um árið og tók 100 prósent lán fyrir hon- um,“ segir Auðunn Blöndal dag- skrárgerðarmaður, aðspurður um vond kaup sem hann hefur gert. „Hann átti að kosta 1,1 milljón en ég borgaði 2,2 milljónir fyrir hann,“ segir Auðunn og telur þetta með sínum óskynsamlegri fjárfestingum. Hann er þó búinn að selja bílinn og kaupa sér nýjan. „En svona almennt séð er ég eyðslukló,“ segir Auddi. „Ég reyni pínulítið að leggja fyrir en eyðslan er mest um helgar. Hvað ég er að spreða? Þetta er góð spurning, ég spyr bara á móti, í hvað fara pen- ingarnir eiginlega?“ ■ Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SVARAR SPURNINGU UM VAXTAVEXTI OG ÓVERÐTRYGGÐ LÁN. Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Í sumarfrí með kreditkortinu Ég kemst út um allan heim á kreditkortinu mínu. Ég þarf ekkert að eiga nema kort og löngun til að komast í frí. Það er svo merki- legt að við virðumst trúa þessu því korta- notkun hefur sjaldan verið meiri og mest er hún hjá Íslendingum á ferð í útlöndum. Frá í janúar höfum við eytt 175 milljörðum með kreditkortinu okkar. Það jafngildir því að hver einasti Íslendingur hafi slegið eyðslulán upp á 625 þúsund krónur. Hver segir að við eigum ekki nóg af peningum? Í Fréttablað- inu á dögunum var okkur boðið í frí með kreditkortinu til Afríku fyrir 300 þúsund. Fáum reyndar 5.000 króna inneign frá lána- stofnuninni, sem munar öllu. Svo getum við líklega greitt reikninginn á tíu mánuðum; 30 þúsund kall á mánuði auk 40 þúsunda í vexti. Maður dregur bara djúpt andann og þrengir ólina. Svo á maður alltaf minning- arnar úr fríinu og myndaalbúmið sem má skemmta sér yfir þegar áhyggjur af mánaða- mótunum gera vart við sig. Af hverju látum við plata okkur svona? Af hverju leggjum við ekki 30 þúsund krónur fyrir og spörum fyrir ferðinni? Við vitum að það tekur skemmri tíma að spara þessar krónur en að borga þær af láninu. Fyrst við getum greitt mánað- arlega af láninu getum við jafn auðveldlega lagt sömu upphæð fyrir. Með því að snúa dæminu við og spara fyrir sumarfríinu erum við ekki aðeins að græða peninga heldur fáum við í kaupbæti ánægjuna af því að skoða myndaalbúmið eftir heimkomuna án þess að hafa áhyggjur af kortareikningnum. Góða ferð, Ingólfur Hrafnkell Lykla Dísin: Lyklakippur sem „rata” heim Lyklakippur sem rata heim eru hagnýt eign þeirra sem hættir til að týna lyklakippum. Fyrirtækið Lykla Dísin selur lyklakippur sem eru með spjaldi þar sem á annarri hliðinni stendur Lykla Dísin, Póst- hólf 488, 121 Reykjavík. Á hinni hliðinni er texti sem segir: „Finnandi. Viltu leggja mig í næsta póstkassa eða lögreglustöð. Takk fyrir. Viðtakandi greiðir burðargjald.“ „Þetta virkar þannig að ef kippan týn- ist og finnandi leggur hana í næsta póstkassa eða lögreglustöð þá fer hún í þetta tiltekna pósthólf. Eigandi kipp- unnar er skráður hjá okkur undir núm- eri sem einnig er skráð á bakhlið kipp- unnar og finnum við eigandann sam- kvæmt því ef hann hefur tilkynnt núm- erið til okkar. Með- al okkar viðskipta- vina eru margir ánægðir lyklaeig- endur sem hafa endur- heimt sína dýrmætu bíl- og hús- lykla gegnum þessa þjónustu. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Lykla Dísarinnar, www.lykladisin.is,“ segir Valdís Jóhannsdóttir, annar eig- enda fyrirtækisins. Landsbankinn á Selfossi hefur tekið í notkun endurhannað og verulega breytt útibú bankans, sniðið að þörf- um og tækni fjármálamarkaðarins. Starfsemi bankans er nú á einum stað á Selfossi eftir að afgreiðsla við Tryggvatorg var lögð niður. Útibúið hefur verið innréttað að nýju og vinnustöðvar starfsmanna endurnýjaðar. Þjónusta við við- skiptavini eykst töluvert samfara breytingunum. Þjónustufulltrúum hefur verið fjölgað, númerakerfi til gjaldkera tekið upp og upplýsinga- skjár og nettengd tölva sett upp í forsal. Landsbankinn á Selfossi er elsta fyrirtækið á staðnum með sam- fellda sögu. Þrátt fyrir aldur sinn og sögu er útibú bankans síungt og lag- ar sig vel að kröfum markaðarins á hverjum tíma. Starfsfólki hefur fjölgað mjög á tímabilinu. Þegar útibúið var stofn- að árið 1918 voru starfsmenn þrír. Í dag eru þeir 30 auk sex starfs- manna frá höfuðstöðvunum sem hafa aðsetur á efri hæð hússins. Þess má geta að Guðjón Samú- elsson teiknaði hús Landsbankans á Selfossi en framkvæmdir við það hófust árið 1949. Mjög var vandað til verksins og þó að innviðir bygg- ingarinnar hafi verið meira og minna endurnýjaðir þá er anddyrið enn upprunalegt. Þar er að finna myndir eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. ■ Landsbankinn Selfossi: Nýtt og endurhannað útibú

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.