Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 20
Margir þjást af frjókornaofnæmi og til að minnka það er gott að halda sig eins mikið innandyra og mögulegt er og loka hurðum og gluggum, þvo hárið eftir að hafa verið úti, forðast nýslegið gras og stór grasi vaxin svæði og nota stór og góð sólgleraugu. Ef ekkert lagast er auðvitað hægt að leita til læknis eða næsta lyfsala því lyf og fjölmarg- ar aðrar vörur hjálpa til í baráttunni við frjókornaofnæmi. Skólavörðust íg 7 , RVÍK, S ími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins NÝ SENDING AF LEÐURHÖNSKUM Í LITUM sumarhanskar Litur Rautt, svart Verð 3.900.- Litur Rautt, svart, beige, lilla Verð 2.800.- Litur Rautt, svart, beige Verð 3.800.- Litur Rautt, svart Verð 5.100.- Opið virka daga kl. 11:00 - 18:00 Lokað á laugardögum í sumar Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 NÝJAR VÖRUR!! Flottir bolir Síðbuxur - Sundfatnaður YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA SUMARYOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna 1 Sítrusávextir, til dæmis appelsínur, sítrónur og greipaldinávextir, innihalda aðeins 37 kaloríur í hundrað grömmum. 2 Brokkolí inniheldur aðeins 33 kaloríur í hundrað grömmum. 3 Kirsuber innihalda aðeins 48 kalor- íur í hundrað grömmum. 4 Þistilhjörtu innihalda aðeins 41 kaloríu í hundrað grömmum. 5 Gulrætur innihalda aðeins 35 kaloríur í hundrað grömmum. 6 Vínber inni- halda aðeins 60 kaloríur í hund- rað grömmum. 7 Chili-pipar inniheldur aðeins 20 kaloríur í hundrað grömmum. 8 Mangóávöxtur inniheldur aðeins 57 kaloríur í hundrað grömmum. 9 Te er eiginlega kaloríusnautt ef það er drukkið án mjólkur. 10 Venju- leg fituskert lífræn jógúrt inniheldur að- eins 56 kalorí- ur í 100 grömmum. Vespurnar eru hópur kvenna sem hittast einu sinni í viku og spila badminton á tveimur völlum, samkvæmt útspekúleruðu skipu- lagi, og halda stigagjöf sem flest- um utanaðkomandi þætti eflaust óheyrilega flókin. Keppnisandinn er mikill og mikið stolt fylgir því að hreppa sigurlaunin að leik- vertíð lokinni, enda lítið gaman að spila bara til að vera með. „Þetta eru mjög skemmtilegar og hressar konur á aldrinum 40-55 fimm ára og það er alveg frábært að vera í þessari grúppu,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir vespa. „Stefanía Haraldsdóttir fór af stað með þetta og því er hún alltaf kölluð drottningin. Við ákváðum að hafa hópinn svona stóran, við erum yfirleitt tíu í hópnum en átta mæta í einu. Þannig að við eigum alltaf frí á nokkurra vikna fresti.Við erum búnar að spila saman í hátt í tíu ár og hópurinn hefur eitthvað breyst í gegnum tíðina, einhverjar dottið út og aðr- ar bæst í hópinn. Við spilum einu sinni í viku og þar fyrir utan hitt- umst við heilmikið þannig að það er ákveðið félagslíf í kringum þetta.“ Vespurnar nota tvo velli í einu, öll stigagjöf er skrifuð niður og síðan reiknuð saman eftir ákveðnu kerfi. „Þannig vitum við alltaf hvar við stöndum en það er mikil keppni innan hópsins. Í lok vetrar eru svo veitt verðlaun og við munum einmitt halda lokahóf á næstunni.“ Kerfið er greinilega vel út- hugsað og mörg smáatriði sem þarf að huga að. „Jú, við erum til dæmis með skrá yfir fokkur,“ seg- ir Ingibjörg hlæjandi. „Það þarf að kaupa fokkur og svo fer ég með þær heim og geymi þær í kæli- skáp. Þá endast þær betur.“ Vespurnar hafa líka komið sér upp sérstökum búningum. „Fyrst vorum við með gular buxur og svartar treyjur, með vespumerki á bakinu. Núna erum við með gular treyjur og svartar buxur en vespu- merkið er áfram á bakinu. Svo erum við að spá í að fá okkur pils.“ Ingibjörg segir að það muni öllu að hafa mikla keppni innan hópsins. „Við leggjum okkur meira fram og tökum meira á. Annars er þetta bara eitthvað dútl.“ audur@frettabladid.is Keppnisandinn er allsráðandi í þessum hóp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vespurnar eiga sér einkennisbúning sem er að sjálfsögðu gulur og svartur. Vitað er að gott er að borða nóg af fæðu sem inniheldur lítið af kaloríum til að viðhalda góðri heilsu og sporna gegn sjúkdómum. En hvaða fæðutegundir innihalda lítið sem ekkert af kaloríum? Hreyfingin: Vespur í hörkukeppni Topp tíu: Kaloríusnauð fæða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.