Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 21
99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS ti JA A, B eða C á númerið 1900. Björgvin M. Óskarsson er svæf- inga-, deyfinga- og gjörgæslu- læknir að mennt en hefur haft nálastungur sem aukagrein í yfir 30 ár og tekið fólk meðal annars í verkjameðferð. Eftir talsverðar fortölur féllst hann á að fræða okkur lítillega um nálastunguvís- dóminn og í hlýlegri móttöku lækningastofu hans í Suðurveri hittum við hann og konu hans, Þórhildi Jónasardóttur, sem er honum til aðstoðar. „Það færist í vöxt að læknar og fleiri heilbrigðisstéttir noti nála- stungur og í mínum sérgreinum virka þær sérlega vel því þær eru deyfandi. Það er jafnvel hægt að nota þær við uppskurði,“ byrjar Björgvin samtalið og heldur áfram: „Með nálastungum er hægt að hafa bætandi áhrif á öll líffær- in. Þær vinna gegn verkjum, eru öflugar gegn astma og gigt og ekk- ert er eins spennulosandi.“ Björgvin segir virðingu fyrir nálastungum hafa aukist á Vestur- löndum undanfarið og telur trú- legt að þær verði meðal náms- greina í læknadeild HÍ innan fárra ára. En hvað kom til að hann lagði stund á þær? „Ég kynntist norskum manni sem fór til Kína að læra þetta í kringum 1970. Hann kom til baka með þykkar bækur um fræðin og smitaði mig. Maður lærir þetta ekkert á einu námskeiði heldur með ástundun og æfingu.“ Ekki vill Björgvin eigna Kín- verjum heiðurinn af nálastungun- um. Hann telur að þær hafi verið fundnar upp í Mið-Evrópu og minnir á að fyrir fáum árum hafi fundist lík með áteiknuðu nála- stungukorti sem legið hafði í ís í 5000 ár í Ölpunum. Skyldi enn í dag stungið eftir sérstökum lín- um? „Sums staðar já, samkvæmt gömlum aðferðum. Þar er jafnvel stungið nokkuð djúpt og með risa- stórum nálum en við stingum bara rétt í gegnum húðina og erum með örfínar nálar. Þær leysa boðefni í heilanum úr læðingi sem síðan fara til hins veika svæðis. Nála- stungur stuðla að því að líkaminn vinnur eðlilegar en hann er vanur að gera. Þær bæta til dæmis mjög mikið blóðrásina. Sár eftir aðgerð grær mun fljótar ef nálum er stungið í kringum það.“ Ekki segir Björgvin þó alltaf stungið við aumu blettina. „Viss svæði á líkamanum til- heyra vissum líffærum en oftast erum við að vinna með allan lík- amann í einu og notum að meðal- tali þrjátíu nálar í hvert sinn. Maður þarf svolítið að finna út hvað hverjum og einum hentar.“ Hann kveðst yfirleitt taka fólk í nálastungur þrisvar í röð, ýmist einu sinni í viku eða dag eftir dag. En finnur fólk mun á sér eftir einn tíma? „Já, það finnur mun. Tilfinn- ingin getur aukist lítillega fyrst en það er bara merki um að eitt- hvað sé að gerast. Þetta eru engin meiðsli, ekkert hættulegt og eng- ar aukaverkanir. Bara smá snert- ing við húðina. gun@frettabladid.is ! Hádegishléið er gott að nota til að fara út að ganga með vinnufélögunum. Röskleg ganga í 15-30 mínútur áður en sest er að snæðingi kem- ur blóðinu á hreyfingu og hressir mann við. 5MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2004 Líflaust hár og neglur sem klofna geta verið merki um kísilskort. Silica Plus inniheldur einstakt kísilþykkni sem unnið er úr elftingu og inniheldur mikið af flavóníðum sem er forsenda þess að líkaminn geti nýtt sér kísil sem fæðubót. Silica stuðlar að fallegra hári, sterkari nöglum og betri húð. Silica Plus töflur eru 33% sterkari en þær töflur sem fyrir voru. Hárkúr L-Systín og DL-Metíónín eru amínósýrur sem innihalda brennistein, en hann er einkar mikilvægur fyrir hárið. Lesitín, inósítól, kólín B-vítamín og sink eru nauðsynleg fyrir heilbrigðan hárvöxt. Skortur getur leitt til hárloss eða valdið því að hárið verði slitið og líflaust. Ýmislegt eyðir þessum vítamínum úr líkamanum eða kemur í veg fyrir fulla virkni þeirra. Má þar nefna hvítan sykur, reykingar, feitan mat, áfengi, streitu og sum lyf, svo að nokkuð sé upp talið. 33% sterkari Silica töflur Fallegra hár með Silica Plus Gegnsæ r skjár (Þetta tilboð gildir til 09.06) Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Nóatúni, Íslenskum markaði, Blómavali, Heilsuhorninu Akureyri • Styrkjandi • Mýkjandi • Hollt sælgæti Góðar sykurlausar hálstöflur Nálastungur: Jákvæð áhrif á allan líkamann Skapar fegurðin hamingjuna? Margir vilja halda því fram að vellíðan sé ávallt meðreiðar- sveinn fegurðar. Markaðssetning fjölmargra fyrirtækja gengur út á að miðla þeim skilaboðum. Þau eru eitthvað á þessa leið: Þeir sem eru fallegir eru hamingju- samir. Ef þú notar þessa vöru/þjónustu munt þú uppskera fegurð og þar af leiðandi ham- ingju. Svo eru hinir sem vilja halda því fram að viðhorf okkar til lífsins séu mikilvægasti þátt- urinn í hamingjuleitinni. Ég hall- ast sjálfur að því síðarnefnda. Ég hef umgengist fegurðardrottn- ingar, fyrirsætur og vaxtarrækt- arfólk. Margt af því fólki hefur verið hamingjusamt en álíka margir vansælir. Fegurðin er ekki ávísun á hamingju. Vellíðan hlýtur að byggjast á viðhorfum okkar til lífsins. Annars væru þeir sem kallast „ófríðir“ (sem er persónubundið matsatriði) alltaf óhamingjusamir og svo er alls ekki. Leit mannsins að ódauð- leika kemur oft fram í æskudýrk- un. Því fyrr sem við sættum okk- ur við að líkaminn muni óumflýj- anlega hrörna og deyja, því ham- ingjusamari getum við orðið. Vissulega er mikilvægt að við- halda góðri heilsu en líkaminn verður aldrei ódauðlegur. Það eina sem við getum gert er að þróa með okkur uppbyggilegt andlegt viðhorf og verið sátt við okkur sjálf og tilveruna. Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Fegurð og vellíðan gbergmann@gbergmann.is. Björgvin M. Óskarsson og Þórhildur Jónasardóttir kona hans, sem aðstoðar hann á lækninga- stofu hans. HÚSRÁÐ:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.