Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 25
Hér verður ekki fjallað um þær breytingar á útvarps- og samkeppn- islögum sem voru til umfjöllunar á Alþingi á dögunum, heldur heljartök íhaldsins á fjölmiðlamarkaði um áratugaskeið. Morgunblaðið með um 60% lesenda hefur alla tíð verið málgagn Sjálfstæðisflokksins eins og ritstjórnargreinar þess bera greinilega með sér. Ritstjórar blaðs- ins hafa alla tíð verið kunnir íhalds- menn, valdir af eigendum blaðsins, Árvakri. Íhaldsfnykur hefur einnig fylgt síðdegisblöðunum, fyrst Vísi og síðan Dagblaðinu, enda hafa aðal- ritstjórar þeirra í gegnum tíðina verið þjóðkunnir íhaldsmenn. Dag- blaðið stóð sjaldnast undir nafni sem frjálst og óháð dagblað, rit- stjórnargreinar og efnisval blaðsins var yfirleitt brennimerkt íhaldinu einkanlega fyrir kosningar. Íhalds- blöðin, Morgunblaðið og DV (80% lesenda) voru einu dagblöð landsins um áratugaskeið eftir að flokksblöð hinna stjórmálaflokkanna liðu undir lok. Við þetta ástand hefur þjóðin orðið að búa, þar sem fjárhagslegur grundvöllur fyrir útgáfu dagblaða í samkeppni við Morgunblaðið hefur ekki verið til staðar. Birting greina andstæðar Sjálfstæðisflokknum hafa orðið að lúta samþykki póli- tískra ritstjóra blaðanna. Lýðræði í formi ritfrelsis hefur af framan- greindum ástæðum verið þröngur stakkur skorinn. Ritstjórar blaðanna bera daglega ábyrgð á efni þeirra, þeir ráða hvort þeir hafna greinum, hvenær þær birtast, hvort aðsendar greinar falla inn í þær umræður sem eru til umfjöllunar á hverjum tíma. Vegna þessa mikla fjölda greina sem berst til blaðanna er eðli- legt að nokkur bið sé á birtingu þeirra, en verst er hvað greinarhöf- undum virðist mismunað í þeim efn- um. Má þar m.a. tilnefna þekkta vildarvini forsætisráðherra, þá Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmstein Gissurarson, sem njóta sérstakrar fyrirgreiðslu. Þá sitja heldur ekki allir við sama borð varð- andi reglur um lengd greina, þar er líka hagrætt eftir mönnum og mál- efnum. Það eru margar blindhæðir sem ekki eru merktar. Loksins hefur þessari einokun íhaldsins verið aflétt og „dulbúnu ritfrelsi“ verið ýtt til hliðar. Frétta- blaðið og nýtt Dagblað hafa blessun- arlega náð forustuhlutverki á dag- blaðamarkaðnum. Þjóðin hefur aldrei búið við meira frelsi varðandi óháð fréttablöð; þjóðin er þakklát þeim sem gerðu lýðræðið virkt. Frumvarp forsætisráðherra um útvarps- og samkeppnislög hefur engan hljómgrunn meðal þjóðarinn- ar, hans tími er liðinn. Framkoma forsætis- og utanrík- isráðherra og undirsáta þeirra á Al- þingi og í ríkisstjórn er öllum kunn og hefur reyndar gengið fram af þjóðinni; í skoðanakönnunum kemur ítrekað fram að yfir 80% þjóðarinn- ar eru andvíg frumvarpinu. Fyrstu spor utanríkisráðherra að forsætis- ráðherraembættinu í haust gefa ekki góð fyrirheit um framhaldið. ■ Fólk vaknaði upp við vondan draum, þegar heimsbyggðinni fóru að berast ljósmyndir er sýndu að Bretar og Ameríkanar hafa ver- ið að niðurlægja og misþyrma stríðsföngum í Írak. Margir héldu nefnilega að slík illmennska þekkt- ist bara hjá hinum „villimönnun- um“, en ekki á meðal hinna „sið- menntuðu“. Jú, við höfum séð í fréttum hvernig hryðjuverka- menn sprengja fólk í tætlur með sjálfsmorðsárásum í Ísrael og ann- arsstaðar, hvernig Ariel Sharon, forsætisráðhera Ísraels, niðurlæg- ir og myrðir Palestínumenn. Og hvernig murkað var lífið úr millj- ón manns á hinn grimmilegasta hátt í Rúanda og Búrúndí fyrir nokkrum árum síðan, og ýmsum öðrum stöðum í heiminum. Við urðum vitni að því hvernig hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku kúg- aði og niðurlægði meirihluta lands- manna í fjölmörg ár, og við höfum einnig orðið vitni að mjög svo ánægjulegum hlutum í þeim heimshluta er hinir kúguðu náðu að brjótast undan kúguninni og ná réttlátum yfirráðum í landinu und- ir stjórn Nelsons Mandela. Von- andi geta slíkir hlutir einnig gerst í samskiptum Ísraels og Palestínu- manna, en til þess að svo geti orðið í þeim heimshluta þarf samskonar leiðtoga og Nelson Mandela var Suður-Afríkumönnum. Og mjög mörgum er enn í minni hvernig nasistar niðurlægðu og myrtu fimm milljónir gyðinga í útrým- ingarbúðum í seinni heimstyrjöld- inni. Og á sama tíma slátraði Stalín milljónum manna í Sovétríkjun- um. Og hver gleymir hörmungun- um sem gengu yfir saklaust fólk er kjarnorkusprengjum Bandaríkja- manna var varpað á japönsku borgirnar Hirósíma og Nagasaki. Á þennan hátt er endalaust hægt að telja upp illvirki hinna miskunn- arlausu hér og þar um heims- byggðina. Margir hafa haldið að mannkynið hafi lært sína lexíu í öllum fyrri stríðum og hörmung- um. Svo virðist samt ekki vera og sagan endurtekur sig hvað eftir annað. Það virðist vera næstum reglan að þeir sem hafa yfirhönd- ina og völdin í stríðsátökum niður- lægi og berji á þeim sem enga vörn geta sér veitt. Einræðisherrar eiga það flestir sameiginlegt að stjórna með hörku og grimmd til að viðhalda völdum sínum. Fyrr á árum studdu Bandaríkin Saddam Hussein í Írak, og horft var framhjá mannrétt- indabrotum hans. En síðan lét hann illa að stjórn og því allt í einu orðinn verstur allra ein- ræðisherra. En hinsvegar er Gaddafí í Lýbíu skyndilega orðinn „góður“ einræðisherra nú þegar hann lætur að stjórn Bandaríkja- manna og Breta. Þegar ljóst var að gereyðingarvopn fundust ekki í Írak, reyndu innrásarlöndin að réttlæta innrásina með því að nauðsynlegt hafi verið að koma harðstjóranum Hussein frá völd- um. (en hvað um alla hina einræð- isherrana og harðstjórana?). Rök innrásarliðsins sem fór í herferð- ina í nafni lýðræðis og mannrétt- inda hafa nú alveg kafnað í því flóði upplýsinga sem berst af smánarlegri framkomu þeirra sjálfra gagnvart íröskum stríðs- föngum. Líklega má telja að það sem komið hefur fram um niður- lægjandi meðhöndlun stríðsfang- anna í Írak sé bara toppurinn á ís- jakanum um illa meðferð stríð- fanga hvort sem þeir eru í Írak eða annarstaðar í heiminum. Síðasta árskýrsla Amnesty International dregur upp dökka mynd af allskon- ar mannréttindabrotum út um all- an heim, og það er mjög sorglegt þegar vestrænar þjóðir sem tala mjög hátt um lýðræðisleg gildi og mannréttindi, eru síst betri en grimmir einræðisherrar eins og dæmin frá Írak benda til. ■ Rök innrásarliðsins sem fór í herferðina í nafni lýðræðis og mannréttinda hafa nú alveg kafnað í því flóði upplýsinga sem berst af smánarlegri framkomu þeirra sjálfra gagnvart írösk- um stríðsföngum. Glæpir gegn mannkyninu 17MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2004 BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON myndlistarkennari, Finnlandi UMRÆÐAN MANNRÉTTINDI ,,                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  &   /# !#  #  "##   #  3       4$   /      "  5  1$/      4$  #           . # +6+7            !   " #  $  %  #                                             Útvarps - og sam- keppnislög KRISTJÁN PÉTURSSON SKRIFAR UM FJÖLMIÐLA Fréttablaðið og nýtt DV hafa blessunarlega náð forustuhlutverki á blaða- markaðnum. Þjóðin hefur aldrei búið við meira frelsi varðandi óháð fréttablöð; þjóðin er þakklát þeim sem gerðu lýðræðið virkt. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.