Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 26
18 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ ANDLÁT Ásgeir Jónsson, Efstasundi 92, Reykjavík, lést laugardaginn 30. maí. Arnljótur Björnsson fyrrverandi hæstarétt- ardómari og prófessor, Kjarrvegi 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 30. maí. Þorgerður Hjálmarsdóttir (Gerða) frá Döl- um í Vestmannaeyjum, lést föstu- daginn 28. maí. ■ JARÐARFARIR 15.00 Dóra Jóhannsdóttir, Aflagranda 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Þorbjörn Pétursson, Gullsmára 9, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Elísabet II var krýnd drottningBretlands á þessum degi fyrir 51 ári. Athöfnin var yfirfull af aldargömlum hefðum og var þétt- setin af þjóðhöfðingjum og öðrum tignargestum en fór hún fram í Westminster Abbey í London. Athöfninni var einnig útvarpað og í fyrsta sinn var dagskrá send út í beinni útsendingu í sjónvarpi. Eftir athöfnina hylltu milljónir manna hina nýju drottningu sem var aðeins 27 ára og manninn henn- ar, hertogann af Edinborg sem keyrðu um í glitrandi hestakerru. Elísabet er fædd árið 1926 og var fyrsta barn Georgs prins, ann- ars sonar Georgs V. konungs. Afi hennar lést árið 1935 og föður- bróðir hennar Eðvarð VIII var krýndur konungur. Seinna sama ár tók Eðvarð þá ákvörðun að gift- ast Wallis Warfield Simpson sem var bandarísk og fráskilin. Í kjöl- farið var faðir Elísabetar krýndur konungur í hans stað. Elísabet giftist fjarskyldum frænda sínum, Filipusi, árið 1947. Fyrsta barn þeirra hjóna er Karl Bretaprins sem fæddist árið 1948. Elísabet II hefur notið virðingar og vinsælda í Bretlandi frá upphafi og hefur ferðast meira en nokkur annar þjóðhöfðingi Bretlands. Hún var til dæmis fyrst til að heimsækja Suður Ameríku og lönd- in við Persaflóa. Elísabet á fjögur börn með manni sínum Filippusi, Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. Árið 1992 ákvað Elísabet, þá ríkasta kona Englands, að greiða skatta í fyrsta skipti. Þessi ákvörðun markaði tímamót. ■ ■ AFMÆLI Pétur Sigurgeirsson biskup er 85 ára. Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi for- stjóri Eimskips, er 66 ára. Guðmundur Páll Ólafsson náttúru- fræðingur er 63 ára. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræð- ingur er 46 ára. Þór Eldon Jónsson tónlistarmaður er 42 ára. Það má eiginlega segja að éghafi haldið upp á afmælið um hvítasunnuhelgina en þá fór ég norður í sauðburð með barnabörn- um og eiginmanni,“ segir Guðrún Agnarsdóttir læknir. Guðrún sem er 63 ára í dag hefur verið starfandi sem for- stjóri Krabbameinsfélagsins í rúman áratug. Áður starfaði Guðrún einnig sem forstöðumað- ur Neyðarmóttöku Landspítalans. Guðrún segir alltaf gaman að koma í Svarfaðardalinn á þessum árstíma. „Það er gaman að hafa tækifæri til að sýna barnabörnun- um vorlömbin.“ Hvað varðar afmælisdaginn sjálfan telur Guðrún að fjallganga verði fyrir valinu. „Maðurinn minn, Helgi Valdimarsson, fer utan á ráðstefnu einmitt á afmæl- isdaginn og ég hugsa að ég skreppi kannski í fjallgöngu um kvöldið til að byggja upp þrek fyr- ir fjallgöngur í sumar.“ Guðrún ætlar að leggja í langa gönguferð fyrstu helgina í júní en stefnan er tekin á Hvannadalshnjúk með samstarfsfólki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðrún klífur Hvannadalshnjúk. „Við hjónin fórum reyndar þangað 2. júní 2001 þegar ég varð sextug og það var mjög eftirminnilegur afmæl- isdagur í góðum hópi. Hins vegar fengum við vont veður á hnjúkn- um og ekkert skyggni og því lang- ar mig aftur,“ segir Guðrún. Aðspurð segist Guðrún hafa ver- ið mikið afmælisbarn á sínum yngri árum en segist frekar halda upp á það með óvenjulegum hætti hin síðari ár, með fjallgöngum, ferða- lögum og öðru skemmtilegu. ■ AFMÆLI GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR ■ er 63 ára í dag. Hún ætlar að æfa þrekið með fjallgöngu CUBA GOODING JR. Leikarinn er 35 ára í dag. Hann hefur fengist við fleira en að leika því á lokaat- höfn Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984 sýndi hann breikdans. 2. JUNÍ ■ ÞETTA GERÐIST 1865 Bandaríska borgarastyrjöldin tekur enda. 1886 Bandaríkjaforsetinn Cleveland giftir sig í Hvíta húsinu. 1912 Fyrsta stóra stúdíóið í Hollywood var opnað, Universal. 1954 McCarthy kom fram með ásak- anir um að kommúnistar væru innan vébanda CIA. 1965 Fyrstu sveitir ástralska hersins koma til Víetnam. 1970 Kappakstursökumaðurinn Bruce McLaren dó. Bíll hans, McLaren M8D, missti afturhluta sinn á miklum hraða með þeim afleið- ingum að ökumaðurinn lést. Þetta gerðist á Goodwood-braut- inni á Englandi. 1985 Fjöldamorðingjaparið Leonard Lake og Charles Ng var hand- tekið. Þeir voru sekir um grimmdarleg morð á ungum konum í Kaliforníu á miðjum ní- unda áratugnum. ELÍSABET II 51 ár er liðið frá krýningu hennar. Krýningarafmæli Elísabetar ELÍSABET II ■ var krýnd drottning í Westminster Abbey. 1. JÚNÍ 1953 Sýnir barnabörnunum vorlömbin ljúfu Sumarskóli FB verður starf-ræktur í sumar í ellefta sinn. Tæplega 700 nemendur sóttu skól- ann síðasta sumar og er útlit fyrir svipaðan fjölda í ár. Fyrstu nám- skeið hófust á fimmtudag og stend- ur kennsla yfir til og með 25. júní. Magnúsi Ingvarssyni, forstöðu- manni, líst vel á sumarið. „Það eru mjög margir búnir að skrá sig. Þetta hangir svolítið saman við atvinnulífið og það virðist vera heldur erfiðara að fá vinnu núna en í fyrra,“ segir Magnús. „Það er spurning hvort að stjórnvöld myndu ekki vilja grípa þarna inn í og koma fólki í skóla frekar en að láta það vera heima hjá sér. Það væri afar snjallt hjá þeim.“ Boðið er upp á tæplega sjötíu áfanga í skólanum og fer þeim fjölgandi með árunum. Nokkrir mismunandi hópar sækja skólann. Fyrst má nefna framhaldsskóla- nemendur sem vilja flýta fyrir sér í námi. Síðan geta nemendur sem hafa ekki gengið sem skyldi í vetur og jafnvel fallið á sam- ræmdu prófunum fengið einkunn sína hækkaða í skólanum. Auk þess hentar námið vel fyrir nem- endur úr 10. bekk sem vilja undir- búa sig fyrir framhaldsskólanám. Loks má nefna almenning sem hefur áhuga á einstökum áföng- um. Mesta aukningin undanfarin ár felst í nemendum sem eru að ljúka 10. bekk. ■ UMSJÓNARMENN Umsjónarmenn Sumarskólans í FB. Frá vinstri: Ólafur Jónsson, Gunnar Magnús Gunnars- son, Hjördís Hjörleifsdóttir; Torfi Magnússon og Magnús Ingvason. Margir hafa skráð sig í sumarskóla NÁM SUMARSKÓLI FB ■ verður starfræktur í ellefta sinn í sumar. Búist er við um 700 nemendum í þetta sinn. GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR Hélt upp á afmælið um hvíta- sunnuhelgina er hún sýndi barnabörnum sínum vorlömbin. ■ BESTI VINURINN Ég get ekki gert upp á milli Sól-eyjar Ragnarsdóttur og Pálma Sigurðssonar, þau eru bæði mínir bestu vinir,“ segir Emilía Björg Óskarsdóttir, söngkona í Nylon. „Þau eru bæði frábærar manneskj- ur sem hægt er að treysta fyrir öllu, skemmtileg og með góðan húmor.“ ■ DANA CARVEY Grínistinn mikli er 49 ára í dag. Hann hóf feril sinn í sjónvarpi í þáttunum Saturday Night Live árið 1986 og fékk strax góðar viðtökur fyrir eftirhermur sínar. Hann lék annað aðahlutverkið í myndinni Wayne’s World sem byggð var á persónum úr Sat- urday Night Live og hefur síðan leikið í fjölmörgum kvikmyndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.