Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 28
2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Einu sinni ákvað ég að fara í jarð- arför. Vini mínum, sem hafði fengið frídag í vinnunni sökum jarðarfarar hjá stofnanda fyrir- tækisins sem hann vann hjá, fannst allt í einu, þar sem við sát- um og fengum okkur kjúklinga- subway í Austurstrætinu, að hann væri að svíkjast um. Fríið gilti jú allan daginn en útförin tæki að- eins klukkutíma. Við ræddum þetta yfir kafbát- unum og ég upplýsti hann um að ég hefði aldrei í lífinu gerst svo fræg að fara í jarðarför. Ég hafði af þessu töluverðar áhyggjur þar sem ég var á þessum tíma nemi í guðfræði og hafði frétt af einum kennara mínum sem hafði aldrei mætt í jarðarför fyrr en hann stóð sjálfur í hempunni og söng yfir látnum einstaklingi. Þetta var aðdragandi þess að við lögðum af stað upp í kirkju í jarðarför hjá manni sem hvorugt okkar hafði hitt á meðan hann til- heyrði þessum heimi. Mér leið svo- lítið eins og ég væri stödd í útlönd- um þar sem allt er leyfilegt því enginn veit hvort eð er hverjum maður tilheyrir. Ég heillaðist mjög af seremóníunni í kringum kist- una, sem var hvít og ansi fallega skreytt blómum, en í miðri jarðar- förinni varð mér litið yfir kirkju- gesti og varð brugðið. Fyrir fram- an mig sat systir pabba og við hlið hennar amma og við hlið hennar afi. Ég þurfti að hafa mig alla við... Er komið var út úr kirkjunni hikstaði ég og stamaði þegar kom að því að útskýra nærveru mína fyrir skyldfólkinu. Nei, ég er ekki kærasta Óla sem var að vinna í fyrirtækinu hans. Nei, ég er ekki skyld hinum látna. Satt best að segja hef ég aldrei séð manninn sem verið var að jarða. Hvað heit- ir hann, segið þið? Svona eftir á að hyggja er ég bæði glöð og sátt yfir því að hafa sýnt eiginmanni langömmusystur minnar þá lágmarksvirðingu að láta sjá mig við útförina. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRA KARÍTAS ÁKVAÐ AÐ FARA Í JARÐARFÖR ■ Nei, ég þekkti ekki hinn látna © D IS N EY Taktu galdr apróf .... á h eimasíð unni www .klubb ar.is og fin ndu út hvort þú er t norn e ða dís eða h vaða stjör nu þú tilheyr ir. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hringdu strax í síma 522 2020 eða skráðu þig á www.klubbar.is. Óvæntur fylgihlutur fylgir með hverri mánaðarsendingu Galdraskraut að gjöf með annarri sendingu ef þú svarar innan 10 daga Fyrstu tvö blöðin á verði eins 690 kr. fyrir tvö blöð Göldrótt áskriftartilboð að myndasögublaði sem slegið hefur í gegn um allan heim: Hvernig afmælisköku viltu Solla? Svampbotn eða súkkulaði? Súkkulaði! Með súkkulaðibitum og súkkulaðikremi og með súkkulaðispæni og súkkulaðikertum! Líkar mæðgur. Snif f Eru til súkkulaði- gafflar til að borða með? Ég er svo stolt Stundum fela kettir sig undir rúmi, bara til að komast burt frá öllum! ...og þá meina ég frá ÖLLUM!!! Hvar fel ég mig frá mér? Eigum við að spila póker upp á hvor splæsir bjór? Nei, ég hef svo glært andlit að ég gæti eins bara sýnt þér spilin! En ólsen ólsen? Eða lúdó? Ég veit, teflum upp á það! Hættu þessu suði! Ég er búinn að fá nóg af því að þú höstlir af mér bjór í öllu sem við keppum í! Ég nenni þessu ekki! En pictionary þá! Þú ert teiknari, en ég kann ekki einu sinni að gera Óla prik! Einn bjór og eitt vatnsglas, takk! Hvaðan FÆRÐU eiginlega þessar hugmyndir?? Hei, mátt þú lesa Playboy? Má og ekki má... mamma hefur meiri áhyggjur af Calvin & Hobbes!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.