Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. júni 2004 flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.400 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 2. – 8. júní GRÍMSEYJAR 6.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 48 93 06 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.500 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og Bono hefur fordæmt Evrópu-sambandið fyrir að standa ekki við loforð sitt um aðstoð við Afríku. Hann hitti á dögunum alla þróunarmálaráðherra þeirra 34 landa sem eru í Evrópusamband- inu í Dublin. Söngvarinn sagði að góðgerðarstarfsemi dugði ekki lengur til því þörf væri á billjón- um en ekki milljónum. Bono segir þetta fjármagn þurfi til að vinna úr vandamálum Afríku. Bono ákallar nú þjóðir heimsins til að gefa 0,7% af landsframleiðslu til að aðstoða þær þjóðir sem eru þurfandi. Stjarnan hafnaði hins vegar þeim sögusögnum að halda ætti aðra Live Aid-tónleika en þeir fyrstu voru haldnir fyrir um tuttugu árum síðan. Samtökin Data sem fjármögnuð eru af Bono og Sir Bob Geldof ákalla nú bresk stjórnvöld að auka fjármagn í hjálparstarf í Afríku til að bregð- ast við aukinni hjálparþörf og fá- tækt. Einnig hefur verið kallað eftir áætlun frá bresku ríkis- stjórninni þar sem sýnir hvernig ná eigi upp í 0,7% takmarkið. Bono og Geldof hafa nú skrifað til allra þingmanna breska þingsins og beðið þá um að þrýsta á forsæt- isráðherrann Tony Blair og fjár- málaráðherrann Gordon Brown að hækka þá fjárhæð sem fer í þróunarhjálp í Afríku. ■ Britney Spears hefur fengiðleyfi til að halda sína fyrstu tónleika í Kína. Menningarmála- ráðherra landsins hefur veitt leyf- ið með einu skilyrði, að Britney sýni ekki of mikið bert hold á tón- leikunum. Britney mun halda fimm tón- leika í landinu, annars vegar í Shanghai og hins vegar í Peking en tónleikarnir eru liður í tón- leikaferð hennar um heiminn. Menningarmálayfirvöld í Kína hafa beðið tónleikahaldarana að ábyrgjast að Britney fari eftir fyrirmælunum. Verði af tónleik- unum er Britney stærsta stjarnan sem hefur komið fram í landinu. Rolling Stones hættu við tónleika sína í Kína fyrr á þessu ári sökum þess að of flókið var að skipu- leggja þá. ■ Erfið bið veiðimanna eftir upp-hafi laxveiðinnar er á enda. Fyrstu veiðimenn sumarsins hófu laxveiðina í gærmorgun í Borgar- firðinum en þá opnuðu Norðurá í Borgarfirði, Straumarnir og Ferju- kotseyrar. „Laxinn tók fluguna Maríu, sem Kristján Guðjónsson hnýtti og þetta var meiriháttar,“ sagði Bjarni Ómar Ragnarsson, eftir að hann hafði landað og sleppt fyrsta fiski sum- arsins í Norðurá í Borgarfirði í gær- morgun sem var 13 punda lax. Fisk- inn veiddi Bjarni á Brotinu, en sá veiði- staðurinn hefur ekk- ert gefið í heilt ár, vegna vatnsleysis. Það var stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem opnaði ána, en með Bjarna á svæði var varaformaður fé- lagsins, Gylfi Gautur Pétursson. Á Eyrinni á móti þeim voru stjórnarmennirnir Þorsteinn Ólafs og Marinó Marinósson. Rétt eftir að Bjarni formaður setti í laxinn, setti Þorsteinn Ólafs í lax sem slapp eftir stutta baráttu. „Það er allavega líf, en fiskurinn var stutt á,“ sagði Þorsteinn, skömmu eftir að laxinn slapp af hjá honum. Eiríkur St. Eiríksson veiddi lax númer tvö á þessu sumri í Norðurá, en fiskinn veiddi hann á Stokkhylsbrotinu og síðan veiddi Marinó Marinósson þriðja lax- inn, á Eyrinni. Þetta voru laxar kringum 10 pundin. Sturla Birgisson opnaði Straumana í Borgarfirði í gær og einnig opnuðu Ferju- kotseyrar. Í gærdag sáust fyrstu laxar sumarsins í Laxá í Kjós. Gunnar Bender GYLFI GAUTUR PÉTURSSON Bíður færis að taka um sporðinn á fyrsta laxinum í Norðurá, sem var sleppt eftir baráttuna. VEIÐIÞÁTTUR FORMAÐURINN VEIDDI FYRSTA LAXINN Í NORÐURÁ ■ Laxinn kominn í Laxá í Kjós. Erfið bið veiðimanna á enda BRITNEY SPEARS Verður að hylja sig á væntan- legum tónleikum sínum í Kína. ■ TÓNLEIKAR Ekkert bert hold Bono fordæmir ESB ■ FÓLK BONO Á myndinni er Bono ásamt Tom Kitt, þróunarmálaráðherra Íra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.