Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 32
24 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ KVIKMYNDIR Rúmlega 9.000 miðar seldust áspennumyndina The Day Aft- er Tomorrow um helgina. Þetta er önnur stærsta opnun á kvikmynd það sem af er árinu en lokahluti Hringadróttinssögu sló öll met í byrjun árs. Helgin var reyndar óvenju löng þar sem myndin var frumsýnd á miðvikudeginum á undan hvítasunnuhelginni. Sú ákvörðun var tekin til þess að þeir sem ætluðu sér út úr bænum um helgina gætu átt tækifæri á að fara fyrst í bíó. Myndin var sýnd tveimur dögum á undan frumsýn- ingunni í Bandaríkjunum og telst því vera heimsfrumsýning. Tæplega 17 þúsund miðar höfðu selst á myndina á fyrstu sex sýningardögunum. Dreifingaraðilar myndarinnar hér á landi segjast ekki hissa yfir móttökunum enda sé veðrið eitt af uppáhaldsumræðuefni íslensku þjóðarinnar. Í myndinni tryllast veðurguðirnir all svakalega og setja alla heimsbyggðina á annan endann. Brellurnar þykja stór- fenglegar og laða þær áhorfendur í bíósætin. Nú er bara að sjá hvort þriðja myndin um Potter geri ekki betur. ■ [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Oft týnast demantar í fjörunni, innan um öll slípuðu glerbrotin, þegar sjórinn rennir sandinum miskunnarlaust yfir þá. Þetta virðist hafa gerst með aðra plötu Faultline þegar hún var fyrst gef- in út árið 2002. Undarlegt í ljósi þess að á plötunni eru Chris Mart- in úr Coldplay, Wayne Coyne úr Flaming Lips og Michael Stipe úr R.E.M. allir í gestasöngvarahlut- verki. Sem betur fer hefur sjávar- guðinn hjá EMI ákveðið að þessi plata ætti betra skilið, og fleytt henni núna almennilega upp á ströndina. Faultline er hljómsveit plötu- snúðarins David Kosten. Þetta er eitursvöl tónlist, blanda af sveim- andi raftónlist og trip-hoppi. Vel unnin og útfærð plata, greinilega unnin af mikilli listfengni og ást- úð. Einhver Joseph Arthur, sem ég hef ekki heyrt í áður, syngur svo frábæra útgáfu af Rolling Stones- laginu Wild Horses. Það lag hefur eiginlega aldrei höfðað neitt sér- staklega til mín, fyrr en nú. Söngrödd Chris Martin nýtur sín sérstaklega vel í þessari teg- und tónlistar. Síþreytuleg rödd hans á vel við svona dreymandi tóna. Í lögunum Where Is My Boy? og Your Love Means Everyt- hing hljómar hann eins og ný- vaknaður á sunnudagsmorgni og lengra er í vælið en þegar hann syngur með Coldplay. Eitt besta lag plötunnar er þó We Came From Lego Blocks, þar sem Vordul Megilah semur svalt rapp utan um einfalda píanólínu og takt. Mjög auðvelt er að ímynda sér þessa tónlist í athygl- isverðri bíómynd því tónlistin framkallar milljón myndir í hug- anum þegar henni er rennt í gegn. Önnur plata Faultline er ekki bara fín, heldur mjög fín. Kjörin plata til þess að setja á fóninn rétt áður en maður leggst upp í rúm svo tónlistin geti leitt mann í draumaheiminn með bros á vör. Birgir Örn Steinarsson Demantur á ströndinni FAULTLINE YOUR LOVE MEANS EVERYTHING ■ KVIKMYNDIR ■ FÓLK Í FRÉTTUM                     !          " #  $ # "#     % % &   #     '  ( '      '#    # )$ $ * & + ,'   #-  . '                              Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar THE DAY AFTER TOMORROW Bíógestir ruku í bíó í góða veðrinu um helgina til þess að sjá vonda veðrið. 17 þúsund miðar foknir á vonda veðrið Kvikmyndin Ali, sem byggir álífi eins þekktasta hnefa- leikara heims, Muhammads Ali, kemur á næstunni út í tvöfaldri DVD-útgáfu sem kallast „Ali: The Director’s Cut.“ Ekki er hægt að gera ráð fyrir að finna þar sömu mynd og bauðst áhorfendum í sölum kvikmynda- húsanna því Michael Mann, leik- stjóri myndarinnar ákvað að klippa tuttugu mínútur úr fyrri útgáfunni og setja í staðin inn hálftíma af áður óútgefnu efni. „Þetta er öðruvísi útgáfa en myndin sem fór í bíó,“ sagði Mann, sem segist samt sem áður vera mjög sáttur við þá útgáfu sem við höfum áður getað séð. „Kvik- myndaútgáfan var sú sem ég vildi hafa en það eru aðrar áherslur á þessari DVD-útgáfu. Meiri tíma er varið í pólitíska landslagið á þess- um árum og stöðu Ali innan þess, sérstaklega í Afríku.“ Mohammed Ali, sem áður hét Cassius Marcellus Clay, kynntist Malcolm X, frægum talsmanni Þjóðar Íslam en líf hans hefur einnig verið fært á hvíta tjaldið. Það var í gegnum kynni hans af Malcolm X sem pólitísk vitund Alis vaknaði og hann skipti um nafn. ■ Auka hálftími af Ali WILL SMITH Í hlutverki boxarans Muhammad Ali. BarbraStreisand neyddist til þess að borga ljós- myndara sem hún fór í skaða- bótamál við all- an málskostnað eftir að dómari hafði úrskurðað honum í hag. Ljósmyndarinn hafði birt myndir af heimili Streisand á heimasíðu sinni vegna umhverfisrannsókna sinna. Þetta fór í taugarnar á söngkonunni, sem krafðist 10 milljóna dollara í skaðabætur. Dómarinn sá málið ekki sömu augum og söngkonan og skipaði henni að greiða ljósmyndaranum allan þann pening til baka sem hann hafði lagt út í lögfræði- kostnað. [ TÓNLIST ] TOP 20 - X-IÐ 97.7 - VIKA 22 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Duality SLIPKNOT Cold Hard Bitch JET Float On MODEST MOUSE Check It Out BEASTIE BOYS Slither VELVET REVOLVER Talk Show Host On Mute INCUBUS Matinée FRANZ FERDINAND Nosirrah Egroeg LOKBRÁ Fit But You Know It THE STREETS Rising DOZER The Others HOFFMANN Run SNOW PATROL Kiss Of Life SUPERGRASS Up At The Lake THE CHARLATANS Sing For Absolution MUSE There Is No Home For You Here THE WHITE STRIPES Orpheus ASH Angel In Disguise MÍNUS Winning Days THE VINES Love Is Only A Feeling THE DARKNESS SLIPKNOT Harðari verða sveitirnar í efsta sæti X-list- ans nú varla. * - Umsjónarmenn stöðvarinnar velja á listann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.