Fréttablaðið - 04.06.2004, Page 1

Fréttablaðið - 04.06.2004, Page 1
● á kapital Nafnlaus: ▲ SÍÐA 35 Spila á 306o kvöldi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR ÞRÍR LEIKIR Í KVÖLD Þrír leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld. Þór tekur á móti Breiðabliki á Akureyri, á Hlíðarenda mætast Valsmenn og Njarðvíkingar og Haukar sækja HK heim á Kópavogsvelli. Leikirnir hefjast allir kl. 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM í borginni og víða vestan, norðan og austan til. Fremur skýjað með suðausturströndinni og stöku skúrir, einkum þar. Áfram milt. Sjá síðu 6. 4. júní 2004 – 150. tölublað – 4. árgangur EKKI Í JÚNÍ Halldór Ásgríms- son telur nánast vonlaust að hægt sé að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög- in samhliða for- setakosningun- um sem fram fara í júní. Sjá síðu 2 LÍKFUNDARMÁLIÐ Ríkissaksóknari hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur ákærur og málsskjöl þau er varða þá þrjá aðila sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa átt þátt í dauða Litháans Vaidasar Jucevicius í febr- úar síðastliðinn. Sjá síðu 4 ÁGREININGUR UM MÁLSKOT Þór Vilhjálmsson segir ráðherra fara með vald forseta og það megi ekki synja lögum án samráðs við ráðherra. Sigurður Líndal telur að afskipti ráðherra væru brot á stjórnar- skránni. Sjá síðu 6 KÆRA FÆRSLU HRINGBRAUTAR Samtök um betri byggð og Höfuðborgar- samtökin hyggjast kæra framkvæmdir við Hringbraut í Vatnsmýri. Talsmenn hópsins segja legu nýrrar Hringbrautar festa flug- völlinn endanlega í sessi. Sjá síðu 8 4 . J Ú N Í T I L 1 0 . J Ú N Í 2 0 0 4 NR . 22 . 2004 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Margrét Lára Viðarsdóttir: Hátíð hafsins um helgina Trommari með sítt hár sem vinnur í leikskóla Enn í útskriftardragtinni eftir 50 ár Sannkallaðir töfravettlingar Brúðkaupsþátturinn Já Undrabarn í fótbolta og þolir ekki að tapa Margrét Lára Viðarsdóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Undrabarn í fótboltanum birta ● sortuæxli og sólardýrkun 36%50% Kvikmyndir 38 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Sigríður Arnardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Pinnahælar og töfraflíspeysa ● matur ● tíska ● heimili Harry Potter: ▲ SÍÐA 30 Og fanginn í Azkaban ● frumsýnd í dag SÞ, AP Íraska bráðabirgðastjórnin vill að alþjóðaliðið undir forystu Bandaríkjanna verði áfram í land- inu en krefst þess að fara með völdin í öryggismálum. Hoshyar Zebari, utanríkis- ráðherra bráðabirgðastjórnarinn- ar, sagði á fundi öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í gærkvöldi að ályktun sem ráðið samþykkti um valdaskipti í Írak yrði að fela í sér hvernig samskiptum ríkisstjórnar- innar og fjölþjóðahersins skyldi háttað. Um það er ekki kveðið í ályktunartillögu Bandaríkjamanna og Breta. Zebari sagði að þar yrði annars vegar að tryggja að full- veldi Íraks yrði ekki skert og hins vegar að fjölþjóðaherinn væri í að- stöðu til að verja sig. Hann varaði við ótímabærri brottför fjölþjóða- liðsins sem myndi valda neyðar- ástandi og hjálpa hryðjuverka- mönnum við ódæðisverk sín. Zebari lagði að auki áherslu á að íraska þjóðin yrði að fá full- komið fullveldi í sínar hendur, því þyrfti ályktun Sameinuðu þjóð- anna að veita bráðabirgðastjórn- inni völd til að stjórna náttúru- auðlindum Íraks. Öryggisráðið ræddi tillögu Bandaríkjamanna og Breta á fundi sínum í gærkvöldi en Frakk- ar, Rússar og Kínverjar auk fleiri þjóða hafa krafist breytinga. ■ MÁLSKOT „Það er óhjákvæmilegt ann- að en að boða til atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í Kast- ljósinu í gær. Hann sagði einnig að með synjun á staðfestingu fjölmiðla- laganna væri forseti Íslands að ganga erinda ákveðins fyrirtækis og átti þar við Norðurljós. Davíð sagði að enginn hefði hing- að til véfengt þá fullyrðingu sem hann hafi sett fram fyrir skömmu um að forsetinn væri vanhæfur í fjölmiðlamálinu vegna persónulegra tengsla sinna við Baug. „Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir ákveðið fyrirtæki og mér finnst allt benda til þess að Ólafur sé ekki að ganga erinda almennings í landinu heldur þess fyrirtækis. Hann er ekki að ganga erinda þjóð- arinnar heldur liggur fyrir að þessir aðilar eru helstu stuðningsmenn forsetans og því hefur enginn neitað,“ sagði Davíð. Davíð skýrði frá því að hann hefði haft fund í gær með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsókn- arflokksins, þar sem þeir hafi sam- mælst um að halda skyldi þjóðar- atkvæðagreiðslu svo fljótt sem auð- ið er. Davíð sagði málið væri hins vegar flókið svo að hópi lögfræðinga hefði verið falið að kanna hvernig standa ætti að þjóðaratkvæða- greiðslunni. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær hún yrði. Halldór Ásgrímsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og Davíð hefðu orðið sammála um í gær að það væri nánast vonlaust að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á sama tíma og forsetakosningar nú í júní. Davíð sagði enn fremur í Kastljósinu að ríkisstjórnin myndi ekki beita sér í kosningabaráttu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar, að ekki væru fjármunir til þess. Hins vegar hafi fjölmiðlar Norð- urljósa tækifæri og fjármagn til þess að beita sér harkalega í áróðri gegn fjölmiðlalögunum. Vísaði Dav- íð til þeirra „óvenjulega hatrömmu árása“ sem fjölmiðlar Norðurljósa hefðu haft uppi gegn frumvarpinu á síðustu tveimur mánuðum. Hann sagði að forsetinn hefði varpað sprengju inn í þjóðlífið. „Það hefur verið boðað til ófriðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka þátt í þeim ófriði,” sagði Davíð Davíð sagðist ekki vera ánægður með ákvörðun forseta. „Ég er ekki ánægður með að þessu umdeilda ákvæði skuli loksins beitt núna af ekki stærra tilefni. Þetta er ekki stórkostlegt hagsmunamál fyrir fólkið í landinu eins og önnur mál á borð við upptöku dauðarefsingar eða inngöngu í Evrópusambandið. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur ekki farið fram síðan við greiddum at- kvæði um að Ísland væri fullvalda ríki og að leggja þetta mál að jöfnu við það er með öllu óútskýranlegt.“ Davíð svaraði ekki símtölum Fréttablaðsins í gær og varð ekki við beiðni um viðtal. Fréttablaðið beið hans fyrir utan útvarpshúsið á Efstaleiti að loknu Kastljósi, en Davíð vildi ekki svara spurningum blaðamanns. albert@frettabladid.is sda@frettabladid.is Sjá nánar síður 2, 6, 20 og 21 Bráðabirgðastjórn Íraks samþykkir veru herliðs en vill aukin völd: Vilja ráða öryggismálum sjálfir Forsætisráðherra heitir þjóðaratkvæðagreiðslu Forsetinn gangi erinda Norðurljósa. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um fjölmiðlalögin við fyrsta tækifæri. Ríkisstjórnin mun ekki beita sér í kosningabaráttu vegna fjölmiðlalaga. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra í Kastljósi í gær. ÍRASKIR VÍGAMENN Fjölþjóðaher er nauðsynlegur til að halda uppi röð og reglu segir Íraksstjórn. DAVÍÐ ODDSSON, FORSÆTIS- RÁÐHERRA Í KASTLJÓSINU Í GÆR Davíð kom fram í Kastljósi ríkissjónvarps í gær, í fyrsta sinn eftir yfirlýsingu forseta Íslands um að hann myndi synja fjölmiðla- lögunum staðfestingu. Davíð hefur neitað öðrum fjölmiðlum en RÚV um viðtal. Málflutningi lokið: Beðið eftir niðurstöðu LANDSSÍMAMÁLIÐ Aðalmeðferð í Landssímamálinu svokallaða lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi en hún hafði þá staðið í tvo daga. Saksóknari krafðist þess að sakborningarnir yrðu dæmdir til refsingar. Hann sagði brotavilja Sveinbjörns Kristjánssonar hafa verið einbeittan og ótrúverðugt að aðrir sakborningar hefðu ekki gert sér grein fyrir að fé sem þeir fengu væri illa fengið. Verjandi Sveinbjörns krafðist vægustu refsingar og vísaði til þess að hann hefði verið sam- vinnufús við lausn málsins. Verj- endur annarra sakborninga kröfð- ust þess að þeir yrðu sýknaðir. Sjá síðu 12 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.