Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 4
4 4. júní 2004 FÖSTUDAGUR Var rétt af forsetanum að skjóta fjölmiðlalögum til þjóðar- atkvæðagreiðslu? Spurning dagsins í dag: Er offita heilbrigðisvandamál á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 22% 78% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Hlutafjárútboð Medcare Flögu: Bakkabræður kjölfesta fyrirtækisins HLUTAFJÁRÚTBOÐ Meiður holding er stærsti hluthafinn í svefnrannsókn- arfyrirtækinu Medcare Flögu eftir hlutafjárútboð félagsins. Stærstu eigendur Meiðs eru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stjórnendur Bakkavarar. Medcare Flaga efndi til hlutafjárútboðs í kjölfar kaupa á svefnrannsóknar- fyrirtækinu Sleep Tech. Meiður keypti megnið af nýju hlutafé, en Burðarás keypti einnig. Meiður er einnig stór hluthafi í KB banka sem sá um útboðið. Medcare Flaga lenti í hremmingum eftir útboð sitt sem dregið hefur úr áhuga fjárfesta. Ágúst Guðmunds- son segir að í sjálfu sér sé ekki hægt að neita því að eftirspurnin eftir bréfunum hafi ekki verið mikil. „Þessi fjárfesting er af okkar hálfu vegna þess að við höfum mikla trú á fyrirtækinu og stjórnendum þess. Fyrirtækið er í spennandi útrás á markaði sem er í örum vexti.“ Hann segir fjárfestinguna falla vel að þeirri fjárfestingarstefnu sem Meiður hefur mótað sér sem er að fjárfesta í vaxtarfyrirtækjum í útrás. Forstjóri Medcare Flögu sýndi einnig trú sína á framtíð fyrirtækis- ins í verki og fjárfesti fyrir 90 millj- ónir í fyrirtækinu í gær. ■ Ekki ákærðir fyrir manndráp Ríkissaksóknari hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur ákærur og máls- skjöl þau er varða þá þrjá aðila sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa átt þátt í dauða Litháans Vaidas Jucevicius síðastliðinn febrúar. DÓMSMÁL Embætti ríkissaksóknara hefur yfirfarið rannsóknargögn þau er varða andlát Litháans Vaidas Juceviciusar, sem fannst í höfninni á Neskaupstað í febrúar síðast- liðnum. Í framhaldinu hafa verið birtar ákærur á hendur Grétari Sig- urðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakauskas, fyrir að hafa staðið að innflutningi á 223 grömmum af metamfetamíni því sem Vaidas bar innvortis og sannað þykir að hafi orðið honum að bana. Þremenningunum er ennfremur gefið að sök að hafa ekki komið Vaidas til hjálpar í lífsháska þegar hann veiktist heiftarlega daginn eftir komuna hingað til lands vegna stíflu í mjógirni af völdum fíkni- efnapakkninga sem þrem dögum síðar dró hann til dauða. Þriðja ákæran á hendur mönnunum þrem- ur varðar ósæmilega meðferð á líki Vaidasar en fram hefur komið að lík hans var flutt austur á Neskaupstað þar sem því var sökkt í sæ við höfn- ina þar sem líkið fannst skömmu síðar fyrir hreina tilviljun. Ákærur ríkissaksóknara varða tvær greinar almennra hegningar- laga. Annars vegar 221. grein sem kveður á um að menn geti hlotið allt að tveggja ára fangelsisdóm fyrir að gera ekki sitt ýtrasta til þess að bjarga öðrum manni frá dauða. Hins vegar 124. grein sem kveður á um röskun á grafhelgi eða ósæmi- lega meðferð á líki. Það ákvæði varðar sekt eða fangelsi allt að hálfu ári. Í yfirlýsingu ríkissaksóknara kemur fram að ákært verður vegna fíkniefnainnflutningsins en ekki vísað til sérstakrar málsgreinar vegna þess en samkvæmt 173. grein er hægt að dæma sakborninga í allt að 12 ára fangelsi fyrir viðskipti með ávana- og fíkniefni. Ekki náðist í ríkissaksóknara til að staðfesta þetta. albert@frettabladid.is Sprengdi alríkisbyggingu: Vilja dauðadóm OKLAHOMA, AP Saksóknarar í máli Terry Nichols, samsærismanns Timothy McVeigh í sprengju- tilræði á alríkisskrifstofunnar í Oklahoma árið 1995, krefjast dauðdóms. Kviðdómurinn hlýddi á 65 vitni saksóknara sem flest voru ættingjar hinna látnu. Á mánudag flytja verjendur Nichols sitt mál til fá lífi hans þyrmt. Hann afplánar nú þegar lífstíðarfangelsisdóm. Nichols var í síðustu viku dæmdur fyrir að drepa 160 manns og eitt fóstur í sprengjutilræðinu, þar sem 168 manns létu lífið. ■ Ísland kynnt í Bandaríkjunum: Kostar 355 milljónir LANDKYNNING Um 355 milljónum króna, fimm milljónum Banda- ríkjadollara, verður varið í um- fangsmikla landkynningu á Íslandi í Bandaríkjunum. Samningur samgönguráðu- neytisins og átta íslenskra fyrir- tækja, sem selja vörur og þjón- ustu vestanhafs undir merkjum Iceland Naturally, var endur- nýjaður í Washington-borg á miðvikudag. Fjármunirnir koma frá þeim fyrirtækjum sem að verkefninu standa og íslenska ríkinu. Samn- ingurinn er til fjögurra ára og tekur gildi við lok þess fyrri eða þann 1. janúar 2005. Kynningin beinist að ákveðn- um markhópum sem rannsóknir sýna að vilji vita meira um Ísland, kaupa íslenskar vörur eða ferðast til landsins. Þetta kemur fram á vefsíðu sam- gönguráðuneytisins. ■ Var að spranga: Hrapaði tíu metra VESTMANNAEYJAR Drengur á fimmtánda ári hrapaði um tíu metra niður úr Spröngunni í Vestmannaeyjum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk fregnir af slysinu klukkan 11.19 í gær. Hún segir þónokk- urn fjölda barna hafa verið að leik við bergið á vegum grunn- skólans. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús bæjarins þar sem hann kvartaði undan höfuðverk. Þaðan var ákveðið að flytja hann til Reykjavíkur og sótti þyrla Landhelgisgæslunnar hann og flutti á Landspítalann - háskóla- sjúkrahús. ■ Danir fjárfesta í Össuri: Kaupa fyrir rúman milljarð VIÐSKIPTI Danskt fyrirtæki, Willi- am Demant Invest hefur keypt 6,28 prósenta hlut í stoðtækja- fyrirtækinu Össuri fyrir 1,1 millj- arð króna. „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi fyrir okkur,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. „Við erum stolt af því að Össur hafi orðið fyrir valinu sem næsta lykilfjárfesting þeirra.“ Gengið í viðskiptunum var 55,5. Hlutann seldi Mallard Hold- ing sem er í eigu Össurar Krist- inssonar stofnanda Össurar. Eftir söluna nemur eign hans 18,7 pró- sentum. Fyrir er sænska fyrir- tækið Industrivälden næststærsti hluthafi Össurar. Að sögn Niels Jacobssen, stjórnarformanns William Demant Invest, eru kaup- in langtímafjárfesting sem fellur vel að fjárfestingarstefnu félags- ins. ■ Fjárfesting Bakkavarar í Geest: Bætti við sig þriðjung VIÐSKIPTI Bakkavör hefur aukið hlut sinn í breska matvælafyrir- tækinu Geest. Hlutur Bakkavarar er nú tæp- lega fimmtán prósent og er verð- mætið um átta milljarðar króna. Bakkavör keypti ríflega tíu pró- senta hlut fyrir helgi og gaf þá út yfirlýsingu um að ekki yrði stefnt að yfirtöku að sinni. Samkvæmt breskum reglum má Bakkavör því ekki gera yfirtökutilboð á næstu sex mánuðum. Eftir það eru líkindi til þess að Bakkavör reyni að eignast breska fyrir- tækið að fullu. ■ GRÉTAR SIGURÐARSON Hann hefur játað aðild sína að málinu og vissi af fíkniefnum þeim er Vaidas bar innvortis við komu hingað til lands. Þeir Tomas og Jónas heimsóttu hann á Neskaupstað en þar dvaldi hann á heimili móður sinnar, að sögn, til að ná sér eftir slæmt raflost við vinnu sína. Blóð úr Grétari og hinum látna fannst í bifreið í hans eigu. BAKKABRÆÐUR STÆRSTIR Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu, sýndi trú sína á fyrirtækinu með 90 milljón króna kaupum. Stjórnendur Bakka- varar hafa einnig væntingar til fyrirtækisins, en þeir eru nú stærstu hluthafar Medcare Flögu með ríflega 23 prósenta hlut. – hefur þú séð DV í dag? Hágrét í réttarsalnum Kínversk stjórnvöld búa sig undir 15. ártíð morðanna: Andófsmenn hverfa KÍNA Þekktir andófsmenn hafa horf- ið eða verið hrepptir í stofufangelsi undanfarna daga og er talið að það tengist því að í dag eru liðin 15 ár frá því kínversk stjórnvöld beittu hernum til að kveða niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar eða Tiananmen. Þá létust nokkur hund- ruð manns, hið minnsta. Að sögn BBC eru Jiang Yanyong læknir og kona hans horfin en Jiang skrifaði stjórnvöldum bréf í febrú- ar og hvatti þau til að viðurkenna mistök í því hvernig tekið var á mótmælunum. Dóttir þeirra segist í samtali við fréttavef BBC hafa krafist rannsóknar á hvarfi hans og móður sinnar og telur yfirvöld leyna sig upplýsingum. Greint er frá öðrum andófs- mönnum sem eru horfnir og jafn- framt því að lokað hafi verið fyrir síma annarra andófsmanna. „Ég er undir eftirliti allan sólar- hringinn,“ sagði Ding Zilin, sem er í forsvari samtaka sem nefnast Tiananmen-mæðurnar en í þeim eru foreldrar námsmanna sem létu lífið þegar skriðdrekar voru sendir gegn óvopnuðum mótmælendum. ■ STAÐIÐ Í VEGI FYRIR SKRIÐDREKUM 4. júní 1989 sendu kínversk stjórnvöld hermenn gráa fyrir járnum til að kveða niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar. Mörg hundruð manns, hið minnsta, létu lífið. TOMAS MALAKAUSKAS Tomas er frá sama bæ í Litháen og Vaidas Jucevicius, en hefur verið bú- settur hérlendis um nokkurra ára hríð. Hann hafði bifreiðina, sem notuð var til að flytja lík Vaidasar austur á land, til umráða og var lykilmaður í að fá Vaidas hingað til lands með þau fíkni- efni sem síðar drógu hann til dauða. Tomas hefur viðurkennt sök sína. JÓNAS INGI RAGNARSSON Jónas er sá eini þeirra félaga sem enn heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu og hefur ekki játað aðild að málinu. Jónas hefur haldið fram að einu samskipti hans við áðurnefndan Vaidas hafi verið vegna kaupa á sumarhúsum frá Litháen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.