Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 20
Lög um breytingu á útvarpslög-um, nr. 53/2000, og samkeppn- islögum, nr. 8/1993. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. útvarpslaga, nr. 53/2000: a. 2. mgr. orðast svo: Menntamálaráðherra skipar þrjá menn í útvarpsréttarnefnd til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar en einn skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formað- ur nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og skal vara- maður formanns jafnframt vera varaformaður nefndarinnar. Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskil- yrði héraðsdómara. Nefndinni er heimilt að kalla sér til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða aðila eftir því sem hún telur þörf á. b. Á eftir 3. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi: Útgáfa útvarpsleyfis er háð eft- irfarandi skilyrðum: a. Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri. Einnig er óheimilt að veita útvarpsleyfi fyrirtæki sem er að meira en 5% í eigu fyrirtækis eða fyrirtækja- samstæðu í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta. Þetta á þó ekki við ef ársvelta markaðs- ráðandi fyrirtækis eða fyrirtækja- samstæðu á síðastliðnu reiknings- ári eða eftir atvikum síðastliðnum 12 mánuðum er undir tveimur milljörðum kr. Telja skal með veltu móður- og dótturfyrirtækja fyrirtækja innan sömu fyrirtækja- samstæðu og fyrirtækja sem markaðsráðandi fyrirtækið eða fyrirtækjasamstæðan hefur bein eða óbein yfirráð yfir. Þá er óheimilt að veita fyrirtæki út- varpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því. Sömuleiðis er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef fyrir- tæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga samanlagt meira en 35% eignarhlut í því. Jafnframt er óheimilt að veita fyrirtæki út- varpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu er út- gefandi dagblaðs, á hlut í útgef- anda dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyrirtæk- is eða fyrirtækjasamstæðu. b. Ákvæði a-liðar á einnig við ef á milli fyrirtækja eru önnur náin tengsl en samstæðutengsl sem leitt geta til yfirráða. Með umsóknum um útvarps- leyfi skulu fylgja upplýsingar sem gera útvarpsréttarnefnd kleift að meta hvort skilyrðum 4. mgr. sé fullnægt og útvarpsréttarnefnd telur nauðsynlegar. Við mat á því hvort fyrirtæki eða fyrirtækja- samstæða sé í markaðsráðandi stöðu skal útvarpsréttarnefnd leita álits Samkeppnisstofnunar. Skylt er þeim aðilum sem út- varpsleyfi hafa að tilkynna út- varpsréttarnefnd um allar breyt- ingar sem verða á eignarhaldi eða öðrum skilyrðum sem kveðið er á um í 4. mgr. Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað útvarpsleyfi ef breytingar verða á eignarhaldi eða öðrum skilyrðum þannig að í bága fari við ákvæði 4. mgr. Þó skal veita leyfishafa frest í allt að 120 daga til að koma eignarhaldi eða öðrum skilyrðum í það horf að samrýmist ákvæðunum. Hafi eignarhaldi ekki verið komið í það horf að samrýmist ákvæðum lag- anna innan framangreindra tíma- marka skal leyfishafa vera heim- ilt að krefjast úrskurðar við- skiptaráðherra um sölu viðkom- andi eignarhlutar. Viðskiptaráð- herra skal þá með úrskurði skylda hlutaðeigandi til að selja þann eignarhlut sem ekki er samrým- anlegur ákvæðum 4. mgr. innan mánaðar. Hafi sala þá ekki farið fram skal afhenda viðskiptaráð- herra hlutabréfin eða skilríki fyrir eignarhlutnum ásamt undir- rituðu söluumboði. Hann skal þá fela óháðu verðbréfafyrirtæki að selja þann eignarhlut sem um ræðir til aðila sem uppfyllir skil- yrði laganna. 20 4. júní FÖSTUDAGUR KERFIÐ HRUNDI Tölvukerfi sem breska flugumferðarstjórnin notast við hrundi og lá niðri í tvo tíma í gærmorgun. Fáar flugvélar fóru á loft meðan á þessu stóð og miklar tafir urðu á flugsamgöngum. EFNAHAGSMÁL Bretland er helsta útflutningsland þjóðarinnar og Þýskaland helsta innflutnings- land. Þá er Evrópska efnahags- svæðið þýðingarmesta markaðs- svæði Íslendinga, jafnt í útflutn- ingi sem í innflutningi. Frá þessu er greint í Hagtíðindum Hagstof- unnar sem út komu í gær, en þar er fjallað um utanríkisverslun með vörur árið 2003. Halli á vöruskiptum við útlönd í fyrra nam 16,9 milljörðum króna. Fluttar voru út vörur fyrir 182,6 milljarða króna en inn fyrir 199,5 milljarða króna. Árið 2002 var hins vegar rúmlega 13 millj- arða afgangur. Í frétt Hagstofunn- ar kemur fram að útflutningur hafi dregist saman um 11 prósent milli áranna 2002 og 2003, meðan innflutningur hafi aukist um fjög- ur prósent. Sjávarafurðir nema 62 pró- sentum alls útflutnings þjóðarinn- ar, en iðnaðarvörur 34 prósentum. Í innflutningi eru stærstu vöru- flokkarnir sagðir vera hrá- og rekstrarvörur, fjárfestingavörur og neysluvörur. ■ 1. Lýðræði, frelsi og mannréttindi eru grundvöllur ís- lenskrar stjórnskipunar. 2. Fjölþætt tækifæri til að tjá skoðanir, meta stefnur og strauma og fá traustar fréttir af innlendum og erlendum vettvangi eru mikilvægar forsendur þess að lýðræði okk- ar séu lifandi veruleiki. 3. Fjölmiðlar eru í nútímasamfélagi sá tengiliður sem skapar almenningi aðstöðu til að njóta slíkra réttinda. Fjölbreyttir og öflugir fjölmiðlar eru ásamt þrískiptingu ríkisvaldsins skilyrði fyrir því að lýðræðislegt þjóðfélag geti þrifist og þroskast. 4. Þrískipting ríkisvaldsins er tryggð í stjórnarskránni en fjölmiðlarnir eiga sér flóknari rætur. Þess vegna er nauð- synlegt að lög og reglur sem um þá gilda þjóni skýrt markmiðum lýðræðisins og víðtæk sátt ríki um slík lög og víðtækt þjóðfélagslegt samkomulag þarf að vera um hvernig þrískiptingu ríkisvaldins er háttað. 5. Fjölmiðlarnir eru svo mikilvægir í lýðræðisskipan nú- tímans að þeir eru tíðum nefndir fjórða valdið. Margir telja að fjölmiðlarnir hafi meiri áhrif á hið raunverulega lýðræði sem þjóðir búa við en formlegar reglur um vald- mörk helstu stofnana. Í stjórnarskrá okkar segir: „Rit- skoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“ 6. Sjálfstæðir og öflugir, fjölbreyttir og frjálsir fjölmiðlar eru hornsteinar lýðræðisins. 7. Á tímum vaxandi alþjóðavæðingar eru gróskumiklir ís- lenskir fjölmiðlar einnig forsenda þess að við varðveitum áfram íslenska tungu, búum við sjálfstæða menningu og get- um metið heimsmálin á eigin forsendum. Kraftmikil íslensk fjölmiðlun styrkir stöðu okkar í samkeppni við erlenda miðla og gegnir lykilhlutverki við að tryggja að íslensk menning og tunga haldi stöðu sinni og eflist á nýrri öld. 8. Að undanförnu hafa verið harðar deilur um þann laga- grundvöll fjölmiðlanna sem mótaður er í frumvarpi sem Alþingi hefur nú afgreitt. Það hefur og ítrekað verið fullyrt að þetta lagafrumvarp muni hvorki standast stjórnarskrá né alþjóðlega samninga. Réttmæti þeirra fullyrðinga munu dómstólar meta. Mikilvægt er hins vegar að lagasetning um fjölmiðla styðjist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niðurstöður. 9. Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðl- arnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa. 10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnar- skrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kost- ur er“. 12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okk- ur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum við stjórnskipan þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið. Bessastöðum 2. júní 2004 Ólafur Ragnar Grímsson Yfirlýsing forseta Íslands Lög um eignarhald á fjölmiðlum TALAÐ Í FARSÍMA Ólíkt nágrönnum sínum í norðri mega Suður-Kóreumenn enn nota farsíma. Norður-Kórea: Farsímar bannaðir KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður- Kóreu hafa bannað notkun far- síma, aðeins einu og hálfu ári eft- ir að þau leyfðu að þeir yrðu kynntir til sögunnar í þessu ein- angraða ríki. Fyrir nokkrum mán- uðum var talið að 20.000 farsímar væru í notkun í Norður-Kóreu. Að auki hafa þau hafið bygg- ingu vírgirðingar við landamærin að Kína til að koma í veg fyrir smygl. Norður-Kóreubúar sem búa nálægt kínversku landamær- unum hafa verið skikkaðir í þegn- skylduvinnu við að reisa nær þriggja metra háa girðinguna, að sögn suður-kóresks dagblaðs. ■ Í SUNDAHÖFN Vörur streyma til og frá landinu allt árið um kring. Í fyrra var halli á vöruskiptum við út- lönd upp á tæpa 17 milljarða króna, en í Hagtíðindum Hagstofunnar kemur fram að 13 milljarða afgangur hafi verið árið áður. Utanríkisverslun með vörur í fyrra: 17 milljarða halli á vöruskiptum við útlönd FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.