Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 22
Óhugur er í Íslendingum eftir hina skelfilegu atburði semáttu sér stað við Hagamel aðfaranótt mánudags. Hin ólán-sama kona og sonur hennar sem eftir lifa eiga erfiðast allra. Faðir barnanna, aðrir ættingjar, vinir, skólafélagar, nágrannar og allir aðrir spyrja hvers vegna þetta gerist en fá engin svör. Öllum er brugðið. Það er mikilsvert á stundum sem þessum að trúa ekki öllu því sem sagt er. Það er þannig að til Fréttablaðsins berst fjöldi ábendinga, eða réttara sagt sagna, um þetta ólánsama fólk. Langflestar eiga þær sögur það sameiginlegt að vera alrangar. Eigi að síður endurspegla þær það sem margt fólk er að tala um. Allra best er að allir láti getgátur eða hálfsagðar sögur fram hjá sér fara og leggi ekki trúnað á allt sem sagt er. Sorgin er næg og það má ekki bæta á hana með áburði á þá sem mest þurfa að þola. Hlutverk lögreglu, presta og fjölmiðla er mikið og alvarlegt í málum sem þessum. Fjölmiðlar verða að vanda vinnu sína sem mest þeir geta og á sama hátt verða þeir sem búa yfir upplýs- ingum að koma þeim til fjölmiðla svo fólk fái fréttir af gangi rannsóknarinnar á þann hátt að hægt sé að treysta þeim í einu og öllu og fréttir fjölmiðla komi í veg fyrir að söguburðurinn verði til þess að valda meiri skaða en orðinn er. Það er þannig að fólk hringir í fjölmiðla og fullyrðir eitt og annað sem það segist vita og jafnvel að það hafi þekkt til. Það er fjölmiðla að athuga réttmæti þeirra ábendinga og flytja réttar fréttir af málinu. Til að það takist sem best verður lögregla að veita þær upplýsingar sem eru réttastar hverju sinni og eðlilegt er að birtist. Öfgar í báðar áttir, það er of miklar fréttir eða of litlar fréttir af þessu hörmulega máli, valda skaða. Hugur okkar er hjá þeim sem sárast urðu úti. Það er einlæg bæn allra að guð almáttugur verndi og blessi það fólk sem mestu sorgina ber. Við hin verðum að gæta okkar og umgangast þolendur alla og málið með virðingu. Í fámennum samfélögum hafa atburðir eins og þeir sem urðu við Hagamel aðfaranótt mánudags mikil áhrif. Fólk þekkist eða kannast hvert við annað, meira en halda má áður en reynir á. Þess vegna snertir hvert tapað líf hlutfallslega fleiri en það ger- ir í milljónasamfélögum. Þess vegna er þjóðin öll spyrjandi en hún verður að bíða svara. Þau koma, en eflaust er útilokað að þau svari öllum spurningum sem brenna á fólki. Geri þau það ekki nær það ekki lengra. Það er svo margt sem engin svör eru við og í þeim tilfellum er best að biðja fyrir þeim sem mest líða og óska þess að tíminn og bænirnar dragi úr sársaukanum. Hann mun þó aldrei hverfa að fullu. Frambjóðendur á móti Forsetaframbjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson eru ekki sáttir við að Ólafur Ragnar Gríms- son hafi skotið fjölmiðlalögunum til úrskurðar þjóðarinnar. Þeir telja lögin ekki það mikilvæg að það hafi verið við hæfi. Að auki tek- ur Ástþór undir með Davíð Oddssyni og fé- lögum að forsetinn sé vanhæfur í málinu vegna ýmiss konar sambands hans við forráða- menn Norður- ljósa. Spurning- in er hvort þessi afstaða þeirra verður þeim til framdráttar í forsetakosning- unum. Ekki skyldi það útilokað og vel má vera að andstæðingar Ólafs Ragn- ars, sem einkum eru í hópi sjálfstæð- ismanna, telji þá félaga nú vænlegri forsetaefni en áður. Ólíklegt er þó að Ólafur Ragnar hafi ástæðu til að skjál- fa á beinunum að svo stöddu. Lögheimili R-listans? Reykjavíkurlistinn er tíu ára gamall um þessar mundir. Það er svo sem ekki hár aldur, a.m.k. ekki ef miðað er við öldunginn Sjálfstæðisflokkinn, sem hélt upp á 75 ára afmæli á dög- unum. En þó tilefni til að gleðjast yfir árangrinum, völdum og áhrifum, og það verður gert með dansleik á Hótel Borg á laugardaginn, þar sem Þórólf- ur Árnason borgarstjóri og borgarfull- trúar listans taka á móti gestum. Það vekur athygli að fréttin um þenn- an dansleik R-listans barst fjölmiðlum frá skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur undirrituð af aðstoðar- manni hans, Eiríki Hjálmarssyni. Menn velta því fyrir sér hvort þetta merki að R-listinn líti á sig sem opinbera stofnun með lögheimili í Ráð- húsinu. Er ekki verið að rugla saman stjórnmálum og stjórn- sýslu? Hann er nokkuð sérstakur söng- urinn um að forseti Íslands hafi „farið gegn þingræðinu“ í land- inu með því að synja fjölmiðla- lögunum staðfestingar síðdegis á miðvikudag. Ýmsum forustu- mönnum sjálfstæðismanna er þetta orðalag sérstaklega tamt í munni og í gærmorgun vísaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir t.d. til ákvörðunar Ólafs Ragnars með þessum hætti eins og ekkert væri sjálfsagðara, þegar hún fyrst ráðherra flokksins tjáði sig um þessa atburði. Þingræðisreglan er einfald- lega ein af mörgum útfærslum á vestrænu lýðræðiskerfi. Í öllum þessum kerfum er verið að fást við og tryggja nokkur grund- vallaratriði þar sem hæst ber hluti eins og þrískiptingu ríkis- valdsins og borgaraleg réttindi. Einnig er grundvallaratriði slíkrar útfærslu hvaða leið er best að fara til að tryggja heppi- legt jafnvægi milli skilvirkni í stjórnkerfinu annars vegar og lýðræðis hins vegar - þ.e. hvaða leið er best að fara til að trygg- ja að almenningur geti haft áhrif á ákvarðanatöku án þess að slíkar ákvarðanatökur verði um of svifaseinar og máttlausar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að leysa togstreituna milli lýðræðis og skilvirkni og er þingræðiskerfið ein þeirra. Sér- kenni þingræðisreglunnar er einfaldlega sú útfærsla á þrí- skiptingu valdsins að fram- kvæmdavaldið sækir umboð sitt til þingsins, situr í skjóli þess og verður að hafa að baki sér meirihlutastuðning eða hlut- leysi í þinginu. Þingræðisreglan snýr með öðrum orðum fyrst og fremst að samskiptum fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds - ríkisstjórnar og þingsins. Þeg- ar íslenska stjórnarskráin stillir forsetanum upp sem löggjafa ásamt þinginu, en þar er talað um að þing og forseti fari saman með löggjafarvaldið, þá er það einfaldlega sérstök útfærsla á þingræðinu. Forsetinn hefur þá ákveðnum undantekningarhlut- verkum að gegna, s.s. varðandi málskotsréttinn og bráðabirgða- lög. Sé það tilræði við þingræði í landinu að þessi undantekning- arákvæðum sé beitt – í undan- tekningartilfellum – þá má telja merkilegt að þingræðið hafi yfir höfuð haldið velli jafn lengi og raun ber vitni. Tilfellið er nefnilega, að ef menn telja að það sé aðför að þingræðinu að vald þingsins sé í undantekningartilfellum tak- markað með einhverjum hætti, þá hefur önnur þróun á umliðn- um misserum verið mun alvar- legri en nokkurn tíma málskot forseta. Sú þróun snertir ein- mitt kjarna þingræðisins, þ.e. samskipti framkvæmdavaldsins og löggjafans. Með vaxandi for- ingjaræði í stjórnarflokkunum, flokksræði og flokksaga í þing- flokkum hefur engum dulist að staða löggjafans gagnvart fram- kvæmdavaldinu er afar veik. Sjálft fjölmiðlafrumvarpið er einmitt gott dæmi um nákvæm- lega þetta. Ekki einasta var um stjórnarfrumvarp að ræða held- ur réðist hin þinglega meðferð að verulegu leyti af sjónarmið- um framkvæmdavaldsins. Sum- ir segja raunar að þegar sé búið að afnema þingræði hér, því þingið sé ekki annað en af- greiðslustofnun fyrir frumvörp og mál framkvæmavaldsins. Slíkar fullyrðingar eru vita- skuld öfgakenndar, enda eiga handhafar framkvæmdavalds- ins hér á landi yfirleitt jafn- framt sæti á alþingi og eru því hvort tveggja í senn löggjafar- vald og framkvæmdavald. Hitt er svo annað mál hvort ekki væri heppilegra að þingið væri sjálfstæðara gagnvart fram- kvæmdavaldinu og þingræðis- reglan þannig virkari. Ef við hins vegar sæjum fram á svip- aða þróun í samskiptum forseta og þings og verið hefur í sam- skiptum framkvæmdavalds og þingsins mætti vissulega spyrja spurninga um stöðu þingræðis- ins. Ekkert bendir hins vegar til þess að eitthvað slíkt sé í pípun- um og því fráleitt – sérstaklega hjá þeim sem ekki óttast sam- skipti framkvæmavalds og þingsins – að tala um að forset- inn sé að fara gegn þingræðinu. Ein hugmynd hefur þó verið á floti, sem vissulega væri raun- veruleg aðför að íslenska þing- ræðiskerfinu, en það er sú sér- skoðun nokkurra lögfræðinga að forsetinn hafi ekki málskots- rétt nema með atbeina ráðherra. Samkvæmt þeirri kenningu á forsætisráðherra helst að hunsa ákvörðun forsetans og hafna því að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla. Gengi það eftir væri beinlínis verið að vega að þrí- skiptingu valdsins, og segja að það væri ekki hinn óháði og þjóðkjörni forseti sem færi með löggjafarvaldið ásamt Alþingi heldur væri það hið eiginlega framkvæmdavald sjálft, sem hefði síðasta orðið með löggjöf- ina í landinu. Þó fráleitt verði að teljast að einhver slík leið verði farin – þó ekki væri nema vegna þess að í ljósi yfirlýsinga Hall- dórs Ásgrímssonar hlyti slíkt að kalla á stjórnarslit – er brýnt að hafa í huga að þessi hugmynd felur í sér raunverulega aðför að þingræðiskerfi okkar og stjórnskipan. Ljóst er að ákvörðun forseta Íslands hefur vakið miklar til- finningar og búast má við að harðar deilur muni rísa. For- smekk þess er að finna í ósmekk- legum leiðara í Morgunblaðinu í gær, þar sem gefið er til kynna að ákvörðun forsetans byggist á óeðlilegum hvötum sérhags- munagæslu fyrir auðhringa. Svo bregðast krosstré. Mikilvægt er að umræðan næstu vikur verði málefnaleg og að menn noti orð og hugtök bæði á hógværan og réttan hátt. ■ 4. júní 2004 FÖSTUDAGUR MÁL MANNA SIGURJÓN M. EGILSSON Íslendingar eru spyrjandi. Hvað varð til þess að móðir varð barni sínu að bana og annað barn hennar komst undan við illan leik? Við höfum engin svör en verðum öll að sýna aðgát. Harmleikur í Reykjavík „Aðförin að þingræðinu“ ORÐRÉTT Eitt er þó víst... Reynslan hefur ... sýnt að teknókratískir hagfræðingar hafa yfirleitt rangt fyrir sér og bölspár þeirra hafa tilhneigingu til að rætast ekki. Leiðari Viðskiptablaðsins. Viðskiptablaðið 2. júní. En hvað með lesendur? Það hefur verið mér ómæld ánægja, afþreying og lærdómur að skrifa greinar í Viðskiptablað- ið. Þorkell Sigurlaugsson mun ekki kveðja lesendur blaðsins eftir starfs- lok sín hjá Eimskipi. Viðskiptablaðið 2. júní. Er það virkilega? Þjóðminjasafn Íslands varðveitir þjóðararf okkar, minjar um sögu okkar og menningu frá landnámi til dagsins í dag. Snorri Már Skúlason, nýr kynningar- fulltrúi Þjóðminjasafnsins, er búinn að ná því hvar hann vinnur. Morgunblaðið 2. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Það er svo margt sem engin svör eru við og í þeim tilfellum er best að biðja fyrir þeim sem mest líða og óska þess að tíminn og bænirnar dragi úr sársaukan- um. Hann verður aldrei tekinn að fullu. ,, Í DAGÁKVÖRÐUN FORSETANS BIRGIR GUÐMUNDSSON Þegar íslenska stjórnarskráin stillir forsetanum upp sem lög- gjafa ásamt þinginu, en þar er talað um að þing og for- seti fari saman með löggjaf- arvaldið, þá er það einfald- lega sérstök útfærsla á þing- ræðinu. ,, Sími 562-3811 15% afsláttur af öllum barnafatnaði föstudag og laugardag ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.