Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 100 stk. Keypt & selt 35 stk. Þjónusta 44 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 16 stk. Húsnæði 30 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 4 stk. Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 4. júní, 156. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.14 13.26 23.40 Akureyri 2.21 13.11 24.04 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Íslenska flíspeysan er alveg dásamleg þar sem hún þornar á örstuttri stundu þó hún rennblotni,“ segir Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, dagskrárgerðar- kona á Skjá einum. Uppáhaldsflíkin hennar Sirrýar er al- íslensk flíspeysa sem hefur svo sannarlega skemmtilega sögu á bak við sig. „Hér um árið fór ég í ævintýraferð og þurfti að taka þátt í keppni í Húsafelli sem fólst í því að hlaupa í gegnum skóg í grenjandi rigningu, stökkva niður foss og hlaupa síðan aftur upp í Húsafell,“ segir Sirrý, sem keppti all- an tímann í flíspeysunni og þungum göngu- skóm. „Þetta var alveg rosaleg lífsreynsla. Þegar ég kom ofan í ískalt vatnið hélt ég að ég myndi deyja. Ég fékk fyrir eyrun og hélt að ég myndi aldrei komast upp aftur því gönguskórnir drógu mig niður. En á endan- um losnaði ég úr prísundinni og hóf hlaupið í átt til Húsafells,“ segir Sirrý, sem fannst bagalegt að hlaupa í rennblautri flíspeysu en hún var sko aldeilis ekki lengi að þorna og var orðin alveg skraufþurr er komið var í Húsafell. „Við getum kallað flíspeysuna mína töfrapeysu því hún þornaði á örskots- stundu og var farin að halda á mér hita á augabragði,“ segir Sirrý, sem á fleiri flís- peysur í mörgum litum. Þegar Sirrý hugsar um þá hluti sem henni finnst yndislegt að klæðast getur hún ekki horft fram hjá dálæti sínu á fínum skóm. „Stundum held ég að ég hafi fæðst á vitlaus- um stað því ég er alveg gjörsamlega veik fyrir fallega lituðum pinnahælum, banda- skóm og támjóum skóm,“ segir Sirrý og bæt- ir við að henni finnist yndislegt að spóka sig um berfætt í fallegum skóm þó að það sé stundum ekki mjög hentugt í slabbi og snjó hér á Íslandi. „Ég get gert hvað sem er á há- hæluðum skóm. Ég get hjólað og hlaupið og gert hvað sem er,“ segir Sirrý að lokum. ■ Sigríður Arnardóttir blandar saman andstæðum: Litríkir pinnahælar og töfraflíspeysa Sirrý hefur sérstakt dálæti á fallegum skóm en heldur mikið upp á íslensku flíspeysurnar sínar. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 HJÁLP! Hundurinn Tommi, hvítur Golden Retriever, er týndur og er hans sárt saknað. Ef þú hefur séð til ferða hans, vinsamlegast hafðu samb. 895 2525. Bílskúrsmarkaður/kolaport verður í bílakjallaranum í Firði, Hafnarfirði, laugardaginn 5. júní. Notað og nýtt. Pantið ódýr pláss. Sími 898 5866 eða fjordur@fjordur.is Holiday Camp Ægir árg. 2000 með for- tjaldi, gaskút, eldavél og fleira. Verð 375.000. Uppl. í s. 894 8413. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. heimili@frettabladid.is Lífræn helgi er um helgina á Græna torginu í Blómavali, en Blómaval Sigtúni er eina verslunin á Íslandi sem hlotið hefur lífræna vottun frá vottunarstofunni Tún. Vottunin felur í sér að Blómaval uppfyllir kröfur um eftirlit, aðferðir og framleiðslu á lífrænum land- búnaðarafurðum og geymslu, pökkun og smásölu á líf- rænum ferskum matvælum. Á lífrænni helgi munu tíu fyrirtæki og framleiðendur kynna fram- leiðslu sína og vörur. Fólki gefst kostur á að smakka á margvíslegu góðgæti og spjalla við sérfræðing- ana. Fjöldi tilboða verður á líf- rænni helgi. Blóðugar nautasteikur finnst sumum erfitt að steikja og grilla og vandi er að spá hvenær steikin er tilbúin. Ef þú vilt vita hvort hún er tilbúin án þess að þurfa að skera hana í tvennt er hægt að ýta létt á steikina og síðan á kinn þína. Ef steikin er eins viðkomu og kinninn á þér er steikin tilbúin. Pera á dag kemur skapinu í lag eru orð að sönnu. Pera heldur hungrinu og blóðsykrinum í skefjum. Sykurinn úr ávextinum leysist hægt upp og fer í blóð- streymið. Hann heldur þér þannig gangandi lengur og veitir orku til að takast á við daglegt amstur. Stærsta brúðkaupsterta í heimi var bökuð á dögunum á brúð- kaupssýningu í Nýja Englandi í Bandaríkjunum. Hún er um 5,5 metrar á hæð og tæplega 7.000 kíló að þyngd. Kakan, sem er í sjö lögum, er næstum því þrisvar sinnum þyngri en sú kaka sem var stærsta brúðkaupsterta í heimi samkvæmt heimsmeta- bók Guinness, en sú kaka var aðeins tæp- lega 2.500 kíló. Liggur í loftinu Í MATNUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Baðherberginu breytt BLS. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.