Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 24
Samherji gefur út laxauppskriftir: „Hugmyndin var að auðvelda fólki að elda lax,“ segir Hinrik Ingi Guð- bjargarson matreiðslumaður á Café Karólínu á Akureyri sem hefur tekið saman nokkrar uppskriftir um matreiðslu á laxi. Þetta er samstarfsverk- efni Karólínu og Samherja sem eru mikilvirkir á sviði laxaræktunar. „Fólk virðist vera pínulítið hrætt við að elda lax,“ heldur Hinrik áfram og bendir á að laxinn sé einhver hollasti matur sem í boði sé. „Uppskriftirnar eru miðaðar við að vera auðveldar þægilegar og ekki með langan undirbúningstíma.“ Á Karólínu standa nú fiskidagar. Boðið er upp á lax, silung og sandhverfu sem allt eru fiskteg- undir sem Samherji ræktar, og rétti úr þorskhnökkum. Einnig er boðið upp á rétti úr kræklingi sem ræktaður er í Hrísey. „Þetta eru allt dúndurmatvæli,“ segir Hinrik. „Fiskur er tvímælalaust það besta í íslenskri matvæla- framleiðslu.“ Í sumar verður áfram áhersla á fiskrétti á Karólínu. Nánari upplýs- ingar á www.karolina.is Ávaxtasalat Appelsína Epli Pera Melóna Ananas Döðlur Hnetur Allt skorið niður í hæfilega bita fyrir litla munna, sett í skál og hrært með þeyttum rjóma. Auðvitað er hægt að setja alla þá ávexti sem fólk vill, svo sem kíví, banana eða ber. Grænmetisbaka Botn 200 g spelti eða heilhveiti 100 g smjör 2 tsk. salt (einnig hægt að setja kryddjurtir, svo sem steinselju) 1/2 dl vatn Spelti eða heilhveiti sett í skál og salti bætt í (kryddjurtum ef vill). Smjör skorið í litla bita, sett út í og blandað saman með fingr- unum. Vatni bætt varlega út í og öllu blandað varlega saman með lófunum. Deig- ið má alls ekki hnoða. Deigkúlan sett á borð, flött út með kökukefli og sett í böku- form. Botninn gataður með gaffli á nokkrum stöðum. Fylling 2 egg 1 dós sýrður rjómi Grænmeti að vild (til dæmis kúrbítur, gulrætur og spergilkál) Sólþurrkaðir tómatar Ostur að vild. Grænmeti steikt á pönnu og sett í botninn (hægt að raða fallega). Sólþurrkuðum tómöt- um bætt í. Eggjum og sýrðum rjóma blandað saman og hellt yfir. Ostur rifinn og settur yfir. Bakan sett í ofn og bökuð við 200˚C í u.þ.b. 45 mínútur, eða þangað til hún er ljósbrún að ofan og falleg. Döðlukaka Fylling 250 g döðlur Appelsínusafi Kókosmjöl Heslihnetur Möndlur Döðlur settar í pott og appelsínusafa hellt yfir þannig að rétt flæði yfir döðlurnar. Soðið og hrært í á með- an, þangað til úr verður þykkur, kekkjalaus massi. Kókosmjöli, hnetum og möndlum bætt í eftir smekk. Botn 200 g spelti eða heilhveiti 100 g smjör 1/2 dl vatn 1/2 dl kókosmjöl 50 g heslihnetur Spelti/heilhveiti sett í skál. Smjör skorið í bita og sett úti, blandað saman með fingrunum. Kókosmjöli og heslihnetum bætt út í, blandað með fingrunum. Vatni bætt í og enn blandað með fingrunum. Athug- ið að deigið má alls ekki hnoða heldur einungis þétta lítillega saman með lófunum. Deigið sett á borð og flatt út með kökukefli, því næst sett í böku- form og pikkað í botninn á nokkrum stöðum með gaffli. Bakað við 200 ˚ C í um 15 mín. Botninn er tekinn úr forminu, fyllingin sett í og skreytt með fallegum ávöxtum. Gott er að hafa þeyttan rjóma eða sýrðan rjóma með. Krakkar eru oft ólmir að prófa sig áfram í eldhúsinu og þá er mikilvægt að þeir þvo á sér hendurnar, hafi sítt hár í tagli, skeri ekki neitt með beittum hníf, setji ekki hendurnar á sér uppí munn eftir að hafa komist í snertingu við hrátt kjöt og snerti ekki heitan mat. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur sími 564 2100 vingerdin@simnet.is www.vingerdin.is Víngerðin Verslun víngerðarmannsins Frábær tilboð sími 566 6103 YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Barnaafmæli eru í hugum flestra einna fjörugustu samkomur sem hægt er að finna, en afar misjafnt er hvernig stemningin í slíkum samkomum leggst í fólk. Stundum er eins og hálfgerður tryllingur grípi barnungana undir lokin, enda eru þeir þá yfirleitt búnir að troða í sig dísætum kökum og sælgæti og hlaupa um með súkkulaðitauma í munnvikum. Sumir foreldrar hafa fengið nóg af því óhóflega sykuráti sem viðgengist hefur á þessum dögum og reyna að stemma stigu við því með því að bjóða upp á holla en gómsæta rétti. Krakkarnir eru yfirleitt hæstánægðir með veiting- arnar og foreldrarnir geta huggað sig við að þótt galsi hlaupi í þá séu þeir ekki í óhollri sykurvímu. Krakkar elska allt sætt, þar á meðal ávexti og því er tilvalið að nota ávexti sem uppistöðu veiting- anna. Hér á eftir koma nokkrar hug- myndir en aðalatriðið er að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. ■ Barnaafmæli: Enginn í sykursjokki Kræsilegar og bráðhollar veitingar. Helena Stefánsdóttir kvikmyndagerðarkona á heiður- inn að réttunum og borðskreytingunni. Afmælisbakan er stórglæsileg. Góður fiskur og bráðhollur ■ Ferskur ananas og vínber eru tilvalin sæt- indi. ■ Popp í skálum er hið besta snakk en ein- nig er hægt að þræða poppið á tvinna og hengja um háls eldri barna. Slíkar hálsfestar eru ótrúlega vinsælar. ■ Heimabakað brauð með osti og sykur- lausri sultu, sem fæst í flestum verslun- um og bakaríum, rennur yfirleitt ljúflega niður í ungviðið, en það má skreyta með ýmsu grænmeti. ■ Ef þið hakkið melónur, stingið í frostp- innaform og frystið fáið þið ofurholla frostpinna sem slá í gegn. ■ Prófið að grilla ávexti og bera fram með þeyttum rjóma. ■ Jarðarber og vínber með þeyttum rjóma eru hreint ómótstæðileg. ■ Baby-gulrætur eru ferlega sætar og góð- ar. ■ Skera má melónur í teninga og raða í píramída sem skreyttir eru með fánum eða litlum kertum. ■ Ávaxtasafi er tilvalinn drykkur eða sóda- vatn með sykurlausu berjaþykkni sem fæst í Heilsuhúsinu og Yggdrösli Ein stór baka eða döðluterta með kert- um á setur síðan punktinn yfir i-ið. Helena Stefánsdóttir kvikmyndagerðarkona lét okk- ur í té uppskriftir að slíkum réttum auk jógúrtdrykkjar og ávaxtasalats. Grillaður lax með salati, cous cous og jógúrtsósu - Fyrir 4 800 g lax 2 dósir hrein jógúrt 1 búnt graslaukur 4 msk. sæt chili hvítlaukssósa 200 g kúskús 500 ml kjúklingasoð (vatn + kjúklingakraftur) 1 haus lambhagasalat 1 basilíkubúnt 2 msk. ólífuolía salt og pipar 1. Saxaðu graslaukinn niður og blandaðu saman við jógúrtið ásamt chilli-sósunni og smakkaðu til með salti og pipar (láttu standa í 2-3 tíma). 2. Rífðu niður lambhagasalatið, pillaðu niður krydd- jurtirnar og blandaðu saman. 3. Skerðu laxinn í fjóra jafna bita. 4.Kryddaðu laxinn með salti og pipar og grillaðu 5-7 mínútur á hvorri hlið. 5. Sjóddu upp á kjúklingasoðinu. Þegar bullsýður er cous- cousið hrært saman við, tekið af hita og látið standa með loki í 3-4 mínútur, smakkað til með salti og pipar. 6. Sett á disk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.