Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 28
Grillpanna hefur þann kost að maturinn liggur ekki í feitinni meðan hann eldast. Það gerir hann hollari en ella. Þessi panna fæst hjá Bræðrunum Ormsson í Lágmúla. Hún er með tréskafti sem verður að skrúfa af ef pönn- unni er stungið í ofn. Iðnbúð 1 · 210 Garðabæ s: 565-8060 · fax:565-8033 Gardínustangir Sérsmíði Gjafavara Smíðajárn Allt í eldhúsið sími 568 6440 Lífstílsverslunum hefur farið fjölgandi hér á landi undanfarið og ein af þeim er gjafavöru- og sælkera- verslunin La Vida á Lauga- veginum. La Vida var opnuð í nóv- ember síðastliðnum og leggur áherslu á vörur fyrir þá sem kunna vel að meta góðan og kræsilegan mat. Suður-afrísku kryddin Nomu eru í aðalhlutverki en einnig eru seld krydd og sósur frá Frakklandi. Þetta eru náttúrulegar vörur, eng- in aukaefni og ferskleikinn er í fyrirrúmi. La Vida býður upp á þá skemmtilegu nýjung að fá að smakka kryddin með mjúku brauði og dýrindis olíum. Ýmislegt fleira forvitni- legt er í boði í La Vida, gjafavörur af ýmsu tagi og fallegir skraut- munir fyrir heim- ili. Meðal annars eru þar gullfalleg indversk kasmírsjöl, en ágóðinn af sölu þeirra rennur til hjálpar- starfs í Indlandi. Mikið af vörunum kemur einmitt frá Indlandi en einnig er töluvert flutt inn frá Þýskalandi, Bret- landi og Frakklandi. ■ Gerður Bolladóttir söngkona: Geri fátt skemmtilegra en skoða í antikbúðum Við keyptum hér hæð og ris og tókum allverulega til hendinni áður en við fluttum inn. Fannst best að ljúka því af áður en við fylltum allt af dóti,“ segir Gerður Bolladóttir söngkona. Hún er ný- lega flutt í eigið húsnæði í Teiga- hverfinu í Reykjavík ásamt manni sínum, Ásgeiri Jónssyni hagfræðingi, og börnunum tveimur. Nú eru allar fram- kvæmdir um garð gengnar í bili, hurðir nýlakkaðar og gluggarnir líka. Einnig hafa loftin verið mál- uð hvít og veggir í mildum, ljós- um lit. „Við gerðum þetta nú ekki allt sjálf en unnum með málurun- um og lifðum okkur algerlega inn í þetta,“ segir Gerður glaðlega. Stofurnar á heimilinu eru stórar og málverk og antikmubl- ur setja á þær virðulegan svip. „Við erum voða mikið fyrir þetta gamla og gerum fátt skemmtilegra en fara inn í antikbúðir og skoða,“ segir Gerður. Hún segir fjölskylduna hafa flutt með sér slatta af hús- gögnum frá Bandaríkjunum þegar hún kom heim frá námi, meðal annars ítalskt leðursófa- sett. „Svo gerðumst við svo djörf að kaupa okkur ljóst borð- stofusett um daginn, til að lýsa aðeins upp stofuna,“ segir hún og bendir líka á hvítt hringlaga antikborð út við gluggann með þremur stólum. „Við áttum þetta litla borð og fannst þessar ljósu borðstofumublur passa svo ágætlega við. Fundum þær í antikbúð á Laugaveginum, rétt fyrir neðan Hlemm. Við vorum í dálitlum vandræðum með stofugardínurnar eftir að við fluttum inn enda var hér lengi gardínulaust,“ segir Gerður og þegar gluggarnir eru skoðaðir eru heilabrotin skiljanleg. Þeir eru nefnilega í bogalaga útskoti. Hún kveðst að lokum hafa feng- ið sérfræðing í málið og lausnin er flott. gun@frettabladid.is Flestir þekkja til fyrirtækisins Bang og Olufsen sem framleiðir hágæða hljómflutningstæki, hljóðkerfi, sjónvörp, útvörp og síma. Saga fyrirtækisins er nær 80 ára en fyrirtækið var stofnað 1925 af dönsku félögunum Peter Bang og Svend Olufsen er þeir voru saman við nám í verk- fræði í Árósum. Þeir voru miklir uppfinningamenn og byrjuðu tveir með hjálp fjölskyldunn- ar að þróa tæknibúnað í útvörp. Þeir lögðu sál sína í fyrirtækið, borguðu sér engin laun fyrstu árin og byggðu upp veldið smátt og smátt. Tvennt vakti athygli við fyrstu útvörpin frá Bang & Olufsen, tækninýjungar í vélbúnaði en ekki síst nýstárleg hönnun á útliti tækjanna. Þessi hugmyndafræði um samspil hönnunar og tækni hefur verið grunnur stefnu þeirra æ síðan og heimspeki fyrirtækisins gengur út á að aðeins það besta er nógu gott, hágæða hönnun og hljóð. Misjafnlega hefur árað á þessum 80 árum fyrirtækisins en framtíðarsýn stofnendanna og útsjónarsemi um að fá alltaf þá bestu á sínu sviði í lið með sér hefur haldið fyrirtækinu í fararbroddi. Bang & Olufsen er í heimsklassa í hönnun og nýrri tækni og hefur unnið til margra verðlauna á báðum sviðum. Hér á Íslandi er verslunin Bang & Olufsen í Síðumúla 21, Reykjavík. Rauður lampi 5.990 Teglös 590 stk. Pizzuspaði og hnífur, sett 2.890 „Við erum voða mikið fyrir þetta gamla,“ segir Gerður og stillir sér upp við nýfengið borðstofusettið. La Vida á Laugavegi: Fyrir þá sem kunna að meta góðan mat Bang og Olufsen: Hönnun í heimsklassa Barokk-kertastjaki 3.790 kerti 980 stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.