Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 34
Krakkar á Klettaborg í góðu skapi. SJÓNARHORN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FH-ingurinn og landsliðsleikmaðurinn Þórdís Brynjólfsdóttir er þekkt fyrir harða baráttu á vellinum. Hún slær ekki slöku við þegar handbolti er ann- ars vegar en innst inni þráir hún ekkert heitar en að komast í ró og næði með kærastanum út á land. Undanfarinn vetur hefur einkennst af stífum æfing- um, leikjum og vinnu hjá Þórdísi og ekki gafst mikill tími til að sinna kær- asta eða vinum. Hún segir hér frá draumórum sínum um langþráða helgi sem jafnvel gæti orðið að veru- leika í sumar. FÖSTUDAGSKVÖLD Ég myndi vilja koma kærasta mínum, Ægi Erni Val- geirssyni, á óvart og vera búin að redda öllu svo við gætum átt friðsæla helgi saman. Segja bara: „Nú slöppum við af ég og þú, góði !“ Við erum bæði mjög upptekin og okkur tekst sjaldan að vera saman bara tvö ein. Vinnunni lyki snemma og ég myndi byrja á því að fela eða hreinlega eyðileggja far- símann hans. Ég færi í búð og keypti gott í matinn. Svo vildi ég bruna út á land, helst upp í sumarbústað sem amma og afi eiga nálægt Þingvalla- vatni. Þar gætum við dúsað í algleymi og ekkert myndi skemma fyrir. Ekki væri verra að fá gott veður en í vondu veðri er líka notalegt að sitja inni og taka því rólega. Við gætum því átt gott og rómantískt kvöld saman. LAUGARDAGUR Ég svæfi út líkt og aðra morgna þegar tækifæri gefst. Allt yrði að vera afslappað og óplanað svo við gætum ráðið tíma okkar alveg sjálf. Við gefum okkur alltaf svo lítinn tíma hvort fyrir annað að í raun skiptir ekki máli hvernig við eyddum deginum. Það yrði bara ánægjulegt að vera sam- an. Gaman væri að fara í göngutúr úti í náttúrunni eða á línuskauta. Að því loknu væri gott að fleygja sér í pottinn. LAUGARDAGSKVÖLD Notalegt væri að fá góða vini í heimsókn í bústaðinn og gefa þeim eitthvað gott að borða. Ég hugsa að ég myndi ekki treysta Ægi til að sjá um grillið einn, ég þyrfti sennilega að skipta mér aðeins af. Best fyndist mér að fá nautalundir eða fyllt- ar kjúklingabringur með kartöflum og alls konar grænmeti. Í eftirrétt gæti maður breytt aðeins til og grillað sæta ávexti. Svo myndum við njóta sumar- kvöldsins í góðra vina hópi. SUNNUDAGUR Sem krakki ferðaðist ég mikið um landið með foreldrum mínum og ég myndi vilja gera meira af því. Sunnudeginum yrði því varið úti í náttúrunni. Þannig myndi ég safna krafti fyrir komandi viku, hlusta á fugla- söng og njóta tilbreytingarinnar frá borgarlífinu. Svo kæmi að því að við þyrftum að ganga frá sumarbústað ömmu og afa áður en haldið yrði í bæ- inn aftur. RAUNVERULEIKINN Hefði ég fengið að ráða væri ég úti í Tékklandi að keppa með landsliðinu þessa helgi. Ég meiddist á æfingu í síðustu viku og gat því ekki farið með en er staðráðin í að gera gott úr helginni þrátt fyrir það. Ef ekkert kemur upp á förum við skötu- hjúin út að borða á föstudagskvöldið en það verður síðbúinn fögnuður því ég átti afmæli 10. maí. Á laugardaginn mun ég samgleðjast Söndru vinkonu minni sem er að útskrifast sem al- þjóðamarkaðsfræðingur. Ég hef van- rækt vinkonur mínar í allan vetur vegna handboltans og ætla að reyna að bæta það upp og skemmta mér með þeim um kvöldið. ÞÓRDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR DRAUMAHELGIN 4. júní 2004 FÖSTUDAGUR12 Léttöl - mest lesna blað landsins Á MÁNUDÖGUM Fasteignaauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.