Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 35
Hagvöxtur og hagstjórn SEÐLABANKINN hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósent síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan fyrir vaxtahækkun- inni er sú að bankinn spáir nú að verð- bólguhraði stefni í 4 prósent miðað við tólf mánaða hækkun vísitölu neyslu- verðs. Miðað við markmið Seðlabank- ans um 2,5 prósent verðbólgu eru þessi viðbrögð mjög eðlileg. Eins má búast við að bankinn haldi áfram að hækka stýrivexti á næstunni. EN HVERS VEGNA er verðbólgan á upp- leið? Jú, ljóst er að mikil uppsveifla er í þjóðarbúskapnum. Hagvöxtur í fyrra mældist 4 prósent og Seðlabankinn spáir 4-5 prósent hagvexti árin 2004- 2006. Þá spáir bankinn að verðbólga verði að meðaltali 3-3,5 prósent þessi sömu ár. Á meðan fer viðskiptahalli vax- andi og verður 11-12 prósent af lands- framleiðslu á árunum 2005-2006 sam- kvæmt spá Seðlabankans, en það er enn meiri viðskiptahalli en á metárinu 2000 þegar viðskiptahallinn fór í 10 prósent af landsframleiðslu. ÞVÍ ER LJÓST að uppsveiflunni nú fylgir mikið ójafnvægi sem leggur mikinn þrýsting á hagstjórn. Hagstjórnaraðilarn- ir tveir, Seðlabanki og ríkisstjórn, þurfa því að leggja alla áherslu á að draga úr þenslu og ójafnvægi til að koma í veg fyrir að við fáum slæman skell þegar uppsveiflunni lýkur. Hagvöxtur er jú að- eins jákvæður fyrir þjóðarbúið svo fram- arlega sem við erum betur sett eftir en áður. SEÐLABANKINN leggur lóð sitt á vogar- skálarnar með því að beita sínu stjórn- tæki sem eru stýrivextirnir. En þjóðin á annað stjórntæki, það er ríkisfjármálin. Þessu stjórntæki hefur lítið verið beitt að undanförnu þó að horfur séu nokk- uð jákvæðar. Seðlabankinn áætlar að samneysla aukist um 0,5 prósent í ár, sem gefur til kynna töluvert aðhald í fjármálum hins opinbera. Til saman- burðar jókst samneysla að meðaltali um ríflega 4 prósent á ári í síðustu upp- sveiflu. Hið opinbera, bæði ríki og sveit- arfélög, þarf að leggja sitt af mörkum við hagstjórn bæði í ár og á komandi árum með því að draga úr umsvifum og með því að draga úr þenslu. EN HVERNIG rúmast skattalækkanir í slíku efnahagsumhverfi? Skattalækkanir einar og sér auka þenslu og virka því í þveröfuga átt. Eina leiðin til að efna kosningaloforð um skattalækkanir og sinna ábyrgri hagstjórn á sama tíma er því að draga mun meira úr útgjöldum en sem nemur áhrifum skattalækkunar- innar. Með því móti eru nettóáhrifin af ríkisfjármálastefnunni þau að draga úr þenslu, en eftir stendur spurningin um hvar á að draga úr útgjöldum. Höfundur, sem er hagfræðingur og starfar við Háskólann í Reykjavík, mun framvegis rita vikulega pistla um efnahagsmál fyrir Fréttablaðið sem munu birtast á miðviku- dögum. Ábending til lögspekinga Ari Viðar Jóhannesson skrifar: Nú þegar forsetinn hefur vísað fjölmiðla- lögum í þjóðaratkvæði er úr vöndu að ráða fyrir lögspekúlanta Sjálfstæðisflokks- ins. Ljóst má vera að staðhæfingar þeirra um vanhæfi forsetans hafa verið hraktar og mikilvægt að finna nýja fleti á málinu. Ég vil því benda á að þjóðin getur vart tal- ist hæf til að taka þátt í þessari atkvæða- greiðslu þar sem hún er mjög háð fyrir- tækjum Baugs. Verslanir Baugs njóta mik- illa vinsælda og ljóst að þjóðin mun verða vilhöll undir vilja fyrirtækisins. Einnig er það svo að 26. grein stjórnarskrárinnar mælir fyrir um að leggja skuli frumvarpið „undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu“ án þess að taka fram í hvaða landi skuli kjósa. Þess vegna er rétt- ast að þjóðaratkvæðargreiðslan fari fram í einhverju nágrannalandanna frekar en hér á Íslandi. Og þó, Baugur er jú með starf- semi í öllum nágrannalöndunum.Til að vera viss er sennilega réttast að flytja hana til Kína, enda ekki að efa að þar í landi kunna menn að kjósa það sem yfirvöldin ætlast til. Eigingirni Gunnar Dal skrifar: Hér á árum áður voru uppi magnaðar deilur um það hvort maðurinn væri í eðli sínu eigingjarn eða sýndi óeigingirni, samúð, góðleika, gjafmildi og væri fús til samstarfs. Þessar deilur eru út í hött. Mað- urinn ber umhyggju fyrir velferð samfé- lagsins vegna þess að hans eigin velferð er undir því komin að samfélagið veiti honum það sem hann þarfnast og vill. Ég hef enga trú á því að maður sem er ekki góður við sjálfan sig sé góður við aðra. Þvert á móti. Ég hef trú á því að sá maður sem sé góður við sjálfan sig sé góður við aðra. Þess vegna er það engin mótsögn að eigingjarnir einstaklingar geti myndað samfélag sem byggist á samstarfi og trausti. Þegar sagt er að maðurinn sé ekki illur þá er það ekki gert af rómantískri ósk- hyggju. Við segjum að maðurinn sé ekki illur einfaldlega vegna þess að það er satt. Það er hluti af heilbrigði hverrar mann- eskju að gera sjálfri sér og öðrum gott. Ég er ekki að boða neina staðleysu eða utóp- íu. Við vitum öll að skilningur okkar á mannlegu samfélagi er þokukenndur og það er engin fullkomnun á næsta leiti. Eigi að síður vona ég að umhyggja fyrir velferð hins einstaka manns og samfé- lagsins í heild verði áfram stjarna til að stýra eftir. Gula spjaldið Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur yrkir: Forsetinn á fremsta valdið, fengið beint frá þjóðinni. Gaf hann þingi gula spjaldið; gott hjá honum Ólafi! Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. 23FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 BRÉF TIL BLAÐSINS ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.