Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 41
29FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 Leikarinn Dennis Quaid er áleiðinni upp að altarinu eftir að hafa borið upp bónorðið við kærustu sína Kimberly Buffington. Quaid, sem var áður kvæntur leikkonunni Meg Ryan, hitti Buffington á síðasta ári er hann spilað með hljómsveit sinni The Sharks í Austin í Texas. Elisha Cuthbert, sem leikur KimBauer í spennuþáttunum 24, hefur trúlofast kærasta sínum Trace Ayala sem starfar sem aðstoð- armaður popparans Justins Timber- lake. Orðrómur hafði verið uppi um að Cuthbert og Timberlake ættu í ástarsambandi en hann virðist ekki hafa verið á rökum reistur. Ljósmyndari nokkur sem reyndiað mynda Justin Timberlake hefur kært popparann eftir að vinur þess síðar- nefnda, Robert Bonner, lagði hald á mynda- vél hans. Ljósmyndar- inn hafði elt Timberlake og Bonner á röndum og sat loks fyrir þeim á bílastæði og fór að mynda þá í gríð og erg. Bonner brást ókvæða við, tók myndavélina og kom henni í hendur nærstaddra ör- yggisvarða. Leikstjóri Pearl Harbor, Mich-ael Bay, móðgaði bresku leikkonuna Kate Beckinsale er hann útskýrði fyrir henni hvers vegna hún hefði verið valin til að leika í myndinni. Hann sagði að hún hefði ekki haft allt of mikið aðdráttarafl og væri þess vegna hentug fyrir hlut- verkið. Beckin- sale sárnaði þetta mjög enda búin að losa sig við 35 kíló eftir að hafa eignast barn nokkru áður. Hljómsveitin Sum 41 komst íhann krappan í Lýðveldinu Kongó á dögunum þar sem verið var að taka upp heimildarmynd fyrir kanadísk samtök sem styrkja stríðshrjáð börn. Eftir að hafa hitt börnin á svæðinu og spjallað við þau þurfti hljóm- sveitin að yfirgefa landið í snatri vegna átaka sem brutust út á milli tveggja uppreisnarsveita. Brynvarðir bílar voru notaðir til að flytja sveitina á flugvöllinn. ■ FÓLK Í FRÉTTUM Ég setti í lax á Berghylsbrotinu ímorgun en hann fór af eftir stutta baráttu. Þá var ég búinn að kasta fyrir fjóra laxa,“ sagði Þor- steinn Ólafs, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í gær þegar hann tók sér tíma til spjalla við blaðamann. Opnunarhollið í Norðurá endaði í fjórum löxum. Það voru þeir Bjarni Ómar Ragnarsson, Eiríkur St. Eiríksson, Marinó Marinósson og Kristján Guðjónsson sem veiddu laxana. Þrír laxar sluppu hjá veiðimönnunum. Laxinn hefur sést víðar en í Norðurá og fleiri laxveiðiár verða opnaðar á næstunni. Laxá í Kjós verður opnuð 10. júní og þegar hef- ur sést til laxa í henni. Á sunnudag- inn stendur Stangveiðifélag Reykja- víkur fyrir göngu og kynnisferð um bakka árinnar og segir Ari Þórðar- son í fræðslunefnd félagsins að far- ið verði frá Háaleitisbraut 68, klukkan 10 um morguninn. „Gísli Ásgeirsson, leiðsögumaður og veiði- maður, mun fræða okkur um lax- veiðiparadísina Laxá í Kjós. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir og við hvetjum sem flesta til að koma með okkur en fyrst þarf að tilkynna þátt- töku á skrifstofu félagsins.“ ■ Opnunarhollið endaði í fjórum löxum VEITT Í NORÐURÁ Vatnið fer minnkandi í Norðurá í Borgarfirði eins og víða í öðrum veiðiám. Því er auðvelt að vaða yfir ána á fjölda staða. VEIÐIDÁLKUR ENN FJÓRIR LAXAR Í NORÐURÁ ■ Laxinn mættur í Kjós FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G . B EN D ER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.