Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 [ KVIKYNDIR ] UMFJÖLLUN Þriðja myndin um galdrastrákinn Potter er komin og eflaust hafa margir beðið eftir þessari, enda er Harry ein af ástsælustu sögu- hetjum vorra tíma. Þessi mynd, með nýjum leikstjóra, er drunga- legri en hinar tvær. Miðað við að sögurnar verða alltaf þyngri og drungalegri, þori ég ekki að spá fyrir um hvernig sú sjöunda verð- ur. Þrátt fyrir drungann, þokuna og hvassviðrið, þá er hún ekki beint ógnvekjandi, ekki einu sinni fyrir börn. Það er lítið notast við þá brellu að láta áhorfendum bregða, það er lítið um galdra í myndinni og satt best að segja er hún eins og myndbrot úr sögunni. Leikstjórinn hefur greinilega unnið út frá því að þetta sé ekki sjálfstæð mynd. Til að skilja sög- una og vera ekki skilinn eftir í einhverju limbói er ekki nóg að hafa séð hinar tvær myndirnar, þú þarft að hafa lesið bókina. Öllum flækjunum sem Rowling þræðir saman í bókinni og leysir svo er bara hent framan í áhorfendur og þeir eiga að vinna úr þessu sjálfir. Persónur myndarinnar hafa mikið þróast frá fyrstu myndinni. Hermione er orðin öruggari með sjálfa sig en Malfoy er orðin allt of mikill vælukjói. Nýr leikari er kominn í hlutverk Dumbledores sem bara er ekki Dumbledore. Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýðilegasta skemmt- un, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina munu ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og for- eldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir. Svanborg Sigmarsdóttir HARRY POTTER OG FANGINN AF AZKABAN Leikstjóri: Alfonso Cuarón Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson. Ósjálfstæð mynd S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 49 10 06 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. debenhams n‡ sen ding FYRIR KONUR OG KA RLA WWW.LEONARD.IS VILLTU VINNA ÚR WWW.LEONARD.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.