Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR FÉLAGIÐ ÍSLAND-PALESTÍNA Heldur mótmælafund undir yfirskriftinni „Nú er nóg komið“ á Ingólfstorgi klukkan tvö í dag. Tilefni fundarins er Sex daga stríðið sem hófst þennan dag fyrir 37 árum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMUSVÆÐI GENGUR YFIR Í dag má búast við að úrkoma verði víða um sunnan og austanvert landið. Léttir víða til á morgun. Sjá síðu 6 5. maí 2004 – 151. tölublað – 4. árgangur HÚSLEIT VEGNA FÍKNIEFNA Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst við húsleitir. Fannst talsvert magn af am- fetamíni og lítilræði af hassi. Sjá bls. 2 SJÖ KYNFERÐISBROT Rúmlega þrí- tugur maður á Patreksfirði hefur verið ákærður fyrir alvarleg kynferðisafbrot gegn sjö drengjum. Fórnarlömbin voru á aldrin- um 13-14 ára þegar brotin áttu sér stað. Sjá bls. 6 ALCOA VILL SAMVINNU Alcoa og Bechtel vilja forðast í lengstu lög að gera sömu mistök og ítalska verktakafyrirtækið Impregilo og hafa því óskað sérstaklega eftir náinni samvinnu við verkalýðsfélögin í landinu. Sjá bls. 4 FRAMLEIÐNIAUKNING OFMETIN Framleiðni á Íslandi jókst um þrettán pró- sent í fyrra samkvæmt þjóðhagsreikning- um. Hver vinnandi Íslendingur framleiðir því meira sem þessu nemur. Sjá bls. 12 LÖGREGLUMÁL Fjörutíu hvellhettur, sprengiefni, skotfæri og 183 kannabisplöntur fundust við hús- leit á sveitabæ skammt frá Borg- arnesi í gærmorgun. Tveir menn, fæddir 1968 og 1966, voru hand- teknir á staðnum grunaðir um ræktun kannabisplantna og eigu sprengiefnanna. Í framhaldi af því voru gerðar húsleitir á heimili og vistarver- um mannanna í Reykjavík seinni partinn í gærkvöldi, þar sem lögregla hafði grun um að þar væru geymd skotvopn. Kanna- bisefni fundust og hvítt efni sem talið er vera kókaín eða am- fetamín. Enginn er búsettur á sveita- bænum sem plönturnar og sprengiefnin fundust á, en svo virðist sem mennirnir hafi verið búnir að koma sér upp aðstöðu til ræktunarinnar á bænum og ekið frá Reykjavík til að sinna henni. Að sögn Theodórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi, er sprengiefnið sem fannst á staðnum notað til púðurgerðar og heldur sjaldgæft að slíkt finnist. Öllu algengara er að hvellhettur finnist en þær eru litlar sprengj- ur sem gjarnan eru notaðar til að sprengja dínamít. Þá fannst nokk- uð af skotfærum, mest af 22 kali- bera skothylkjum sem notuð eru í riffla og skammbyssur en einnig 38 kalibera hylki sem notuð eru í skammbyssur. Theodór segir ekki fleiri en mennina tvo grunaða um aðild að málinu á þessu stigi. Plönturnar 183 sem fundust voru á mismunandi ræktunarstigi, allt frá græðlingum upp í stórar plöntur. Einnig var lagt hald á gróðurhúsalampa og annan búnað sem tilheyrir slíkri ræktun. Þá fundust neyslutól og önnur tæki. Er þetta mesta magn kannabis- plantna sem lögreglan í Borgar- nesi hefur lagt hald á til þessa en hún naut aðstoðar fíkniefnahunds- ins Tíru. Tíra var nýlega tekin í notkun hjá embættinu eftir leitar- þjálfun. Lögreglan í Borgarnesi naut einnig dyggrar aðstoðar fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík við húsleitina sem framkvæmd var á höfuðborgarsvæðinu. hrs@frettabladid.is Lögregla leitaði skotvopna Húsleitir voru gerðar á höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði. Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir. Lagt var hald á skotfæri, sprengiefni og kannabisplöntur. Við húsleitir í Reykjavík fundust kannabisefni og hvítt efni sem talið er vera amfetamín eða kókaín. Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 40 Sjónvarp 48 Ný tegund baðfata er komin fram. Saga bikinía er nokkuð fróðleg en heilu bíómyndirnar eru byggðar á þeim. Ný mynd um Köngulóarmanninn verður brátt frumsýnd. Aðalleikar- inn, Toby McGuire, talar um nýja illmennið Doktor Octopus. Ofurhetja í sálarkreppu SÍÐUR 34 OG 35 ▲ Ilmur Stefánsdóttir: ● nýjar aðferðir of hraðskreiðar Fer í flöskuskeytaferð SÍÐA 44 ▲ ● bílar Desoto-inn kemst allt Guðbjartur Sigurðsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS MÁLSKOT Málskotsréttur forseta verður afnuminn við endurskoð- un stjórnarskrárinnar ef vilji stjórnarflokkanna nær fram að ganga. Geir H. Haarde, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segja að í kjölfar ákvörðunar forseta Ís- lands um synjun á staðfestingu fjölmiðlalaganna verði hið svo- kallaða málskotsákvæði 26. grein- ar stjórnarskrárinnar tekið út. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, eins og margir fleiri, að það sé löngu tímabært að endur- skoða ákvæði stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands sakir þess hversu villandi og óná- kvæmt það er í dag. Ég tel jafn- framt eðlilegt eftir þá synjun sem nú er orðin staðreynd að fella brott þetta ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar,“ segir Geir H. Haarde. Halldór Ásgrímsson segir að endurskoðun á stjórnarskránni sé þegar hafin samkvæmt tillögu forsætisráðherra. „Það er enginn vafi á því að menn munu fara þar yfir stjórn- arskrána að því er varðar forset- ann í ljósi þeirra atburða sem nú hafa verið,“ segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins. Aðspurður hvort ætlunin væri að færa þetta vald algjörlega frá forseta og til þingsins sagðist Halldór vilja fá það staðfest að hér væri þingræði. Sjá nánar síðu 2 GEGN BUSH OG HERNAÐARSTEFNU BANDARÍKJANNA Tugþúsundir mótmælenda hvaðanæva að fylltu götur miðborgar Rómar á Ítalíu til að mótmæla komu George Bush, forseta Bandaríkjanna, sem kom í boði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Lögregla var við öllu búin og fóru mótmælin að mestu friðsamlega fram en skipuleggjendur telja að 150 þúsund manns hafi tekið þátt í þeim þegar mest var. Sjá síðu 4 og 8. Kynþokkafyllstu klæðin SÍÐUR 30 OG 31 ▲ Írak: Ný ályktun ÍRAK Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa samið nýja ályktun fyrir ö r y g g i s r á ð S a m e i n u ð u þjóðanna í m á l e f n u m Íraks. Í henni kemur fram að herlið bandamanna í Írak muni halda frá landinu um leið og hin nýja ríkis- stjórn Íraka óskar þess. Stjórnvöld í Frakklandi, Kína og Rússlandi, sem öll hafa neit- unarvald í öryggisráðinu, höfðu lýst því yfir að þau gætu ekki fallist á fyrri ályktanir Banda- ríkjamanna og Breta um skipan mála í Írak. Samkvæmt heimild- um BBC er þó talið afar ólíklegt að ný stjórnvöld í Írak óski eftir því í bráð að herlið bandamanna hverfi frá landinu. ■ M YN D /A P Bikiní: Köngulóarmaðurinn: Stjórnarskráin í endurskoðun: Málskotsréttur falli niður Rómarheimsókn: Mótmæla komu Bush RÓM Alda mótmæla mætti forseta Bandaríkjanna þegar hann kom til Rómar í boði Berlusconis. Hróp- uðu mótmælendur á Bush að segja af sér og hætta hið fyrsta stríðsrekstri sínum í Írak. Gripið var til allra hugsanlegra neyðar- ráðstafana vegna heimsóknarinn- ar; allt flug yfir borginni var bannað, skólum í miðbænum lok- að og hátt viðbúnaðarstig var á öllum spítölum í borginni. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu að 150 þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum en lög- reglan taldi hins vegar að mót- mælendur hefðu ekki verið fleiri en 25 þúsund. Mótmælin mögnuðust eftir að Jóhannes Páll páfi annar fordæmdi hernaðarstefnu Bandaríkjamanna í Írak á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í Vatikaninu. Mótmælin fóru að mestu friðsam- lega fram en lögreglan greip til táragass þegar mótmælendur skutu upp flugeldum og blysum. ■ ÖRYGGISRÁÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.