Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 16
5. júní 2004 LAUGARDAGUR16 Skundum á Þingvöll - og treystum vor heit Þegar ráðherrar þjóðarinnar tínd- ust einn af öðrum til svars í vik- unni var erfitt að verjast þeirri hugsun að tímamótaákvörðun for- seta Íslands væri þegar farin að hafa góð áhrif í þjóðlífinu. Hvað er langt síðan þeir sýndu af sér jafnmikla kurteisi og hófstillingu? Meira að segja forsætisráðherra reyndi að vanda sig. Hann bíður dóms þjóðarinnar. Hallærið var reyndar aldrei langt undan í talinu um óvissu og flækjur. Jafnvel það hafði þó sín- ar jákvæðu hliðar. Ólíklegustu menn leggja nú áherslu á vandað- an undirbúning laga, ígrundun og víðtækt samráð. Í Kastljósviðtali forsætisráðherra sýndi hann jafn- framt í fyrsta skipti skilning á þeim vanda sem misskipting auðs, auglýsingafjár og aðgangs að fjöl- miðlum hefur í aðdraganda kosn- inga. Ég læt liggja á milli hluta hversu hlálegt er að opinberun forsætisráðherra sé nátengd því að í fyrsta skipti situr hann hugs- anlega ekki sjálfur á stærstu sjóð- unum. Forsætisráðherra óttast sem sagt að þeir sem hafi hagsmuna að gæta í fjölmiðlamálinu beiti afli sínu líkt og þeir sem eiga ríkra hagsmuna að gæta í sjávarútvegi hafa gert grímulaust á undanförn- um árum. LÍÚ hefur efnt til tug- milljóna áróðursherferða gegn breytingum á kvótakerfinu og sjávarútvegsfyrirtæki lagt drjúgt í sjóði stjórnmálaflokka sem fylgja sömu stefnu. Forsætisráð- herra hefur öðrum fremur varið þetta kerfi. Nú virðist sögulegt tækifæri til að ná þverpólitískri samstöðu um leikreglur um komandi kosninga- baráttu. Opinbert þarf að vera hverjir bera ábyrgð á auglýsing- um og áróðri. Til skoðunar hlýtur að koma að takmarka notkun sjón- varpsauglýsinga. Að öðrum kosti mun aðgangur að fjármagni ráða miklu um niðurstöðuna. Á móti er hægt að úthluta andstæðum fylk- ingum endurgjaldslausum útsend- ingartíma. Eðlilegt er að áhugafélög með og á móti fái opinberan stuðning til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sá háttur er alþekktur og var meðal annars hafður á í kosningu um framtíð flugvallar- ins í Vatnsmýri. Að auki er eðli- legt að önnur framlög séu gerð op- inber ef þau fara yfir ákveðna upphæð. Í kjölfarið á slíkt einnig að gilda um fjármál stjórnmála- flokka. Það er táknrænt að verið sé að rífa gamlar fúaspýtur út úr Al- þingishúsinu þessa dagana. Það var löngu tímabært. Fallegir inn- viðir í upprunalegri mynd koma í stað hinna fúnu. Ekkert er heldur betur við hæfi en að Alþingi komi saman á Þingvöllum til að setja lög um komandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Þannig væri sextíu ára afmælis lýðveldisstjórnarskrár- innar frá 1944 rétt minnst. ■ MAÐUR VIKUNNAR Algjört gull HELENA ÓLAFSDÓTTIR ÞJÁLFARI KVENNALANDSLIÐSINS Í KNATTSPYRNU DAGUR B. EGGERTSSON Ekkert er betur við hæfi en að Alþingi setji lögin á Þingvöllum meðan fúaspýtunum er rutt úr þingsölum. ,, SKOÐUN DAGSINS ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN Kvennalandsliðið var í eldlínunni í vikunni semleið og vann sannfærandi sigur á Ungverjumytra síðasta laugardag. Það varð til þess að ís- lenska liðið tryggði sér sæti í umspili fyrir loka- keppni Evrópumótsins, og er þetta í annað skiptið í röð sem kvennalandsliðið kemst í umspil fyrir stór- mót. Efsta sætið í riðlinum, sem gefur beint sæti á EM, rann reyndar íslenska liðinu úr greipum á mið- vikudag, þegar liðið beið lægri hlut gegn Frökkum á Laugardalsvellinum, einu hæst skrifaða kvenna- landsliði í Evrópu í dag. Engu að síður frábær árang- ur hjá kvennalandsliðinu, sem hefur verið í stöðugri sókn undanfarin ár. Kastljósið beinist að þjálfaranum, Helenu Ólafs- dóttur, sem verður 35 ára á þessu ári. Hún hefur verið í íþróttum frá blautu barnsbeini. Hún ólst upp í Nes- kaupstað, en fluttist til höf- uðborgarsvæðisins 11 ára að aldri og hefur ílengst þar síðan. Helena stundaði nám í Seljaskóla áður en hún hélt í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti þar sem hún lauk stúdentsprófi . Helena hafði fyr- ir löngu verið búin að skipu- leggja sín fram- t í ð a r á f o r m ; íþróttir voru það sem hún vildi fást við og eyddi hún næstu þrem- ur árum eftir út- skrift á Laugar- vatni, þar sem hún lærði til íþrótta- kennara. Eftir að hafa náð sér í fullgild kennsluréttindi fór Helena í Hagaskóla þar sem hún kenndi í eitt ár, en hefur nú í rúman áratug starfað við íþróttakennslu í Hólabrekkuskóla. Samhliða námi og vinnu fór Helena mikinn á knatt- spyrnuvöllum landsins. Árið 1986 gekk hún til liðs við stórveldi nokkurt í Vesturbænum og var strax sjáanlegt að þarna væri á ferð stúlka sem hefði alla burði til að ná langt í íþróttinni. Á sín- um ferli sem leikmaður spilaði Helena nær ávallt sem fremsti maður, enda með slíkt nákvæmnisauga fyrir markaskorun að sjaldséð þykir. Til að styðja þá fullyrðingu talar tölfræðin sínu máli, en í þeim 193 leikjum sem Helena lék í efstu deild skoraði hún 154 mörk. Þessi árangur skipar henni sögulegan sess, en hún er í þriðja sæti á lista yfir þær markahæstu í efstu deild kvenna frá upphafi og í því fjórða hvað varðar leikjafjölda. Og titlarnir létu ekki á sér standa. Sem leikmaður varð Helena í fjór- gang Íslandsmeistari, og í öll skiptin tók hún sjálf á móti bikarnum sem fyrirliði KR. Bikarmeistaratitl- arnir urðu tveir á leikmannaferlinum, en sá þriðji bættist við árið 2003, þegar Helena þjálfaði Vals- stúlkur sitt fyrsta og eina sumar áður en hún tók við stjórnartaumnum hjá landsliðinu. Flestir þeir sem Fréttablaðið ræddi við voru sam- mála um að Helena væri gull af konu, samviskusöm og heiðarleg manneskja og hafi burði til að ná topp- árangri í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur. Metnaður hennar er óbilandi, hún tekur ákvarðanir aðeins að vel hugsuðu máli og fylgir þeim síðan allt til enda. Ótvíræðir leiðtogahæfileikar Helenu endur- speglast í þjálfarastarfinu, sem hún hefur fengist við allt frá árinu 1989, bæði hjá knattspyrnufélögum og í Hólabrekkuskóla. Undanfarin ár hef- ur Helena verið að söðla um og meðal annars látið til sín taka á pólitískum vettvangi. Tvisvar sinnum hefur Helena verið í framboði fyrir Framsóknar- flokkinn og einnig er hún varaformaður íþrótta- og tóm- stundaráðs flokks- ins. Helena þykir einkar vel mælsk og þegar hún tekur til máls býr hún yfir miklum sann- færingarkrafti og fær fólk virkilega til að hlusta á sig. „Hún er mikill vinur vina sinna og get- ur auðveldlega haldið uppi sam- ræðum heila kvöld- stund. Hún er líka ótrúlega fyndin,“ sagði einn viðmæl- enda Fréttablaðsins. Kunnugir segja að erfitt sé að finna van- kanta á Helenu. Einn hafði þó á orði að ef eitthvað væri mætti hún að ósekju hafa meiri trú á sjálfri sér. „Hún er mikil fyrirmynd í sínu starfi, en stundum held ég að hún geri sér ekki nægi- lega mikla grein fyrir því.“ Helena þolir ekki að tapa og sagði annar að Helena væri stund- um hreinlega með of mikið keppnisskap, ef galla mætti kalla. Að sögn þeirra sem til hennar þekkja hafa íþróttir ávallt verið hennar líf og yndi. Hennar einstaki karakter er gerður fyrir hvers kyns tómstundaiðju. „Ég sé hana ekki fyrir mér í neinu öðru og er alveg viss um að hún verður alltaf viðloðandi íþróttir, á einn eða annan hátt,“ sagði einn viðmælendanna. Enginn efast þó heldur um að Hel- ena geti staðið sig í stjórnmálum, rétt eins og í öllu öðru sem hún væri vís til að taka sér fyrir hendur. Hún sé einfaldlega fær í allt. ■ Sameiningartáknið fokið Ég er harður andstæðingur fjölmiðlafrum- varpsins og tel enga þörf á aukinni miðstýr- ingu í viðskiptum þar sem reynt er að bregða fæti fyrir markaðsöflin og tjáningar- frelsið. Lögin eru óþörf. Menn ættu frekar að fagna því að einhverjir hafi kjark til að setja aukið fjármagn í stóru fjölmiðlana til að halda þeim á floti. Saga fjölmiðla á Ís- landi síðustu tuttugu árin er saga fátæktar og tapreksturs. Ég er hins vegar algerlega á móti því að forseti Íslands sé gert að póli- tísku embætti, eins og forsetinn gerði í gær. Hér á að ríkja þingræði. Sameiningartáknið á Bessastöðum fauk í gær. Það verður ekki aftur snúið. Jón G. Hauksson á heimur.is Styrkur fyrir lýðræðið Ákvörðun forseta Íslands í gær um að beita synjunarvaldi forsetans skv. 26. gr. stjórnar- skrárinnar og vísa fjölmiðlalögunum í þjóð- aratkvæðagreiðslu er mikill styrkur fyrir lýð- ræðið í landinu. Forsetinn sannaði með ákvörðun sinni, að fólkið getur átt skjól hjá forsetanum gegn ólögum og misráðinni valdbeitingu meirihluta þings. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.