Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 22
Íþróttamót fyrir afkomendurna Robert F. Kennedy var skotinn áþessum degi fyrir 36 árum. Hann var í framboði til forseta Bandaríkjanna þegar hann varð fyrir árásinni og hafði nýlokið við að halda ræðu í tilefni sigurs í for- kosningum í Kaliforníu. Skotmaðurinn, Palestínumaður- inn Sirhan Sirhan, var handtekinn á staðnum. Auk Kennedys slösuð- umst fimm aðrir í árásinni. Kennedy var fluttur í flýti á sjúkrahús þar sem hann barðist fyrir lífi sínu í 24 klukkutíma en hann lést að morgni 6. júní, aðeins 42 ára að aldri. Hann var jarðaður tveimur dögum seinna við hlið bróður síns, John F. Kennedy. Robert F. Kennedy fæddist árið 1925 í Massachusetts. Hann starf- aði seinna sem kosningastjóri í bar- áttu bróður síns í forsetakosningum og starfaði hjá honum eftir að hann var kjörinn. Eftir morðið á John starfaði Robert fyrst um sinn fyrir nýjan forseta, Lyndon B. Johnson, en sagði fljótlega af sér til að bjóða sig fram til setu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Sem þingmaður var hann þekktur fyrir að berjast fyrir réttindum minnihlutahópa og gagnrýni sína á Víetnamstríðið. Árið 1968 var hann hvattur til að bjóða sig fram til forseta Banda- ríkjanna fyrir hönd demókrata og tilkynnti hann um framboð sitt 16. mars. Tilræðismaðurinn var dæmdur til dauða en þeim dómi var breytt í lífstíðarfangelsi þegar Kalifornía lét af dauðarefsingum. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1883 Hagfræðingurinn John Maynard Keynes fæðist. Hann setti mark sitt á söguna en hann taldi að stjórnvöld ættu að hafa afskipti af efnahagsmálum. 1944 Bretar varpa meira en 5.000 tonnum af sprengjum á bæki- stöðvar Þjóðverja í Normandí. Á meðan sigla skip bandamanna eftir Ermarsundi og undirbúa innrás í Normandí. 1947 George Marshall hvetur Banda- ríkin til að hjálpa við uppbygg- ingu í Evrópu eftir stríðið. Verk- efnaáætlunin sem fór í gang í kjölfarið gekk undir nafninu Marshall-aðstoðin en gífurlegt fjármagn fór til Evrópu frá Bandaríkjunum í kjölfarið. 1949 Spennusagnarithöfundurinn frá Wales, Ken Follett, fæðist. Hann hefur gefið út hverja metsölu- bókina á fætur annarri. ROBERT F. KENNEDY Var myrtur fyrir 36 árum. Hann var þá í framboði til embættis forseta Bandaríkj- anna. Robert F. Kennedy myrtur Ég var nú aðallega að berjastfyrir því í vikunni að fá að koma sjónarmiðum mínum á framfæri í fjölmiðlum og vakti til að mynda athygli Ríkisútvarpsins á því hversu einkennilegt það væri að kalla alla spekinga lands- ins til að tjá sig um synjunarvald forsetans, nema forsetaframbjóð- endurna tvo sem eru í framboði með stuðningi þúsunda manns,“ segir forsetaframbjóðandinn Ást- þór Magnússon milli þess sem hann er svikinn um stöðugt síma- samband í lestarjarðgöngum í Hollandi, þar sem hann eyðir helginni. „Það tekur nú tímann sinn að hringja og skrifa vegna þessa misréttis, en mér tókst allavega að koma skoðun minni á framfæri í ríkissjónvarpinu eftir mikinn barning en vitaskuld ekki í Norð- urljósafjölmiðlunum, því þar fæ ég ekki að segja neitt nema hvað Fréttablaðið birti eftir mig grein nú í gær. Ég hringi ítrekað í Stöð 2 til að bjóða þeim að vera við- stadda okkar viðburði, eins og t.d. þegar ég fór og hitti útvarpsstjóra vegna ofangreinds máls, en þeir vilja ekki mæta, og ég fæ aldrei að koma inn á teppi Norðurljósa til að segja eitt né neitt. Það er engu líkara en að fyrirtækið sé auglýsingastofa fyrir forseta- framboð Ólafs Ragnars Gríms- sonar, því hinir forsetaframbjóð- endurnir fá ekki einu sinni að koma stefnumálum framboðs síns á framfæri með málefnalegum hætti. Mér finnst þetta voða skrýtið land, Ísland, og lýðræðið með afar sérstökum hætti. Líkist helst lýðræði í Írak, en allavega Fékk að koma skoðun sinni á fram- færi í ríkissjónvarpinu lýðræði undir Norðurljósum. En það breytist nú kannski þegar þjóðin samþykkir þetta fjölmiðla- frumvarp og brýtur upp þessa einhæfu eignaraðild.“ ■ 22 5. júní 2004 LAUGARDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT MARK WAHLBERG Leikarinn, söngvarinn og gítaristinn er 33 ára í dag. 5. JÚNÍ „Besti vinur minn er Hjalti Snær Ægisson, kærastinn minn,“ segir umsjónarkona Hjartsláttar á ferð og flugi, Dagbjört Há- konardóttir. „Hann er alltaf til í að hlusta á nöldrið í mér og kann að hugga mig þegar ég er leið, en hann er líka voðalega fyndinn og góður félagi.“ [ BESTI VINURINN ] DAGBJÖRT HÁKONARDÓTTIR Hjörtur Pálsson rithöfundur er 63 ára. Kristín Arngrímsdóttir myndlistarkona er 51 árs. Guðmundur Oddur Magnússon, graf- ískur hönnuður, er 49 ára. Sigrún Waage leikari er 43 ára. Fjóla Haraldsdóttir lést miðvikudaginn 2. júní. Halldór Guðmundsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Njarðvík, lést þriðjudag- inn 1. júní. Ingibjörg Svava Helgadóttir, frá Hlíðar- enda í Fljótshlíð, lést mánudaginn 31. maí. Ingimundur Ólafsson, Frostafold 49, Reykjavík, lést miðvikudaginn 2. júní. Ída Ingólfsdóttir, fyrrv. forstöðukona á barnaheimilinu Steinahlíð, lést fimmtu- daginn 3. júní. Jóhanna Edda Sumarliðadóttir lést sunnudaginn 23. maí. Útförin fór fram í kyrrþey. Kristjón Ómar Pálsson lést þriðjudag- inn 1. júní. Marinó Jónsson, Höfðahlíð 1, Akureyri, lést þriðjudaginn 18. maí. Útförin fór fram í kyrrþey. Rósa Halldóra Hansdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, lést miðvikudaginn 2. júní. Sigríður Kristín Halldórsdóttir, Ásgarði 119, lést miðvikudaginn 2. júní. Sigríður J. O’Brien, Klapparstíg 1, Reykjavík, lést laugardaginn 22. maí. Út- förin fór fram í kyrrþey. Svava Hildur Halldórsdóttir, Sörlaskjóli 7, lést fimmtudaginn 27. maí. Þórir Guðmundsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést mánudaginn 31. maí. 11.00 Hólmfríður Jónsdóttir frá Nauta- búi verður jarðsungin frá Sauðár- krókskirkju. 14.00 Margrét Magnúsdóttir Öfjörð, áður til heimilis að Staðarbakka, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Signý Sigmundsdóttir verður jarðsungin frá Hómavíkurkirkju. Af því sem ég hef gert er égstoltastur af börnum mínum og barnabörnum og ég ætla að vera með þeim á afmælisdaginn,“ segir Vilhjálmur Einarsson, fyrr- verandi skólameistari og frjáls- íþróttakappi, en hann er sjötugur í dag. Í tilefni dagsins munu afkom- endur Vilhjálms spreyta sig í frjálsíþróttum, kraft- og knatt- þrautum en það verður að teljast í anda Vilhjálms, sem hlaut silfur- verðlaun í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Melbourne 1956. „Ég ætla að setja upp eftirlíkingu af íþróttaskólanum sem ég starf- rækti ásamt félaga mínum Hösk- uldi Goða Karlssyni á sjöunda áratugnum. Þetta voru námskeið sem við héldum fyrir krakka og í tilefni afmælisins ætla ég að skylda fjölskylduna til að fara í þetta með mér.“ Blásið verður til fjölskyldu- mótsins á Laugardalsvellinum en afkomendur Vilhjálms eru tutt- ugu og tveir talsins. Aðspurður hvort hann muni ekki fara með sigur af hólmi segir Vilhjálmur það líklega ekki gerast. „Ég hef ákveðið að vera í dómarastöðu og það verða stífar mælingar. Ég eyði mestum tíma fyrir framan strigann og trönurnar þessa dag- ana, sem er alls ekki góður undir- búningur fyrir stökk og hlaup.“ Auk þess að halda íþróttamót er Vilhjálmur að skipuleggja afmæl- issýningu í Eden í Hveragerði sem verður opnuð 14. júní. „Ég ætla að sýna myndir mínar af þessu tilefni enda hef ég eytt drjúgum tíma í myndlistina undanfarin ár.“ Að kappleikunum loknum ætlar Vilhjálmur að skunda með fjöl- skylduna í sund en grillmatur verð- ur einnig á boðstólum: „Síðan fá all- ir þátttakendur auðvitað viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttökuna,“ segir Vilhjálmur að lokum. ■ AFMÆLI VILHJÁLMUR EINARSSON ER 70 ÁRA Í DAG ■ Hann heldur upp á afmæli sitt með sérstökum hætti í Laugardalnum. VIKAN SEM VAR ÁSTÞÓR MAGNÚSSON FOR- SETAFRAMBJÓÐANDI ■ Eyddi bróðurparti vikunnar í að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjöl- miðlum. 5. JÚNÍ 1968 ROBERT F. KENNEDY VAR MYRTUR ER HANN FAGNAÐI ■ stórsigri í forkosningum fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum. VILHJÁLMUR EINARSSON Ákvað að halda íþróttamót í tilefni stórafmælis síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.