Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 26
26 5. júní 2004 LAUGARDAGUR Hinar gríðarlega vin-sælu teiknimyndir um Línuna eru komnar út á DVD og seljast grimmt hér á landi. Það eru 12 Tónar sem sjá um innflutninginn og Jóhann Ágúst Jóhanns- son, útgáfustjóri- og kynn- ingarfulltrúi 12 Tóna, seg- ir fyrstu sendingu hafa rokið út á nokkrum dögum. Einhver eintök eru eftir í verslunum en beðið er eft- ir næstu sendingu. „Í nokkur ár hafa selst geisladiskar með tónlist- inni úr teiknimyndunum um Línuna og höfum við selt fleiri hundruð eintaka,“ segir Jóhann Ágúst. „Línan á sér greini- lega tryggan aðdáendahóp. Þegar við fengum tölvupóst frá ítölsku út- gáfufyrirtæki um DVD-útgáfu á teiknimyndunum hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar. Dreif- ingarfyrirtækið leggur mikið upp úr þessari útgáfu sem verður á fjórum DVD-diskum. Þeir tveir fyrstu eru komnir út og hinir tveir munu koma á markað seinna á ár- inu. Viðtökur Íslendinga hafa verið einstaklega góðar.“ Þessar góðu viðtökur eru ekki einkennilegar sé tekið mið af þeim miklu vinsældum sem teiknimynd- irnar um Línuna nutu hér á landi þegar þær voru sýndar í ríkissjón- varpinu fyrir allmörgum árum. Fjölskyldur landsins skemmtu sér innilega við að fylgjast með hrak- föllum hinnar mislyndu Línu. Jóhann Ágúst man vel eftir Lín- unni. „Ég sá hana fyrst í svart hvítu sjónvarpi og man hvað það var sérstakt að sjá hana í litasjón- varpi þar sem hún skipti litum eft- ir skapi,“ segir hann. 12 Tónar reka plötubúð, sjá um innflutning og eru auk þess með eigin útgáfudeild. „Við miðum út- gáfuna við það sem heillar okkur og það sem við teljum eiga erindi á íslenskan og erlendan markað,“ segir Jóhann Ágúst. „Við riðum á vaðið í fyrra með okkar fyrstu út- gáfu sem var geisladiskurinn Krákan með Eivöru Pálsdóttir. Diskurinn fór í gull hér heima og seldist einnig gríðarlega vel í Fær- eyjum. Salan gengur líka vel í Dan- mörku þar sem Eivör hefur fengið frábæra dóma og allt bendir til að viðtökurnar verði á sama veg í Sví- þjóð. Fyrir stuttu sendum við frá okkur tónlistina úr Nóa albínóa og í byrjun júlí kemur út afar góður diskur með Brúðarbandinu. Annar diskur er væntanlegur um miðjan þennan mánuð en það er Trabant á Bessastöðum. Á umslaginu er mynd af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, ásamt hljóm- sveitinni en diskurinn var tekinn upp á Bessastöðum þegar Trabant spilaði þar síðastliðinn janúar í boði sem var haldið til heiðurs Ólafi Elíassyni. Diskurinn verður gefinn út í 500 eintökum og verður til sölu í verslun okkar á Skóla- vörðustíg og þar gildir reglan, fyrstir koma fyrstir fá.“ Jóhann Ágúst segir fleiri diska væntanlega en 12 Tónar stefna á að gefa út átta til tíu geisladiska þetta árið. kolla@frettabladid.is LÍNAN Hinir meistaralegu og bráðfyndnu þættir um Línuna hafa verið sýndir í 40 löndum og unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Línan þarfnast ekki mikilla útskýringa. Allir sem hafa séðfrábærar teiknimyndir Osvaldos Cavandoli um Línuna muna eftir hinni ofvirku og skapbráðu Línu sem oft reifst há- stöfum við teiknara sinn. Allt sem á sér stað í þessum mynd- um gerist á einni línu og flestir hlutir í myndunum eru sömu- leiðis teiknaðir með einni línu sem síðan tekur umbreytingum. Aðalpersónan, Línan, hlær venjulega í upphafi og sönglar en er fljót að skipta skapi enda finnur hún ýmsar misfellur á lín- unni sem hún gengur eftir. Hver Línuþáttur er nokkrar mín- útur og nær allir enda þeir illa. Osvaldo Cavandoli, höfundur Línunnar, fæddist árið 1920 á Ítalíu. Hann var 23 ára þegar hann byrjaði að teikna teikni- myndir. Árið 1969 skapaði hann meistaraverk sitt La Linea (Línuna), en þættirnar unnu til fjölda alþjóðlegra verðlauna og hafa verið sýnir í 40 löndum, þar á meðal hér á landi. Tón- listin í teiknimyndunum er eftir Franco Godi (Signor Rossi eins og hann er kallaður) og leikarinn Carlo Bonomi túlkar rödd Línunnar á sérlega eftirminnilegan hátt. ■ Hin alþjóðlega Lína JÓHANN ÁGÚST JÓHANNSSON „Línan á sér greinilega tryggan aðdáendahóp. Þegar við fengum tölvupóst frá ítölsku útgáfufyrirtæki um DVD-útgáfu á teiknimyndunum hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar.“ Íslendingar taka Línunni fagnandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.