Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 27
Hyundai-bílar seldust mjög vel í maímánuði og jókst sala þeirra um 26 prósent miðað við sama mán- uð í fyrra. Netti smábíllinn Hyundai Getz er mest seldi bíll af Hyundai- gerð í Evrópu um þessar mundir. B í l a f r a m l e i ð a n d i n n Hyundai er nú þriðji stærsti innflytj- andi bíla í Evrópu. Um- b o ð s a ð i l i Hyundai á Ís- landi er B&L. Jón Pálmason var kjörinn formað- ur stjórnar bílaumboðsins Ingvars Helgasonar hf. á dögunum. Hann tekur við af Baldri Guðnasyni en hann hefur nú gerst forstjóri Eim- skipafélags Íslands ehf. Bílasalan Hraun hefur nú fengið umboðið fyrir Amco Veba-krana. Amco Veba framleiðir allar gerðir af krönum frá tveimur tonnum og upp í 80 tonn. Þeir fram- leiða landkrana, T- krana og sjókrana. Kranarnir eru fáan- legir með Skanreko radóstýringu og kraft- lið en allir kranarnir eru með Danfoss-kist- um. Frystu kranarnir verða á sér- stöku kynningarverði hjá bílasöl- unni. Gallalausir bílar eru til segir sænska bílaeftirlitið. Það próf- aði alls 5,5 milljónir af bílum á síðasta ári og voru sjö bíla- tegundir gallalausar eftir þriggja ára notkun. Tegund- irnar sem reyndust svo vel voru Honda Logo, Mazda MX5 í flokki smábíla sem og Mercedes SLK, Subaru Forester, Toyota Picnic og Volkswagen Passat VR6. Algengustu gallarn- ir í bílum eru í bremsunum og fjórði hver bíll reyndist vera með gölluð ljós. Liðsmenn Korn eiga felgur sem hægt er að fjárfesta í á vefsíðunni felgur.com. Hljómsveitin Korn kom til Íslands og hélt tónleika í Laugardalshöll bæði á sunnudag og mánudag við mikla lukku viðstaddra. Bæði Fieldy, bassa- leikari Korn og Head, gítarleikari keyra um á bílum með glæsi- legar felgur sem fást á felgur.com bilar@frettabladid.is Liggur í loftinu Í BÍLNUM Guðbjartur Sigurðsson, prentari og kennari, lifir draum margra þegar hann ekur um bæinn á DeSoto FireFlight árgerð 1956. Hvernig skyldi honum hafa áskotnast bíllinn? „Árið 1991 fór ég að heimsækja bróður minn í San Diego í Kaliforníu og var alls ekki í bílaleit. Ég sá bílinn auglýstan og ákvað að fara að gamni mínu að skoða hann. Við fórum í smábæ rétt við mexíkósku landamærin og ég skoðaði bílinn og ætlaði að láta þar við sitja þar sem mig vant- aði ekki fornbíl, átti Chevr- olet pickup sem beið mín heima. En DeSoto-inn lét mig ekki í friði og daginn eftir fór ég og keypti hann. Ég hefði auðvitað átt að keyra hann þvert yfir Bandaríkin en aðstæður buðu ekki upp á það í þetta sinn svo hann var fluttur á pallbíl og svo með Eimskip heim. Bíllinn var í þokka- legu lagi, ég er að setja í hann nýja orginal innrétt- ingu, gerði upp vélina í upp- runalegt horf og nú er hann í mjög góðu standi. Ég stefni á að mála hann í upp- runalegum litum innan þriggja ára. DeSoto voru eitt af flaggskipunum frá Chrysler og framleiddir á árunum 1929-1961.“ Guðbjartur er mikill áhugamaður um bíla og mótorsport. Hann keppti í mótorhjólaakstri og spyrnu í gamla daga en beindi svo ástríðunni til fornbílanna og er nú virkur félagi í Fornbílaklúbbnum. En hvað býr í bílnum? „Þessi bíll kemst svo til hvert á land sem er. Ég hef tvisvar sinnum farið á hon- um hringinn með Fornbíla- klúbbnum og nota hann á sumrin eftir eigin geðþótta. Á veturna er hann í bílskúr og ekki notaður. Ég keyri líka vini og vandamenn við sérstök tilefni, svo sem brúðkaup. Bíllinn er vel byggður og sterkur og ef hann er notaður eins og ég nota hann, honum vel við haldið og hafður inni á vet- urna, þá getur hann gengið endalaust.“ brynhildurb@frettabladid.is DeSoto-dýrgripur: Kemst hvert á land sem er Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 322 stk. Keypt & selt 41 stk. Þjónusta 60 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 20 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 41 stk. Atvinna 29 stk. Tilkynningar 6 stk. Volvo fær háa einkunn BLS. 3 Góðan dag! Í dag er laugardagur 5. júní, 157. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.12 13.26 23.42 Akureyri 2.17 13.11 24.09 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Isuzu Trooper árg. 2000. Sjálfskiptur 38”. Ekinn 88 þús., blár. Vel með farinn, einn eigandi. S. 863 4480. Til sölu glæsilegur spíttbátur með jet- drifi og V8 350 vél. Ganghraði 50-60 sjómílur. Verð 650 þús. kr. Upplýsingar í síma 896 6278 (Gunnar). Rafhitaðir heitir pottar frá Beachcomber. Eigum örfáa potta eftir hlaðna aukahlutum. Sendum bæklinga samdægurs. Allar nánari uppl. í 897 2902 mvehf@mmedia.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Guðbjartur Sigurðsson hjá DeSoto-draumabílnum sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.