Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 28
Toyota ætlar að auka framleiðslu á tvinnbílum, það er bílum sem ganga bæði fyrir bensíni og rafmagni, um 44% á næsta ári. Verða þá framleiddir alls 130.000 bílar. Skýringin er ekki síst mikil eftirspurn Bandaríkjamanna, sem bregður við hærra bens- ínverð og beina því sjónum sínum að sparneytnari bílum.                            DAEWOO lyftarar Rafmagnslyftarar frá 1,3t - 3,0t Dísellyftarar frá 1,5t - 15t. Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 585 2500 Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til Ís- lands stendur Fornbílaklúbbur Ís- lands fyrir sýningu í Laugardalshöll um helgina. Bílarnir eru frá árinu 1904-1974 en margir þeirra hafa ekki verið sýndir áður. Auk þess verða nýuppgerðir bílar á sýning- unni. Að sögn Sævars Péturssonar, formanns Fornbílaklúbbsins, ættu allir að hafa gaman af sýningunni. „Þetta er áhugaverður viðburður sérstaklega fyrir unga fólkið sem ekki hefur séð slíka bíla áður.“ Fyrsti bíllinn sem kom til lands- ins verður reyndar ekki á staðnum enda var hann sendur aftur til Dan- merkur þaðan sem hann uppruna- lega kom. Sverrir Andrésson, for- fallinn fornbílaáhugamaður, tók upp á því að endursmíða þennan Thom- sen-bíl, svokallaðan Cutell frá árinu 1901. „Ég var að undra mig á því að nánast ekkert er eftir af jarðnesk- um leifum þessara bíla lengur. Reyndar er að finna Thomsen-bíl af sömu árgerð á safni í Danmörku en sá er allt öðruvísi en bíllinn sem kom hingað til lands,“ segir Sverrir, sem er bæði húsa- og húsgagna- smiður en hefur unnið árum saman við að gera upp bíla. Fyrsti bíllinn var fluttur til Íslands eftir að Al- þingi samþykkti fjárveitingu til að kaupa bíl til reynsluaksturs. „Menn voru að velta því fyrir sér hvort hægt væri að keyra bíl á Íslandi. Thomsen kaupmaður nokkur fékk því styrk til að fara til Danmerkur og kaupa bíl sem hann flutti svo inn til landsins þann 20. júní 1904.“ Sverrir var um það bil tvö ár að endursmíða bíl eins og þann sem fyrst kom til Íslands og verður eftirlíkingin að sjálfsögðu til sýnis í Laugardalnum um helgina. Sverr- ir kom honum sjálfur þar fyrir enda er bíllinn vel ökuhæfur. Ekki leikur vafi á að þar er fagmaður á ferð því auk þess að gera upp bíla hefur Sverrir safnað fornbílum lengi og starfað sem bílasali í áraraðir. Hann rak einnig Fornbíla- setrið á Selfossi þar sem hann er búsettur. „Ég er orðinn svo gamall að nú vil ég fara að segja skilið við þetta brask. Enn á ég nokkra forn- bíla sem mig langar til að selja svo ég geti dundað mér meira í róleg- heitum í bílskúrnum,“ segir hinn 74 ára bíladellukarl og hlær. Í Laugardalshöll um helgina verða um 65 bílar af ýmsum toga til sýnis en gersemin eru í eigu með- lima Fornbílaklúbbs Íslands. Sýningin stendur yfir frá klukkan 11 til 22 á laugardag og kl. 11-21 á sunnudag. Miðaverð er 800 kr, 400 kr. fyrir meðlimi Forn- bílaklúbbsins en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. thorat@frettabladid.is Tryllitæki þessarar viku er Corvette C5 blæjubíll og er eigandi þess Ingólfur Arn- arson. Bíllinn er 1998 árgerð en Ingólfur eignaðist hann í mars á þessu ári. Ingólf- ur flutti bílinn sjálfur inn frá Bandaríkjun- um og kom hann þaðan í ágætislagi en Ingólfur hefur samt í hyggju að gera að- eins meira fyrir hann á næstunni. Þessi bíll er fyrsti C5 Corvette blæjubíllinn á landinu og er þetta nýjasta kynslóðin af Corvette-bifreiðum, en ný kynslóð verður framleidd á næsta ári. Bíllinn hans Ing- ólfs er 345 hestöfl og með 5,7 lítra vél. Ingólfur telur að bíllinn sé metinn á um fjórar milljónir íslenskra króna. [ TRYLLITÆKIÐ ] Sverrir ásamt eftirlíkingunni sem hann smíðaði eftir fyrsta bílnum sem kom hingað til lands. Fornbílasýning í Laugardalshöll: Bílar í 100 ár Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.