Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 46
5. júní 2004 LAUGARDAGUR Leið Köngulóarmannsins upp á hvíta tjaldið var löng og þyrnum stráð. Í tvö áratugi deildu fyrir- tæki um hver ætti kvikmynda- réttinn á ofurhetjunni. Skiljan- lega vildi enginn gefa eftir þar sem gulltryggt yrði að mynd um kappann yrði vin- sæl um allan heim. Lengi vel ætlaði leikstjórinn James Cameron að gera mynd um ofurhetjuna sem hefði líklegast orðið afar ólík þeirri sem sló í gegn í fyrra. Miðað við hversu vel leikstjóranum Sam Raimi tókst að gæða ofurhetjuna lífi var það hin mesta lukka að lagadeilan stóð þetta lengi yfir. Raimi hafði verið aðdáandi hetjunnar frá æskuárum og hafði góða reynslu í gerð ævintýramynda. Það var einnig alltaf hugmynd Cameron að ráða Leonardo DiCaprio í hlut- verk Peters Parker, vísinda- nemans sem öðlast ofur- krafta eftir að verða bitinn af geisla- virkri köngu- ló. Raimi leist ekkert á það og valdi Tobey Maguire, sem er öllu góðlegri og sak- leysis- legri í útliti í aðal- hlut- verkið. Fyrir fyrstu mynd- ina þurfti Maguire að leggja heilmikið á sig. Hann þurfti að eyða sex dögum í viku í lyftingasaln- um til þess að fylla sem best upp níð- þröngan búning of- urhetjunnar, því leik- stjórinn krafðist þess að aðalleikarinn yrði sem mest sjálf- ur í búningnum en ekki áhættuleikari. Það hlýtur því að hafa verið blendin ánægja fyrir leikar- ann Tobey Maguire að leika í framhalds- myndinni, eða hvað? Ástin og vefurinn Hvernig er staðan á Peter Parker í upp- hafi myndarinnar? „Þetta er beint framhald af fyrstu myndinni,“ segir Tobey Maguire. „Þessu er ætlað að vera ein löng saga um þessar persónur og þessi mynd gerist tveimur árum síðar. Peter er í háskóla og í tveim störfum. Með náminu er hann að reyna afla sér fjár til þess að sjá fyrir sér sjálfum og til að hjálpa Mæju frænku örlítið. Svo er hann að berjast við glæpi sem Köngulóarmaðurinn. Hann er enn svo yfir sig ástfanginn af Mary Jane að það særir hann. Hann van- rækir vinskap sinn við Harry Os- bourne og vanrækir samband sitt við frænku sína. Hann er að kljást við ástina og veltir sér endalaust upp úr því af hverju hann geti ekki verið með stelpunni sem hann elskar. Af hverju getur hann ekki fengið það sem hann vill? Hann er svo ennþá að reyna axla ábyrgð en veltir því fyrir sér hver örlög hans séu, hver hann sé. Að mínu mati er sálarlíf hans í molum.“ Þú segir að ástin særi hann, í þessari mynd er Mary Jane búin að ná góðri fótfestu í lífu sínu. Hvernig er það fyrir hann að horfa upp á það? „Það er súrsætt af því að hann samgleðst henni líka. Hann er góður gæi, og óskar henni alls hins besta þar sem hann vill bara að hún sé hamingjusöm. Hann vildi bara fá að deila þessu með henni. Líka þegar hann eyðir tíma með dr. Otto Octavius og eigin- konu hans, þá sér hann hvernig líf hann gæti átt. Hann er gáfaður gæi og er góður í vísindum og gæti án efa náð árangri þar. Hann horfir upp á doktorinn og sér hvernig hann og kona hans verða spennt yfir því sem þau eru að gera. Hann sér líka hversu spenntur Otto er vegna þeirra hluta sem hann vinnur að. Honum finnst líf hans mjög heillandi. Svo sér hann Mary Jane ganga svona vel og andlit hennar er á auglýsingaskiltum úti um allt. Honum finnst það alveg meiri- háttar að henni gangi svona vel, en það er líka þjáning fyrir hann að andlit hennar sé alls staðar. Hann er alltaf að sjá hana og ósk- ar að líf hans væri þannig að þau gætu verið saman. Það ruglaðasta af öllu er að hann gæti verið með henni. Þegar þau eru saman neistar á milli Illmennið í Spider-Man 2 er geð- veiki vísindamaðurinn doktor Otto Octavius sem lætur græða á sig vélarma eftir slys og breytir sér þannig doktor Octopus. Leik- arinn Alfred Molina, sem áhorf- endur Skjás 1 þekkja úr gaman- þáttunum Ladies Man, leikur ill- mennið. „Þetta er góð tilbreyting,“ seg- ir Molina. „Að fá að gera eitthvað svona. Ég reyni yfirleitt að takast á við mismunandi hlutverk og það var frábært að fá tækifæri til þess að prufa þetta.“ Sem leikhúsmaður, finnst þér þetta öðruvísi en að leika hlutverk á sviði sem aðrir hafa gert í fortíð- inni? „Allir aðdáendur Spider-Man eru með sínar eigin hugmyndir um hvernig Doc Ock ætti að líta út. Við endurhönnuðum hann ör- lítið, en hann hefur auðvitað tekið svo miklum breytingum á þeim árum sem myndasögurnar hafa verið í gangi. Fyrst var hann feit- ur gæi með hræðilega klippingu en svo varð hann fríðari með ár- unum. Í dag lítur hann út eins og hefðbundið illmenni. En í gegnum allar breytingarnar hefur hann alltaf verið mjög kaldhæðinn. Þannig illmenni virðast hafa orðið vinsæl hjá Marvel-útgáfunni í gegnum árin. Þannig hefur text- inn oft verið mjög hnyttinn en í DC-myndasögunum var oft of mikið um siðferðiskennd. Gott á móti illu. Súpermann var fullkom- inn, Batman göfuglyndur og var alltaf í góðgerðarstarfsemi. Svo fannst mér alltaf hálferótískt sambandið milli hans og Robin. Hjá Marvel eru nánast allar per- sónurnar óheppnar.“ Hvernig var að leika með þessa stálarma? Doktor Kolkrabbi talar Framhald ævintýra Köngulóarmannsins er væntanlegt í bíó 9. júlí næstkomandi. Aðalleikari myndarinnar, Tobey Maguire, talar um söguþráð myndarinnar, gerð hennar og nýja illmennið, Doctor Octopus. Ofurhetja í stanslausri sálarkreppu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.