Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 50
38 5. júní 2004 LAUGARDAGUR Skemmtilegra en heimsmeistaramótið EM í Portúgal Evrópumótið í knattspyrnu hefst í Portúgal um næstu helgi. Knattspyrnuáhugamenn munu eflaust sitja límdir við sjónvarpsskjáinn. Fréttablaðið ræddi við þrjá valinkunna knattspyrnukappa um mótið og spurði þá hvaða lið muni sigra og hvaða stjarna muni koma til með að skína hvað skærast. A-riðill Portúgal Grikkland Spánn Rússland B-riðill Frakkland England Sviss Króatía C-riðill Svíþjóð Danmörk Búlgaría Ítalía D-riðill Tékkland Þýskaland Lettland Holland Figo ekki dauður úr öllum æðum Eyjólfur Sverrisson, fyrrumlandsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, ætlar að fylgjast með Evr- ópumótinu eins og kostur gefst. „Þetta er mun skemmtilegra og jafnara mót en heimsmeistara- mótið því þar tapa lið jafnvel 8-0,“ segir Eyjólfur. „Í Evrópumótinu er enginn léttur leikur og í raun allt úrslitaleikir. Öll liðin eiga möguleika á að komast upp úr riðl- unum og þetta verður spurning um dagsformið og hvernig liðin koma undirbúin til leiks.“ Það kom Eyjólfi á óvart að Tyrkir skyldu ekki ná að tryggja sér sæti í lokakeppninni eftir góð- an árangur á heimsmeistaramót- inu. „Það var gott hjá Lettum að komast í umspil um laust sæti gegn Tyrkjum en að sigra í þeirri viðureign var glæsilegt,“ segir Eyjólfur. „Lettar eru samt í erfið- um riðli með Þýskalandi, Tékk- landi og Hollandi. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvernig Lettarnir standa sig. Þeir verða eiginlega í hlutverki Íslands á mótinu – eru litla liðið í keppninni og það verður gaman að sjá þá stríða risunum.“ Eyjólfur segist ekki halda með neinu sérstöku liði í keppn- inni. Hann býst við að Frakkar komist í úrslit enda geti þeir stillt upp tveimur, jafnvel þremur sterkum liðum. „Thierry Henry kemur sterklega til greina sem maður mótsins. Hann hefur verið að spila glimr- andi vel og er í sínu besta formi. Það má búast við því að hann verði svaka- lega öflugur,“ segir Eyjólfur, sem ætlar ekki að kæfa sig í sjónvarpsglápi á meðan mótinu stendur. „Ég reyni að velja úr og vel þá leiki sem mér finnst spennandi.“ ■ Mér líst auðvitað vel á mótiðog ætla að reyna að horfa á eins marga leiki og ég mögulega get,“ segir Bryndís Valsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindasiða- nefndar, kennari og fyrrverandi knattspyrnukona. Bryndís býst við skemmti- legu móti en segist yfirleitt halda með tveimur liðum. „Í fyrsta lagi verð ég alltaf fyrir áhrifum frá liðum sem spila skemmtilegan bolta og hafa gaman af leiknum. Nígería var til dæmis með skemmtilegt lið á heimsmeistaramótinu fyrir nokkru. Það var svo mikil leik- gleði hjá liðinu að áhorfendur hrifust með. Það er gaman að horfa á slík lið. Svo held ég alltaf með Ítalíu en ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki alla sem spila með liðinu,“ segir Bryndís, sem bjó í Napólí á ár- unum 1984-1986, á sama tíma og knattspyrnugoðið Diego Arm- ando Maradona. Bryndís segist aldrei hafa hitt goðið en sá hann þó eitt sinn á æfingu. „Á meðan aðrir leikmenn voru að hita upp og æfa saman var hann einn að gera eitthvað annað,“ segir Bryndís. „Ég hef aldrei séð ann- að eins.“ Bryndís telur að B-riðill keppn- innar sé sá sterkasti. „Ætli ég spái ekki Frökkum og Ítölum í úrslit,“ segir Bryndís, sem er einnig vön að velja sér uppáhaldsleikmann á slík- um stórmótum. „Ég hef trú á því að þessir gömlu karlar komi með reynsluna og Portúgalinn Figo er ekki dauður úr öllum æðum. Ég hef enn trú á honum,“ segir Bryndís Valsdóttir að lokum. ■ Lettar stríða risunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.