Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 1
▲ Bragi bóksali SÍÐUR 18 & 19 Íslenskir herramenn MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 36 Tónlist 35 Leikhús 35 Myndlist 35 Íþróttir 28 Sjónvarp 34 SUNNUDAGUR KEPPT UM HM-SÆTI Karlalandslið- ið í handbolta etur kappi við ítalska handboltalandsliðið í Íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti í kvöld. Þetta er seinni leikurinn í viðureign þjóðanna um laust sæti á HM í Túnis á næsta ári. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 6. júní 2004 – 152. tölublað – 4. árgangur Roger Hargreaves skapaði hina óviðjafnanlegu Herramenn. Tólf bækur hafa komið út í íslenskri þýðingu og fleiri eru á leiðinni. BJART MEÐ KÖFLUM í borginni og einnig víða vestan- og norðanlands. Skýjað suðaustan og austan til og stöku skúrir. Sjá síðu 6. SJÓMANNADAGURINN Skipin sem liggja við bryggju í Reykjavíkurhöfn draga fána að hún í tilefni Sjómannadagsins og Hátíðar hafsins í Reykjavík. Hvalaskoðunarskip eru í forgrunni en fyrsta hrefnan sem veidd er á árinu veiddist á föstudag. RUSL SKYGGIR Á FJÖLLIN Íbúar í nágrenni Sorpstöðvar Suðurlands kvarta undan því að sorphaugur stöðvarinnar stækki óðum. Þeir segja að hann sé farinn að byrgja fjallasýn. Sjá síðu 4 STJÓRNARANDSTAÐAN VILL SAMRÁÐ Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna hafa ritað formönnum stjórnar- flokkanna bréf. Þeir fara þess á leit að sam- ráð verði haft við þá um undirbúning þjóð- aratkvæðagreiðslu. Sjá síðu 4 BJARGAÐ ÚR SJÁVARHÁSKA Þrem- ur mönnum var bjargað eftir að leki kom að netabátnum Gústa í Papey. Togarinn Árbak- ur var kominn að Gústa tíu mínútum eftir að neyðarkall var sent út og bjargaði áhöfn hans skipverjunum þremur. Sjá síðu 6 ÚRSLITARIMMA Í DAG Ísraelska stjórnin greiðir í dag atkvæði um framtíð landnemabyggða á Gaza. Harðar deilur eru innan stjórnarinnar um hvort eigi að leggja þær niður eða ekki og hafa tveir ráðherrar verið reknir úr stjórninni. Sjá síðu 9 SÍÐUR 22 og 23 SÍÐA 20 ▲ ▲ MÁLSKOT Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, seg- ist ekki vita betur en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi spurt formenn allra stjórnmála- flokka að því hvort þeir væru til í að taka þátt í því að hafin yrði endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Að minnsta kosti var ég spurður. Ég svaraði því játandi, að Framsóknarflokkurinn væri tilbú- inn til þess að taka þátt í því. For- sætisráðherra tók það fram að honum fyndist rétt að ákvæðin er vörðuðu forsetann væru inni í þeirri endurskoðun,“ segir Hall- dór. Fréttablaðið hafði samband við formenn hinna stjórnmálaflokk- anna. Enginn þeirra kannaðist við það að forsætisráðherra hefði rætt við þá um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Halldór telur að það hafi verið einhvern tímann síðastliðinn vet- ur sem Davíð hafi komið að máli við hann. Það hafi verið í kjölfar umræðu um endurskoðun stjórn- arskrárinnar, „annað hvort á Al- þingi eða í Morgunblaðinu,“ að sögn Halldórs. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, bar fram fyrirspurn til forsætis- ráðherra á Alþingi í byrjun nóv- ember. Í svari sínu sagðist Davíð vera „tilbúinn til samstarfs við forustumenn stjórnmálaflokk- anna um þessi atriði og vinnu í framhaldi af því“. „Það er með ólíkindum hversu þessir menn eru smitaðir af and- stæðu þingræðisins, það er að segja ráðherraræðinu, sem virð- ist ráða öllum þeirra gjörðum,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. „Þeir eru bersýnilega byrjaðir á bak við luktar dyr að ákveða sín á milli hvernig á að breyta stjórnarskrá,“ segir hann. sda@frettabladid.is sjá nánar síðu 2. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Nefnd á vegum dómsmála- ráðuneytisins hefur lagt fram tillögu um nýjar aðferðir til að leysa brotamál. Ungir brotamenn eru ekki dæmdir til refsingar heldur leita sátta til að bæta fyrir brot sín. Sátt í stað refsingar Bragi Kristjónsson fornbókasali ræðir um bækur, lestur og trú og skefur ekki utan af því þegar kemur að stjórnmálunum. Ronald Reagan: Fallinn frá WASHINGTON, AP Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er látinn 93 ára að aldri. Maðurinn sem margir hafa vilj- að eigna endalok Kalda stríðsins og fall Sovétríkj- anna, lifði meira og minna í einangrun síðasta áratug ævi sinnar. Hann greindi frá því fyr- ir tíu árum að hann þjáðist af Alz- heimer og dró sig þá úr kastljósinu. Snemma í gær bárust fréttir af því að heilsu Reagans hefði hrakað síðustu daga og að endalokin væru að lík- indum ekki langt undan. Í gær- kvöld var svo tilkynnt að hann væri látinn. „Löng vegferð Ronnies hefur fært hann á þann stað þar sem ég næ ekki lengur sambandi við hann,“ sagði Nancy, eiginkona hans fyrir mánuði síð- an. Þá hafði Alzheimer-sjúkdóm- urinn komið endanlega í veg fyrir samskipti hans við annað fólk. ■ Ekkert samráð við stjórnarandstöðu Halldór Ásgrímsson taldi forsætisráðherra hafa haft samráð við formenn allra stjórnmálaflokka um breytingu stjórnarskrár, ekki bara við sig. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kannast ekki við það. Opið 13-17 í dag RONALD REAGAN Varð langlífastur allra forseta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.