Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 4
4 6. júní 2004 SUNNUDAGUR Halldór Ásgrímsson um þjóðaratkvæðagreiðslu: Kemur til greina að setja mörk MÁLSKOT „Það kemur til greina að setja mörk um þjóðaratkvæða- greiðslu, bæði um þátttöku og aukinn meirihluta. Það kemur skýrt fram í fræðiriti Ólafs Jó- hannessonar um þessi mál. En hver þau eiga nákvæmlega að vera vil ég ekki fullyrða um. Það er eitt af þeim athugunarefnum sem þurfa að fara fram,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Efasemdaraddir hafa verið um að tvísýnt sé að setja svona stíf mörk þegar slíkt pólitískt hitamál er í gangi. Spurður um hvort stjórnarflokkarnir gætu ekki hugsanlega hvatt dygga stuðn- ingsmenn sína til þess að mæta ekki á kjörstað svo þjóðarat- kvæðagreiðslan yrði ekki gild segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég hef enga trú á því að nokk- ur láti sér detta það í hug að biðja fólk að nýta ekki atkvæðisrétt sinn. Það er nú heilagur réttur sem allir eiga að nýta og ég hef aldrei heyrt í stjórnmálamanni sem ekki hvetur alla borgara til að notfæra sér sinn atkvæðisrétt. Ég trúi því ekki að nokkrum detti það í hug.“ ■ Sorphaugurinn byrgir fjallasýn Megn og viðvarandi óánægja er meðal þeirra sem búa í nágrenni við Sorpstöð Suðurlands. Þeir segja að sorphaugurinn hækki óðum og sé nú farinn að byrgja fjallasýn. Vafi er talinn leika á að sorpstöðin fari eftir gildandi deiliskipulagi. SORPURÐUN „Það hafa alllengi stað- ið yfir deilur um deiliskipulag sem unnið var í upphafi framkvæmd- anna við sorpstöðina,“ sagði Hjör- leifur Brynjólfsson, oddviti bæjar- stjórnar Ölfuss, um stöðu mála milli sveitarfélagsins og Sorp- stöðvar Suðurlands í Kirkjuferju- hjáleigu. „Við höfum haldið því fram í alllangan tíma að deiliskipulag hafi verið brotið. Það snýr að hæð urðunarreinanna. Sveitarstjórnin hefur sent kröfu á stjórn sorp- stöðvarinnar þess efnis að óheimilt sé að urða hærra en deiliskipulag- ið segi til um. Við gáfum þeim frest til 1. ágúst til að lækka það sem við teljum komið umfram það sem skipulagið gerir ráð fyrir, en það eru um fimm metrar.“ Hjörleifur sagði að enn hefðu engin viðbrögð borist frá stjórn Sorpstöðvarinnar. Hann sagði jafn- framt vera álitamál hvort hægt væri að lækka þann sorphaug sem kominn væri. Sveitarfélagið biði nú ítarlegrar greinargerðar frá Umhverfisstofnun um það efni. „Þetta er sorpurðun, sem í er gasmyndun,“ sagði Hjörleifur. „Því er haldið fram að ef farið verði að hefla ofan af haugnum einhverja fimm metra verði gas- inu hleypt út í andrúmsloftið, auk þess sem þessu myndu fylgja óþrif. En þetta erum við að láta sannreyna fyrir okkur núna.“ Hjörleifur sagði að stöðugar óánægjuraddir heyrðust frá þeim sem byggju í nágrenni við sorp- stöðina og viðvarandi óánægja hefði verið meðal ábúenda nær- liggjandi jarða allt frá því að sorp- stöðin hefði verið sett þarna niður 1994. Hún væri í landi sem sorp- samlagið leigði af ríkinu. Landbún- aður hefði farið minnkandi en verðmæti jarðanna aukist á annan hátt. Öll leyfi stöðvarinnar væru í lagi, en við endurútgáfu starfsleyf- is 1998 hefði sveitarfélagið ítrekað mjög hæð urðunarinnar sam- kvæmt deiliskipulaginu. Ekki hefði verið tekið tillit til þeirrar at- hugasemdar við endurnýjun starfsleyfisins, sem gilti til 2008. „Vonandi tekst okkur að leysa þetta milli Sorpstöðvarinnar og sveitarfélagsins í rólegheitum,“ sagði Hjörleifur. „Ég vona að það náist lending sem allir geta sætt sig við.“ jss@frettabladid.is ■ ÍRAK Ætlarðu að taka þátt í hátíða- höldum á sjómannadaginn? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt/ur við frammistöðu íslenska fótboltalandsliðsins gegn Englandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 68% 32% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Stjórnarandstaðan: Kallar eftir samráði STJÓRNMÁL Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja sem sæti eiga á þingi hafa ritað formönn- um stjórnarflokkanna bréf þar sem óskað er eftir tafarlausum fundi. Þar vilja þeir ræða stöð- una sem upp er komin eftir að forseti Íslands vísaði til þjóðar- innar lögum um eignarhald á fjölmiðlum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Á fundinum vilja formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þeir Össur Skarphéðinsson, Stein- grímur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson að rætt sé hvernig farsælast sé að halda á málum og hvenær kveða skuli Alþingi sam- an til að setja lög um fram- kvæmd og tímasetningu þjóðar- atkvæðagreiðslu ásamt því hvernig þinghald verði undirbú- ið. Áður en þingi var frestað á dögunum lögðu stjórnarandstæð- ingar áherslu á að þing yrði kallað saman aftur ef forseti synjaði fjölmiðlalögunum um staðfestingu sína. Það hefur hann nú gert. ■ Mannrán: Fóstri rænt KÓLUMBÍA Ófrískri konu var byrluð ólyfjan, skorið á kvið hennar og átta mánaða fóstur numið á brott í bænum Girardot í Kólumbíu. Bæði barnið og móðir- in fundust á lífi og hafa verið sameinuð að sögn BBC. Skorið var á kvið ófrísku kon- unnar með eldhúshnífi, fóstrið numið á brott og konan skilin eft- ir í blóði sínu. Henni tókst að vekja athygli á sér og var komið á sjúkrahús. Önnur kona var handtekin eftir að rannsóknir sýndu að nýfædd- ur drengur sem hún sagði son sinn var ekki skyldur henni. Talið er að hún hafi ekki verið ein að verki. ■ ÍRAK, AP Þrátt fyrir miklar verð- hækkanir á olíu síðustu mánuði er hægt að fá það hræódýrt á einum stað, í Írak og það þó það sé flutt inn frá nágrannaríkjunum. Lítrinn af bensíni kostar ekki nema um eina krónu á bensín- stöðvum í Írak en innkaupaverð þess er um 30 krónur í nágranna- löndunum, og þá á eftir að flytja það á bensínstöðvar undir öflugri hervernd. Ástæðan er sú að her- námsyfirvöld vilja halda verðinu jafn lágu og í stjórnartíð Saddams Hussein. Vegna lítillar olíufram- leiðslu Íraka þýðir það að flytja þarf inn niðurgreitt eldsneyti frá útlöndum. ■ KEYRT Á ÓDÝRU BENSÍNI Meðal þeirra sem njóta góðs af niður- greiddu bensíni eru vígamenn sem berjast gegn Bandaríkjaher. Ódýrt bensín: Lítrinn á krónu SORPSTÖÐ SUÐURLANDS Sorphaugurinn hefur farið síhækkandi og er nú talið að hann sé um fimm metrum hærri en deiliskipulagið kveður á um. Þá er kvartað undan sóðaskap frá haugnum en þaðan fýkur alls konar rusl þegar hvasst er að sögn ábúenda nágrannajarða. Tímabundnu banni aflétt: Rússar fá kjöt frá ESB BRUSSEL, AP Rússar eru hættir við að banna kjötinnflutning frá Evrópu- sambandinu. Samningar náðust í símtali Roma- no Prodi, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, við forsætisráðherra Rússlands, Mikhaíl Fradkov. Ekki er enn ljóst hvenær markað- urinn opnast að nýju en beðið er eft- ir tilskipunum Fradkov til viðkom- andi ráðamanna. Ellefu sambandsríki höfðu kvart- að undan erfiðleikum við innflutning og hárra heilbrigðisstaðla rúss- neskra yfirvalda. ■ Rússland: Ellefu deyja í sprengingu RÚSSLAND, AP Öflug sprengja sem sprakk á útimarkaði í bænum Sam- ara í Rússlandi varð ellefu að fjör- tjóni og særði tæplega 50 aðra en sprengjan sprakk á annatíma um hádegisbilið. Í fyrstu var haldið að gaskútar hefðu sprungið en síðar kom í ljós að sprengja, rúmlega kíló að þyngd, hafði verið sprengd. Bærinn er um 800 kílómetra frá Moskvu, nálægt landamærum Rússlands og Kasakstan. ■ SINGAPÚR, AP Ljóst er að stærsta bandalag flugfélaga í heimi á eft- ir að stækka enn frekar eftir að tilkynnt var að South African Air- lines, finnska flugfélagið Blue 1 og hið portúgalska TAP munu ganga til liðs við Star Alliance á næsta ári. Þá verður bandalagið með 28,8 prósenta hlutdeild í flugi á heimsvísu og stefnir á að auka hana í 35 prósent hið minnsta. Flugvélar flugfélaganna sem standa að Star Alliance fljúga til 755 flugvalla í 132 löndum. Meðal flugfélaga bandalagsins eru SAS, Lufthansa, United Airlines og US Airways. ■ Flugbandalag: Það stærsta stækkar enn Í ZURICH Star Alliance flýgur til 755 flugvalla í 132 löndum. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Til greina kemur að setja mörk um þátt- töku og aukinn meirihluta þegar þjóðin kýs um fjölmiðlalögin. TVEIR FELLDIR Tveir bandarískir hermenn létust og tveir til viðbót- ar særðust í árásum á hersetuliðið í Írak og íraska samstarfsmenn þeirra. Árásirnar áttu sér stað í og við Bagdad. Sautján Írakar særð- ust þegar eldflaug var skotið að ráðningarstöð Írakshers í Mosul.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.