Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 6
6 6. júní 2004 SUNNUDAGUR Leki kom að netabát með þeim afleiðingum að hann sökk: Þremur skipverjum bjargað SKIPSKAÐI Þremur mönnum var bjargað eftir að leki kom að neta- bátnum Gústa í Papey SF-188 með þeim afleiðingum að hann sökk um ellefuleytið í fyrrakvöld. Bát- urinn var staddur skammt suð- austur af Langanesi þegar hann sökk, samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Skipverjunum þremur var bjargað um borð í togarann Árbak EA-5 sem var örskammt undan þegar beiðni um aðstoð barst, að sögn Stefáns Sigurðssonar skip- stjóra. „Við vorum komnir að þeim um tíu mínútum síðar,“ seg- ir Stefán. Að sögn Stefáns var skipverj- unum bjargað um borð í slöngubát og gekk björgunin hratt og vel fyrir sig. „Þeir voru í flotbúning- um en fóru aldrei í sjóinn heldur beint ofan í slöngubát hjá okkur,“ segir Stefán. Veður var ágætt að sögn Stefáns, hæg norðaustanátt. Að sögn Stefáns var ekkert hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að skipið sykki. Björg- unarbátar með dælur voru kallað- ir út frá Raufarhöfn og Bakkafirði til að freista þess að bjarga skip- inu. Þeir voru ekki komnir á stað- inn þegar báturinn sökk, sam- kvæmt upplýsingum frá Tilkynn- ingarskyldunni. ■ Óvissan óþolandi Varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir óvissu um framtíð varnarliðsins óþolandi. Skynsamlegt að byggja atvinnulífið á öðru en varnarliðinu, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar. VARNARLIÐIÐ „Þessi ummæli eru í samræmi við það sem stjórnvöld hafa haldið fram,“ segir Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar. Condoleezza Rice sagði í samtali við New York Times að Bandaríkjaforseti styddi ekki flutning orrustuþotna af Kefla- víkurflugvelli nema fundin verði leið til að sefa Íslendinga. Endurskipulagning herafla Bandaríkjamanna í Evrópu stend- ur nú yfir og rætt er um að flytja mikinn fjölda hermanna auk orr- ustuþotna frá Norður-Evrópu nær átakasvæðum heimsins. Niður- stöðu bandarískra yfirvalda er að vænta eftir einn til tvo mánuði. „Íslendingar hafa lagt áherslu á að þessi þjónusta sé hluti af þeim vörnum sem við viljum hafa,“ segir Árni og bætir við að rétt sé að bíða eftir niðurstöðu bandarískra stjórnvalda. „Ég held hins vegar að öllum sé ljóst að það fjölgar ekki í varnarliðinu næstu vikur og mánuði.“ „Ég held að það sé mjög skyn- samlegt að byggja atvinnulífið á öðru en varnarliðinu,“ segir Árni. „Það er alveg skýrt og það sem við erum að gera. Engu að síður teljum við hlutverk okkar íbúa á Reykjanesinu í vörnum þjóðar- innar mikilvægt. Við teljum að það sé skynsamlegt að sinna vörn- um landsins frá þessum stað með hvaða hætti sem það verður skipulagt í framtíðinni.“ „Ég veit ekki hvaða leið Banda- ríkjaforseti finnur til þess að sefa Ís- lendinga því að utan- ríkisráðherra ítrek- að sagt að herinn sé í raun farinn ef þot- urnar fara,“ segir Guðjón Arngríms- son, varaformaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Kefla- víkur. Guðjón segir mál manna sem vinna í kringum og við varnarliðið að her- inn sé smátt og smátt að læða sér í burtu. „Það sem við höfum ítrek- að við utanríkisráðherra er að óvissan sem menn hafa þurft að búa við í marga mánuði sé óþolandi.“ Þrátt fyrir að ým- islegt sé í farvatninu í atvinnulífi Suður- nesja segir Guðjón að brotthvarf hers- ins myndi snerta svo marga að útilokað sé að fylla það skarð um leið. „Það sem við horfum helst til eru bætur, allavega fyrir eldri starfs- menn sem búnir eru að veita varnarlið- inu þjónustu sína í tugi ára.“ helgat@frettabladid.is TAÍLAND Hópur manna mótmælir fyrirætlan taí- lensku ríkisstjórnarinnar sem vill nota rík- islottóið til að fjármagna kaup á enska úr- valsdeildarliðinu Liverpool. Ásælast enskan bolta: Milljarða kaup BANGKOK, AP Taílendingar vilja enn kaupa enskt úrvalsdeildarlið, sagði ríkisstjórn landsins eftir að hafa gefið til kynna að kaup á Liverpool gengju hugsanlega ekki eftir. Ríkisstjórnin hafði hugsað sér að kaupa 30% hlut fyrir 115 millj- ónir punda, rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna, en hefur ákveðið að fjármagna ekki kaupin með ríkislottóinu vegna óánægju landsmanna. Talsmaður ríkistjórn- arinnar, Jakrapob Penkair, segir að nú séu aðrar fjármögnunarleiðir skoðaðar en ríkisstjórnin vilji enn sem áður kaupa eitt eða fleiri fót- boltafélög. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Englendingar gjörsigruðu Íslendinga ílokaleik Manchester-mótsins í fótbolta í gær. Hverjar urðu lokatölur leiksins? 2Afmæli Reykjavíkurlistans var haldiðhátíðlegt í gær. Hversu gamalt er stjórnmálabandalagið? 3Tugþúsundir mótmæltu á götum Róm-ar á föstudag. Hverju vildi þessi mikli fjöldi mótmæla? Svörin eru á bls. 38 Átök í Austurbyggð: Beinbrot í slagsmálum SLAGSMÁL Þrír 16 til 17 ára gamlir piltar slógust hastarlega við Olís- skálann í Neskaupstað um klukk- an níu síðastliðið föstudagskvöld. Bein brotnuðu í handarbaki eins þeirra og hinir hlutu líka af ein- hver meiðsli þó ekki jafn alvarleg. Lögreglan í Neskaupstað telur lík- legt að fyrri væringum sé um að kenna. Málið er í rannsókn. Þá var kærð líkamsárás á Eskifirði síðar um kvöldið. Að sögn lögreglunnar réðist þar laust fyrir miðnætti maður á annan á dansleik í félags- heimili bæjarins. Sá sem fyrir árásinni varð kenndi eymsla í hnakka, en árásarmaðurinn hand- leggsbrotnaði við höggið. ■ ÚTLENDINGAR Á HRAÐFERÐ Fjór- ir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hvolsvöll í gær, þar af þrír erlendir ferðamenn á bíla- leigubílum. Lögreglan á Hvols- velli hafði orð á að fjögur tilvik hraðaksturs væri í raun óvenju- lítið, miðað við að hún var með umferðareftirlit mestallan dag- inn. Taldi lögregla ef til vill að farið væri að spyrjast út meðal ökumanna að umferðareftirlit væri gott á Suðurlandsvegi. DATT Í BJÖRGUNARBÁT Ung stúlka meiddist á handlegg við fall í björgunarbáti í Grindavík í gær. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var stúlkunni komið undir læknishendur, en ekki var vitað nánar um meiðsli hennar. FÓR OF SNEMMA AF STAÐ Lög- reglan á Selfossi tók ökumann grunaðan um ölvun við akstur á Suðurlandsvegi um klukkan 9 á laugardagsmorgun. Taldi lögregla líklegt að maðurinn hafi farið heldur snemma af stað eftir skemmtan liðins kvölds. GÚSTI Í PAPEY SEKKUR Áhöfninni var bjargað um borð í togarann Árbak. Skömmu síðar sökk Gústi í Papey. M YD N V AL G EI R G U N N AR SS O N ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ljóst að ekki fjölgi í varnarliðinu næstu vikur og mánuði. VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Mál manna sem vinna í kringum og við varnarliðið er að herinn sé smátt og smátt að læða sér á brott að sögn varaformanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Aðfaranótt laugardags: Tvennt með hass á Húsavík AFBROT Tvennt var gripið með smáræði af hassi eftir dansleik á Húsavík. Efnin voru haldlögð og fólkinu, sem er á tvítugsaldri, sleppt að lokinni skýrslutöku. Tveir gistu fangageymslu lög- reglu sökum ölvunar og óspekta og afskipti voru höfð af nokkrum á dansleiknum af sömu sökum. Þá upplýsti lögregla að einn hefði verið stöðvaður, grunaður um ölv- un við akstur og nokkrir stöðvaðir í að halda af stað akandi að morgni til „áður en þeir höfðu fulla heilsu til akstursins,“ segir lögregla, sem hefur eftirlit með tjaldstæði í nágrenni dansstaðar- ins á Húsavík. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.