Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 8
8 6. júní 2004 SUNNUDAGUR Íslenskt hugvit slær í gegn: Opera með vafra ársins TÖLVUR OG TÆKNI Eitt virtasta og út- breiddasta tölvutímarit í heimi, PC World, hefur útnefnt norska net- vafrann Opera þann besta árið 2004. Forstjóri Opera Software ASA í Noregi er Íslendingurinn Jón Stephenson von Tetzchner, en hann stofnaði fyrirtækið með félaga sín- um Geir Ivarsoy árið 1995. Við- skiptatímaritið Business Week hampar Jóni einnig í nýjasta tölu- blaði sínu í forsíðugrein, þar sem hann er talinn upp með 25 snjöll- ustu forstjórum Evrópu, í hópi ekki ómerkari manna en forstjóra BMW og fleiri ámóta stjóra. „Það er okkur mikill heiður að hafa verið valin með besta vafr- ann,“ sagði Jón og taldi útnefning- una staðfesta þróun sem þau hjá Opera hafi talið vera á vaframark- aði. „Sífellt fleiri eru orðnir leiðir á Internet Explorer-vafranum, sem kominn er til ára sinna og vilja fá meira út úr netinu en hann hefur að bjóða. Opera kemur þar inn sem öflugur valkostur, með fjölda nýrra möguleika sem bæði eru skemmtilegir og auðvelda um leið vafrið.“ Nýjasta vafra Opera er hægt að hlaða niður á opera.com/download. ■ Skattfrjálst í upphafi Gat myndast í skattlagningu við breytinguna þegar þungaskattskerfið verður lagt af og olíu- gjald tekið upp þess í stað LAGASETNING Við gildistöku og framkvæmd laga um olíugjald og kílómetragjald myndast gat í skattlagningu sem heyrst hefur að stórnotendur kunni að nýta sér. Lögin kveða á um breytt fyrir- komulag gjaldtöku olíuskatta, þar sem þungaskattskerfið er aflagt og gjald lagt á olíu í staðinn. Fyrir vikið verða til tvær gerðir olíu, önnur gjaldlaus og auðkennd með sérstöku litarefni. Slíka olíu verð- ur til dæmis ólöglegt að nota á einkabíla. Bent hefur verið á að áður en lögin taka gildi, 1. júlí á næsta ári, kemur ekkert í veg fyrir að ein- staklingar eða fyrirtæki kaupi sér olíu í stórum stíl á gamla verðinu og verði því í raun skattlaus á með- an birgðir endast. Með þessu er talið að stórnotendur geti jafnvel sparað sér tugi milljóna króna. Fyrir gildistöku laganna er líklegt að lítrinn af olíu verði um helmingi ódýrari en eftir gildistökuna. Hjá Olíudreifingu fengust þær upplýs- ingar að á hverjum tíma væri gert ráð fyrir að umframbirgðir af olíu í tönkum og geymum næmu um einni milljón lítra. Olíugjaldið nem- ur um 50 krónum og því yrði ríkið af skatttekjum upp á 50 milljónir, færi hún öll til gjaldskyldra nota. Umframlítrar þessir gætu orðið heldur fleiri þegar nær dregur gildistöku laganna. Eftirliti með því að ekki sé notuð gjaldfrjáls olía til gjaldskyldra aðila á svo að felast í að athuguð verði sýni úr olíu- geymum ökutækja. Olíugjaldsfrumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt af ýms- um hagsmunaaðilum. Samtök at- vinnulífsins hafa m.a. sagt að ein- hugur ríki „meðal þeirra sem reka atvinnubíla um að frumvarp um olíugjald og kílómetragjald o.fl. sé meingallað og feli í sér bæði aukna og flóknari skattheimtu sem ekkert tengist markmiðum frumvarpsins um að gera rekstur smærri dísilbifreiða hagkvæm- ari“. Þá hefur Olíudreifing bent á að eftir gildistöku laganna verði ekki hægt að samnýta ferðir tank- bíla út á land til áfyllingar á mörg- um stöðum. Í athugasemdum sem fyrirtækið skilaði vegna frum- varpsins kemur fram að auka- kostnaður vegna eldsneytisdreif- ingarinnar nemi 140 milljónum króna á ári. olikr@frettabladid.is Umferðareftirlit: Teknir á hlaupum LÖGREGLA Þrír ungir menn reyndu að hlaupa af sér lögreglu á Ísafirði um klukkan fjögur að- faranótt laugardags eftir að bíll þeirra var stöðvaður í reglu- bundnu eftirliti. Þeir náðust þó allir, að sögn lögreglunnar á Ísa- firði, enda sprækir menn á vakt. Mennirnir, sem eru í kringum 18 ára aldurinn, reyndust allir und- ir áhrifum áfengis, en mismikl- um þó. Þeir voru teknir til yfir- heyrslu og gistu fangageymslur til morguns. Að sögn lögregl- unnar á Ísafirði telst málið upp- lýst, enda ljóst orðið hver ók bílnum. ■ LAGASETNING Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, segist ekki eiga von á að gert sé ráð fyrir gagnráðstöfunum vegna hugsanlegs olíuhamsturs áður en lög um olíugjald taka gildi. „Ennþá er ár í að lögin taki gildi og ljóst að á þessum tíma á eftir að eiga sér stað margs konar undir- búningur og setning nánari reglna. Það hefur nú samt, a.m.k. ekki enn- þá, komið upp í umræðunni sá möguleiki að þjóðin sé að birgja sig upp af olíu.“ Baldur segir hins veg- ar ljóst að ákveðnir aðilar verði undanþegnir gjaldi á olíu. „Til þess að auðkenna þá olíu, verður hún lit- uð. Síðan er gert ráð fyrir að fylgst verði með notkuninni, líkt og gert er víða í Evrópu. Með því eftirliti verður athugað hvort aðrir aðilar sem eiga ekki rétt á gjaldfrjálsri olíu hafa með einhverjum hætti orðið sér úti um hana og séu að nota á sínum ökutækjum. En þarna verður eins og gengur verðmunur og á eftir að koma í ljós hvort ein- hverjir láta freistast vegna þess,“ segir Baldur og bætir við að viður- lög liggi við brotum af því tagi. ■ SVONA ERUM VIÐ ERLENDIR RÍKISBORGARAR Á ÍSLANDI Pólland 1.856 Danmörk 870 Filippseyjar 609 Þýskaland 551 Serbía/Svartfjallaland 529 Bandaríkin 521 Taíland 474 Litháen 395 Bretland 370 Svíþjóð 326 HEIMILD: HAGSTOFAN ÍSLENSKUR FORSTJÓRI OPERA SOFTWARE Jón Stephenson von Tetzchner er meðal 25 helstu forstjóra Evrópu að mati Business Week, viðskiptatímaritsins virta. Eitt út- breiddasta tölvutímarit heims hefur útnefnt netvafra fyrirtækisins þann besta á árinu. Lög um olíugjald: Búast ekki við hamstri OLÍUTANKARNIR Í ÖRFIRISEY Ríkið gæti orðið af skatttekjum upp á tugi milljóna þegar ný lög um olíugjald taka gildi næsta sumar. Þegar þungaskatts- kerfið verður aflagt myndast tímabundið gat í gjaldtöku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.