Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 9
Opið alla helgina Rýmingarsala!!! útlitsgallað og sýningareintök á miklum afslætti!!! 35% afsláttur Leðursófasett 3+1+1 verð áður: 248.000 verð nú: 161.200 25% afsláttur Borðstofuborð 180x100 og sex stólar verð áður: 114.400 verð nú: 85.800 25% afsláttur Stór ljósakróna úr smíðajárni verð áður: 26.000 verð nú: 19.500 30% afsláttur Mango collection allt að 50% afsláttur Solo húsgögn 30% afsláttur Tendence eikarlína h ö n n u n : w w w .p ix il l. is 9SUNNUDAGUR 6. júní 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ELLEFU Í HALDI Ellefu manns gistu fangageymslur lögregl- unnar í Reykjavík sökum ölvun- ar á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu var nóttin þó til- tölulega róleg, einhverjir smá- pústrar og tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur. BÍLVELTA Á MÖL Fólksbíll valt á malarvegi við Kirkjuból í Hvítársíðu seint á föstudags- kvöld. Ekki urðu meiðsli á fólki í slysinu, en að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi er bíll- inn talinn ónýtur. Lögregla segir töluverða umferð hafa verið í umdæminu á laugar- dag, en hún hafi gengið vel fyrir sig. NIÐUR MEÐ ENGLAND Um Íslending gæti verið að ræða þar sem landsleikur þjóðanna fór fram í gær en svo er þó ekki. Um Írana er að ræða en mikil mótmæli hafa verið í landinu vegna með- ferðar Breta og Bandaríkjamanna á írösk- um föngum. JERÚSALEM, AP Ráðherrar ísraelsku ríkisstjórnarinnar reyndu í gær að finna málamiðlunartillögu um framtíð landnemabyggðanna á Gazasvæðinu. Stjórnin fjallar um málið á fundi sínum í dag og hef- ur Ariel Sharon forsætisráðherra sagt að þá verði tekin ákvörðun um hvaða leið skuli farin. Innflytjendamálaráðherrann Tzipi Livni hefur verið á fullu í að finna málamiðlun. Hún kvaðst í gær bjartsýn á árangur. „Það er enginn annar möguleiki. Ég hef tekið að mér þetta verkefni og mun klára það,“ sagði hún. Sharon rak tvo ráðherra úr rík- isstjórn sinni á föstudag og vildi með því tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu ríkisstjórnar- innar í dag. Lausnarbréf ráðherra taka gildi tveimur dögum eftir að þeir hafa tekið við þeim og brá harðlínumaðurinn Benni Elon ferðamálaráðherra á það ráð að fara í felur. Þannig vildi hann tryggja að hann yrði enn ráðherra á fundinum í dag. Elon kom svo úr felum í gær og taldi sig öruggan um að fara enn með atkvæði á fundinum í dag. Dómsmálaráðherrann sagði hins vegar að uppsögnin tæki gildi á hádegi í dag, áður en áætl- að er að atkvæðagreiðslan fari fram. ■ Ísraelsstjórn fundar um framtíð landnemabyggða á Gaza: Úrslitin ráðast í dag Umdeild hjónavígsla: Hommar í hjónaband FRAKKLAND, AP Fyrsta hjónavígsla samkynhneigðs pars í Frakklandi átti sér stað í bænum Begles í suð- urhluta landsins í gær. Þá gaf bæjarstjórinn þá Stephane Chap- in og Bertrand Charpentier sam- an. Innanríkisráðherrann lýsti því hins vegar strax yfir að bæjar- stjóranum yrði refsað þar sem vígslan stangaðist á við lög. Noel Mamere bæjarstjóri gaf mennina saman þrátt fyrir að for- sætisráðherrann, dómsmálaráð- herrann og fleiri hefðu varað við því að vígslan hefði ekkert laga- legt gildi og að honum yrði refsað. Mamere sagðist hafa ákveðið að gefa mennina saman þrátt fyrir þetta til að sýna þeim samhug sem þjást vegna hörundslitar síns, trú- arbragða eða kynhneigðar. ■ SAMNINGAR Í HÖFN Ragnar Önundarson og Pascal Guignard staðfesta samninginn. Á milli þeirra stend- ur James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. Kreditkort hf. og American Express: Undirrita samkomulag GREIÐSLUKORT Kreditkort og Amer- ican Express hafa gert samkomu- lag sem felur í sér að Kreditkort hf. tekur að sér alla færslusöfnun og þjónustu við seljendur á Ís- landi vegna American Express. Pascal Guignard, varaforstjóri American Express Global Network Services, kom hingað til lands í tilefni af samningnum. Hann segir það mikið gleðiefni að fyrirtæki sitt geti fjölgað viðtöku- stöðum korta sinna með samn- ingnum. Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf., segir að samkomulagið eigi eftir að auka veltu félagsins, auk þess sem það mæti þörfinni á mót- töku allra helstu kortategunda hér á landi, sem skapast með síaukn- um ferðamannastraumi. ■ M YN D /AP Í HÚSARÚSTUM VIÐ SÓLARLAG Þrátt fyrir að aðalsókn Ísraelshers í Rafah-flóttamannabúðunum sé lokið hafa hermenn haldið áfram að brjóta niður hús þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BRÚÐGUMARNIR Chapin og Charpentier voru gefnir saman af bæjarstjóranum í Begles.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.