Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 18
18 6. júní 2004 SUNNUDAGUR Bragi Kristjónsson fornbókasaliflutti nýlega með bóksölu sína í nýtt og stórt húsnæði á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Bragi hefur starfað við fornbók- sölu í áratugi. „Ég byrjaði á að að- stoða Sigurð Benediktsson upp- boðshaldara sem var með lista- verka- og bókauppboð. Svo vann ég með Helga Tryggvasyni bókbind- ara. Hann átti 300 tonn af bókum og geymdi þau á gamla skólaloftinu á Bessastöðum hjá Ásgeiri, vini sínum, Ásgeirssyni forseta. Fyrir 28 árum opnaði ég fornbókaversl- un og hef verið að dunda í því starfi síðan,“ segir Bragi. Er sterkur grundvöllur fyrir fornbókasölu í þjóðfélagi sem hef- ur tekið gríðarlegum breytingum síðustu áratugi? „Í áratugi átu bankarnir pen- inga almennings og lánuðu þá út til gæðinga. Þá geymdi fólk verðmæti í málverkum, frímerkjum, mynt og bókum. Þegar peningarnir urðu já- kvæðir á árunum 1980-’81 með til- komu verðtryggingar datt botninn úr þessari varðveisluaðferð,“ segir Bragi. „Tímanotkun fólks nú er líka allt önnur en hún var fyrir til- komu sjónvarpsins og vídeósins. Það er svo miklu minni lestur en var og fólk endurnýjast ekki nema með lestri. Það endurnýjast ekki með þreytusetum fyrir framan skjáinn þar sem unglingarnir í Kastljósi tala mikið til við sama fólkið allan ársins hring. Þýddar afþreyingarbækur hafa mikið dalað í sölu síðan myndvarp- arnir yfirtóku kvöldin hjá fólki. Þó selst margt af betri heimsbók- menntum sem gefnar hafa verið út í heila öld hérlendis. Fræði af öllu mögulegu tagi eru þó helsta sölu- varan hjá okkur. Fjölmargir grúskarar og áhugamenn um margvísleg efni leita mikið til okk- ar, einnig skólanemendur og auk þess seljum við heilmikið til er- lendra bókasafna og fræðimanna. Það er jú hægt að læra íslensku og „Old Norse“ í rúmlega hundrað er- lendum menntastofnunum og víða hjá þeim eru góð bókasöfn. Einnig finnum við mjög fyrir auknum áhuga erlendis á íslenskum fagur- bókmenntum.“ Bragi segir að ungt fólk komi í miklum mæli í búðina, stór hluti er fólk í skólanámi sem getur til dæmis keypt sér skáldsögu eftir Laxness á 1.200 krónur og sparað sér umtalsverðan pening. „Eftir á sér maður oft á útgáfulista bóka- forlaga það fólk sem byrjaði inn- an við tvítugt að koma í svona búð. Þetta er ungt fólk sem les mikið og er kannski að skrifa í skólablöð. Ég man eftir mörgum af þessum höfundum í minni búð, löngu áður en þeir fóru nokkuð að skrifa opinberlega,“ segir Bragi og nefnir Andra Snæ Magnason, Guðmund Andra Thorsson og Ein- ar Kárason sem gamla viðskipta- vini. Yfirgengileg markaðssetning Þegar Bragi er spurður um eft- irlætislesefni sitt segir hann: „Ég hef legið í Laxness og Þórbergi. Ég hef gaman af að lesa Árna Páls- son sem var prófessor við Háskól- ann og skrifaði eina bók, afar snjalla, „Á víð og dreif“, sem er ritgerðir um íslenska menningu fyrr og síðar. Nú orðið finnst mér skemmtilegra að lesa fræði en skáldskap.“ Hver er skoðun þín á íslenskum nútímaskáldskap? „Ég hef ekki lesið svo mikið af því dótaríi. Á tímabili reyndi ég að lesa Vigdísi Grímsdóttur en melt- ingin hjá mér er eitthvað beygluð þegar hún er annars vegar. Það sem einkennir bókmenntaheiminn í dag er yfirgengileg markaðs- setning á rithöfundum, sem fer mjög í taugarnar á mér. Hún fyrir- fannst reyndar einnig í gamla daga þegar Mál og menning og Kristinn E. Andrésson voru að búa til höfunda bara af því þeir voru kommúnistar. Kristján Bender var einn tilbúinn höfundur, ekki alslæmur. Halldór Stefánsson var heldur ekki vondur höfundur en hann var markaðssettur og búinn til af því hann þjónaði málstaðnum dyggilega og af einlægni. Mark- aðssetningin er á nokkurn annan veg núna þar sem maður horfir upp meðal annars á ævisagnakláð- ann þar sem ungt fólk er sett í for- grunn og búnar til um það bækur sem eru risavaxin Mannlífsblöð og er þröngvað inn á fólk með ofboðslegri kynningu.“ Líflegir vinstri grænir Bragi segist ekki vera pólitísk- ur en hann fylgist vel með þjóð- félagsmálum. „Mér finnst hræði- leg þreyta yfir Samfylkingaröng- þveitisflokknum. Vargatítlan, Ingibjörg Sólrún, er gjörsamlega fallin í skuggann af sjálfri sér. Hún er ekki alveg ónýt en er að gleymast. Það er meira líf í Össuri frænda mínum. Langmest gaman hef ég af vinstri grænum. Þeir eru svo ljómandi líflegir. Maður eins og Steingrímur J. Sigfússon, sem getur komið bæði Halldóri Ás- grímssyni og Davíð Oddssyni til að hlæja að skítabröndurum um þá sjálfa, er auðvitað einstakur. Annars er fólk á Alþingi fremur leiðinlegt. Og Halldór Ásgrímsson virkar á mig eins og mogadon, sem er sterkt róandi svefnlyf.“ BRAGI KRISTJÓNSSON „Það er svo miklu minni lestur en var og fólk endurnýjast ekki nema með lestri. Það end- urnýjast ekki með þreytusetum fyrir framan skjáinn þar sem unglingarnir í Kastljósi tala mikið til við sama fólkið allan ársins hring.“ Bragi Kristjónsson fornbókasali ræðir um bækur og lestur, pólitík og trú: Fólk endurnýjast af le Vargatítlan, Ingi- björg Sólrún, er gjör- samlega fallin í skuggann af sjálfri sér. Hún er ekki alveg ónýt en er að gleymast. Það er meira líf í Össuri frænda mínum. Langmest gaman hef ég af vinstri grænum. Þeir eru svo ljómandi líflegir. Maður eins og Steingrímur J. Sigfússon, sem getur komið bæði Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni til að hlæja að skítabröndurum um þá sjálfa, er auðvitað einstakur. Annars er fólk á Alþingi fremur leiðinlegt. Og Halldór Ásgrímsson virkar á mig eins og mogadon, sem er sterkt róandi svefnlyf. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.