Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 20
20 6. júní 2004 SUNNUDAGUR Herramenn Rogers Hargreaves hafa glatt unga sem aldna í ein 33 ár og virðast alltaf jafn skemmtilegir. Herra- bækurnar komu fyrst út árið 1971 og hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka á meira en 40 tungumál- um. Tólf bækur um herramenn hafa verið endurútgefnar hér á landi og fjórar nýjar eru væntan- legar með haustinu, sem og bæk- ur um vinkonur þeirra sem heita á frummálinu Little Miss. Fátt er vitað um upp- vaxtarár Roger Har- greaves skapara herramannanna. Hann fæddist í Cleckheaton í Jórvíkurskíri á Englandi og hafði mikinn áhuga á því að gerast rit- höfundur eða teiknimyndahöfund- ur. Hann starfaði lengi vel við auglýsingateiknun og var meðal annars listrænn stjórnandi hjá auglýsingastofu í London. Hargreaves kvæntist Christine nokkurri og átti með henni fjögur börn; Adam, Giles og tvíburasyst- urnar Sophie og Amalíu. Hug- myndin að herramönnunum fæddist þegar sonurinn Adam var sjö ára og spurði föður sinn hvernig kitl liti út. Þá teiknaði Hargreaves litla og hnöttótta fígúru „með frámunalega langa handleggi sem teygjast og teygj- ast og teygjast,“ eins og segir í bókinni um herra Kitla. Hinn óviðjafnanlegi hr. Kitli ruddi brautina fyrir 42 aðra herramenn sem Hargreaves skap- aði þar á meðal herra Fyndinn, herra Forvitinn, herra Gráðugan og herra Latan. Herra Hamingju- samur hefur ávallt notið mestra vinsælda. Bækurnar hlutu slíkar viðtökur að Hargrea- ves lagði auglýsinga- starfið á hilluna og sneri sér alfarið að herramönnunum. Hann vann að bókunum á heimili sínu í bænum Kent. Sonurinn Adam, sem er nú 41 árs, segir að einfaldleikinn sé lyk- illinn að velgegni herramannana. „Faðir minn átt auðvelt með að fanga persónueinkenni fólks og gera góðlátlegt grín að þeim,“ sagði Adam þegar herramennirn- ir fögnuðu 30 ára afmæli fyrir nokkrum árum. „Það geta allir fundið sjálfa sig í herramönnun- um, hvort sem það er hr. Fyndinn, hr. Gleyminn, hr. Ruddi eða herra Sóði.“ Í tilefni af þrjátíu ára afmæl- inu kom nýr herramaður í heim- inn, Mr Cheeky sem heitir líklega herra Frakkur á íslensku. Átta ára stelpa, Gemma Almond, frá Þýskalandi átti hugmyndina að af- mælisbarninu en hún fór með sig- ur af hólmi í keppni sem haldin var um allan heim. Flestir Íslendingar kannast við Herrabæk- urnar. Bókaútgáfan Ið- unn gaf fyrstu bæk- urnar út á áttunda ára- tug síðustu aldar en hlé varð á út- gáfunni um nokkurt skeið. JPV- bókaútgáfan hóf endurútgáfu þeirra fyrir tveimur árum og eru þær nú orðnar tólf talsins og hafa selst í yfir 25 þúsund eintökum. Fjórar bækur til viðbótar verða líklega prentaðar í haust; herra Hávær, herra Rugli, herra Skoppi og herra Ómögulegur. Færri vita að Hargreaves teiknaði einnig konur í svipuðum stíl og herramennina. Fyrsta bók- in heitir Litle Miss Bossy, eða frú Ráðrík, og eru þær rúmlega 30 talsins. Má þar meðal annars nefna frú Óþekka, frú Snyrtilega og frú Upptekna. Íslendingar munu brátt fá að kynnast Little Miss en JPV-útgáf- an hefur sett fjórar bækur í þýð- ingu sem fara í dreifingu í haust. Svo gæti einnig farið að bækurnar Adult Mr Men verði gefnar út en þær eru litlar grínbækur fyrir fullorðna sem eru byggðar á herramönnunum. Hr. Hargreaves lést fyrir 16 árum þá 53 ára. Adam hefur haldið uppi merkjum föður síns með teikningum innblásnum af gleði og glensi. Systir Adams, Amilía Beddoe, hefur einnig lagt hönd á plóginn en saman reka systkinin herra- mannaveldið sem er staðsett í Tunbridge Wells. Réttinn að herramönnunum á ekkja Har- greaves og talið er að útgáfurétt- urinn einn og sér sé metin á 130 milljónir punda. Herramennirnir hafa ekki látið sér nægja að koma út á prenti því þeir hafa einnig leikið í sjónvarps- þáttum auk þess sem hægt er að kaupa ýmsar vörur tengdar þeim, þar á meðal nærfatnað sem kenndur er við frú Óþekku, Little Miss Naughty. Meira en 100 milljónir bóka um herramennina hafa verið seldar um allan heim frá 1971 og er Hargreaves næstsöluhæsti höf- undurinn á eftir J.K. Rowling, höfundi Harry Potter bókanna. kristjan@frettabladid.is Bækurnar um herramennina hafa notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár. Nýir herramenn munu líta dagsins ljós í haust. Þeir eiga vinkonur sem verða brátt íslenskaðar. Íslenskum herramönnum fjölgar [ Um herramennina ] Roger Hargreaves er höfundur herrabókanna. Herramennirnir voru upphaflega skrifaðir fyrir Adam Hargreaves, son Rogers. Fyrsta bókin um herramennina var herra Kitli. Hún kom út árið 1971 og kostaði aðeins 15 penní. Roger Hargreaves skrifaði einnig bækur fyrir dætur sínar. Þær heita Little Miss og var frú Ráðrík sú fyrsta í röðinni. Þær eru nú orðnar 30 talsins. Herrabækurnar hafa komið út í meira en 40 löndum. Sjónvarpsþáttur hefur verið gerður um Herramennina. HERRA KITLI HERRA SÆLL HERRA SÓÐI HERRA LATUR HERRA FYNDINN Íslenskir herramenn: HERRA LATUR HERRA FYNDINN HERRA KJAFTASKUR HERRA STERKUR HERRA SUBBI HERRA SKELLUR HERRA LÍTILL HERRA KITLI HERRA ÆÐISLEGUR HERRA SÆLL HERRA JÓLI HERRA RUDDI Væntanlegir: HERRA HÁVÆR HERRA RUGLI HERRA SKOPPI HERRA ÓMÖGULEGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.