Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 22
Áður en maður finnur draumastarfið þarf maður oft að sinna ýmsum leið- inlegum störfum sem tengjast ekkert áhugasviði manns. Þannig er það með flestalla, meira að segja frægt fólk, þó að við teljum flest að það fæðist með silfurskeið í munninum. Til dæmis var leikkonan Jennifer Aniston gengil- beina áður en hún sló í gegn og leikkonan Uma Thurman var uppvöskunar- dama. Ekki örvænta - draumastarfið kemur á endanum. Hjúkrunarforstjóri - afleysing Hjúkrunarforstjóri óskast til afleysinga á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali Fáskrúðsfirði frá 25. júlí n.k. - 1. mars 2005. Um er að ræða 80% starf + bakvaktir aðra hverja viku. Ódýrt húsnæði í boði. Á Uppsölum eru 26 heimilismenn. Nánari upplýsingar veitir Árdís Hulda Eiríksdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 475-1410, hs. 475-1595 eða 862-0251. SNYRTIFRÆÐINGUR ÓSKAST Baðhúsið óskar eftir að ráða svein eða meistara. Við leitum að jákvæðum og frísklegum starfsmanni sem hefur áhuga á að starfa hjá kraftmiklu fyrir- tæki. Viðkomandi verður að hafa frumkvæði og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Baðhúsið er heilsulind fyrir konur, stofnað árið 1994 af Lindu Pétursdóttur. Umsóknareyðublöð í móttöku Baðhússins. Nánari upplýsingar veitir Adda Halldórsdóttir á berglind@badhusid.is Laus er til umsóknar staða skjalavarðar við sjúkra- skrársafn FSA. Um er að ræða 100% stöðu í dag- vinnu. Staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur skulu hafa reynslu af skjala-vörslu, skjalstjórnun og skjalavörslukerfum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið nám-skeiðum í skjala- stjórnun. Staða skjalavarðar er ný staða við FSA. Leitað er eftir sjálfstæðum starfsmanni með góða þekkingu á skjalavistun sem er tilbúin til þess að taka þátt í uppbyggingu og þróun nýs sjúkra-skrársafns á FSA. Lögð er áhersla á samskipta-hæfileika og færni í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður er forstöðulæknaritari. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi STAK og ríkisins. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum auk upp- lýsinga um menntun og fyrri störf berist til Sigríðar Jónsdóttur forstöðulæknaritara (FSA, Eyrarlands- vegi, 600 Akureyri) sem jafn-framt veitir nánari upplýsingar um starfið, sími 463 0294 og netfang siggaj@fsa.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 14. júní næst- komandi. Skjalavörður FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Af þeim rúmlega tvö þúsund manns sem leitað hafa til Atvinnumiðstöðvar stúdenta eru enn um þrjú hundruð manns án atvinnu. Ungu fólki með háskóla- próf gengur illa að fá vinnu við hæfi. „Ástandið hef- ur verið verra þó það sé ekki nógu gott í ár. Mestur hluti þeirra sem skrá sig hjá okkur er fólk á aldrin- um tuttugu til tuttugu og fimm ára í leit að sumar- vinnu. Fólk sem er með háskólapróf er einnig að sækja hér um störf til lengri tíma. Mikið af því fólki er að fara í störf sem krefjast nær engrar menntun- ar. Það sýnir að atvinnuleysi hjá þeim er töluvert,“ segir Hanna María Jónsdóttir hjá Atvinnumiðstöð- inni. Hún bendir á að hlutfall þeirra sem hafi há- skólapróf í dag sé mun hærra en það var fyrir um áratug síðan. „Auðvitað getur það verið hluti af skýr- ingunni, það eru miklu fleiri í háskóla í dag heldur en fyrir um tíu árum síðan. Svo er bara nóg af láglauna- störfum í boði í landinu. Líklega spilar þetta tvennt saman, segir Hanna María. Selma Árnadóttir, forstöðumaður Vinnumiðlun- ar ungs fólks, segir að enn séu eftir um sex hund- ruð manns á lista hjá þeim sem séu án atvinnu. Hún telur að ástandið í ár sé svipað því sem var í fyrra. „Það fá ekki nærri því allir vinnu sem hing- að hafa leitað en ég vona auðvitað að sem flestir fái eitthvað að gera því nú er í auknum mæli verið að bjóða vinnu til styttri tíma til þess að koma sem flestum í störf,“ segir Selma. Hún segir að mikið af háskólamenntaðu fólki vanti störf við hæfi. „Margt af því fólki sem hingað leitar er með mjög góðar ferilskrár, bæði háskólapróf og starfs- reynslu en fær ekki vinnu í samræmi við það. Það jákvæða í því er að flestir eru tilbúnir til að vinna og taka því þau störf sem bjóðast. Framboð af störfum fyrir þetta fólk er engan veginn nægjan- legt sem er áhyggjuefni,“ segir hún. halldora@frettabladid.is Uppsögn skal vera skrifleg „Menn eru oft að tapa réttindum þegar uppsögn á sér stað og hún er ekki skrifleg,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Stéttarfélaginu Eflingu. „Oft er bara hringt í viðkomandi mann- eskju og henni sagt að hún þurfi ekki að mæta aftur. Fólk lætur það gott heita og hættir að mæta en svo koma innistandandi laun aldrei. Við getum svo ekkert gert því engin skrifleg uppsögn hefur átt sér stað. Mörg mál tapast í dómskerfinu vegna þess að launa- menn bregðast ekki við strax heldur nokkrum vikum seinna. Þá er öll sönnun farin út í veður og vind.“ Tryggvi segir að starfsmaður sem er rekinn með svo óformleg- um hætti þurfi að leita til síns stéttarfélags samdægurs. „Við skrifum þá staðlað bréf til fyrir- tækisins og mótmælum uppsögn- inni. Þá snýr málið að fyrirtæk- inu, að ganga formlega frá mál- inu.“ ■ Táknmálstúlkun er BA-nám við Háskóla Ís- lands, 90 ein- ingar í heim- spekideild - bókmennta- og málvísindaskor. Venjulegt stúd- entspróf nægir til þess að hefja nám í táknmálstúlk- un. Ekkert þarf að kunna í tákn- máli þegar nám hefst. Fyrstu tvö árin er táknmál kennt frá grunni og að auki menning og saga heyrnarlausra og málfræði táknmáls. Þriðja árið er túlkanám þar sem kennd er táknmálstúlkun, túlkunar- fræði, siðfræði og fleira. Í ár munu sjö táknmálstúlkar útskrifast frá Háskóla Íslands og allt stefnir í að þeir verði fimm á næsta ári. Til að fá atvinnuréttindi sem táknmál- stúlkur þarf að hafa til að bera góða íslenskukunnáttu, staðgóða almenna þekkingu, víðsýni og samskiptafærni. Táknmálstúlkar vinna hjá Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra, í framhaldsskólum og einnig er starfandi sjálfstætt fyrirtæki, Hraðar hendur, sem sér um að útvega túlka við ýmis tækifæri. Atvinnuhorfur tákn- málstúlka eru nokkuð góðar þar sem þörfin er mikil og með auknu fram- boði eykst þörfin. Siðferðileg meðvitund er táknmálstúlki mikilvæg þar sem táknmálstúlkar túlka við allar aðstæður daglegs lífs - eru viðstaddir og túlka fæðingar og dauða, brúðkaup og skilnaði. ■ [ HVERNIG VERÐUR MAÐUR... ] ...Táknmálstúlkur? Réttur þinn Stöðugt meiri þörf er fyrir táknmálstúlka. Sumarvinna við afgreiðslustörf Margir námsmenn hafa verið heppnir að fá vinnu við afgreiðslustörf í sumar. Þúsund námsmenn án atvinnu í sumar Tæplega þúsund námsmenn eru án atvinnu í sumar. Háskólamenntuðu fólki gengur erfiðlega að fá vinnu við hæfi því framboð á störfum fer minnkandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.