Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 30
22 6. júní 2004 LAUGARDAGUR Ásíðustu árum hafa sjö til áttaþúsund einstaklingar átján ára eða yngri verið kærðir fyrir lögbrot. Samkvæmt núverandi lagaumhverfi bíður brotamann- anna ungu fangelsisvist, fésektir, skilorðsbundinn dómur, frestun ákæru eða samfélagsþjónusta – allt eftir eðli brotanna – verði þeir fundnir sekir. Nú gæti hins vegar orðið breyting þar á. Samkvæmt hugmyndum nefndar sem dóms- málaráðherra skipaði fyrir þrem- ur árum og sendi nýverið frá sér skýrslu verður tekin upp svoköll- uð sáttaumleitun í íslensku réttar- kerfi. Sáttaumleitun Með sáttaumleitun í sakamál- um er er átt við þá aðferð að leiða brotamann og brotaþola saman í því skyni að koma hinum brotlega í skilning um þau rangindi sem hann hefur viðhaft, fá hann til að friðmælast við brotaþola og skapa þar með grundvöll fyrir þá að komast að samkomulagi um mála- lok án dóms og hefðbundinnar refsingar. Úrræðið byggir á svo- kallaðri uppbyggilegri réttvísi eða „restorative justice“ og hefur reynst vel víða á Vesturlöndum. Hringurinn Í Miðgarði, félagsþjónustu Grafarvogs, hefur verið rekið til- raunaverkefnið Hringurinn sem byggt er á sáttaumleitun. Hringur- inn er ætlaður ósakhæfum ung- lingum, þeim sem eru 15 ára eða yngri. Lögð er áhersla á brot eins og skemmdarverk og þjófnaði, þar sem um er að ræða augljósa þolendur. Ferlið fer þannig fram að fundað er með geranda og þol- anda og er brotamaðurinn gerður ábyrgur fyrir hegðun sinni. „Markmið Hringsins er að gefa barni sem hefur framið afbrot tækifæri á að læra af reynslunni og leggja sitt af mörkunum til að gera umhverfið öruggara og bæta fyrir hegðun sína á uppbyggilegan hátt,“ segir Ingibjörg Sigurþórs- dóttir, framkvæmdastjóri Mið- garðs. Hringurinn á í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir í Graf- arvogi og geta unglingarnir bætt fyrir brot sín með því að inna af hendi störf í þessum fyrirtækjum eða stofnunum í ákveðinn tíma. Með þessu er lögð áhersla á samá- byrgð allra íbúa Grafarvogs. Ingibjörg segir að Hringurinn hafi gengið mjög vel í þau þrjú ár sem verkefnið hefur verið starf- rækt. „Það hafa 34 börn lokið hring og það eru allir mjög ánægðir með vinnuna; gerendur, þolendur og foreldrar,“ segir Ingibjörg, sem er viss um að úrræðið hafi skilað sér þótt ekki hafi verið gerð langtíma rannsókn á því. „Við einbeittum okkur að skemmdaverkum og þjófnuðum þar sem það voru al- gengustu brotaflokkarnir, og þeim brotum hefur fækkað.“ Ingibjörg er ekki í nokkrum vafa um að sáttaumleitun sé það sem koma skal. „Við höfum verið að vinna með ósakhæfum börnum en þetta á ekki síður við þá sem eru eldri. Ég held að það skipti miklu máli að dusta rykið af göml- um aðferðum og finna upbbyggi- legri aðferðir við að beina unga fólkinu á rétta braut með því að byggja það upp. Við erum ekki að taka unglingana inn til að brjóta þá niður heldur til að byggja þá upp á jákvæðan hátt.“ Átta þúsund kærur vegna ungmenna Samkvæmt málaskrá lögregl- unnar voru lagðar fram 8.057 kær- ur vegna einstaklinga átján ára eða yngri árið 2001. Um 60% kæranna var vegna umferðarlagabrota, rúmur fjórðungur vegna hegning- arlagabrota og rúm tíu prósent vegna annarra sérrefsilaga. Kær- um vegna einstaklinga átján ára eða yngri fækkaði talsvert árið 2002 en þá námu þær 7.188. Piltar eru í miklum meirihluta þeirra sem kærðir voru eða um 80% og er það svipuð kynjaskipting og í öðr- um aldursflokkum. Bæði ár voru langflestar kær- urnar, tæp 95%, vegna einstak- linga sem voru orðnir sakhæfir. Skilorð og niðurfelling sak- sóknar? Samkvæmt hegningarlögum er ákæranda heimilt að fresta ákæru um tiltekinn tíma ef játning liggur fyrir og brotamaður var ekki eldri en 21 árs þegar brotið var framið. Ákærufrestinn má þá binda ákveðnum skilyrðum sem brota- maður verður að uppfylla en unnt er að taka málið upp að nýju ef sakborning- ur heldur áfram afbrotum. Skilorð stendur ekki skemur en eitt ár og ekki lengur en fimm ár. Niðurfellingu saksókn- ar hefur talsvert verið beitt hjá ungum brota- mönnum þar sem það get- ur talist heppilegra úrræði í sumum málum. Ungling- urinn kemst þar með hjá sakfellingu og refsingu sem annars gæti haft skaðlegri áhrif. Sáttaumleitun á Norður- löndum Noregur var fyrst Norðurland- anna til að taka upp sáttaumleitun árið 1981. Það var ekki síst fyrir tilstilli norska afbrotafræðingsins Nils Christie sem hafði mótandi áhrif á að úrræðið væri tekið upp á Norðurlöndunum. Úrræðið þótti gefa það góða raun að það var fest í lög í Noregi árið 1991. Aðrar Norðurlandaþjóðir fylgdu svo í kjölfarið. Í Danmörku kemur sáttaumleitun þó ekki í stað refs- ingar heldur er viðbót við hana, en það hefur ekki gefið jafn góða raun. Alvarlegri brot Egill Stephensen, saksóknari hjá Lögreglustjóranum í Reykja- vík, hefur kynnt sér sáttaumleit- unarferlið í Noregi en hann var einn af þeim sem skipaði nefnd dómsmálaráðherra. Egill segir sáttaumleitun í Noregi hafa tekið litlum breytingum frá því hún var tekin upp og að hún hafi gengið það vel að búið sé að taka hana upp á landsvísu. „Þar tekur kerfið fyrst og fremst á ungum brotamönnum og minniháttar brotum. En það er ekki útilokað að það taki til stærri og alvarlegri brota og jafnframt til eldri brotamanna eins og dæmi eru um,“ segir Egill. Þolandi hittir geranda Með sáttaumleitunarkerfinu koma bæði gerandi og brotaþoli að málinu ólíkt því sem gerist þegar venjulegum refsingum er beitt. Þá er þolandi frekar notaður sem vitni til að sanna sök gerandans en með sáttaumleitunarkerfinu er jafnframt reynt að rétta hlut hans. „Það hefur sýnt sig að þessir að- ilar eru flestir ánægðir með að taka þátt í sáttaumleitun. Það skiptir miklu máli að þolandinn fái tækifæri á að tala við ger- andann. Hefðbundna leið- in, að refsa, þykir ekki hafa skilað nægilega góðum ár- angri,“ segir Egill, en bæt- ir jafnframt við að slíkir fundir geti verið mikið til- finningamál, sem reyni á báða aðila. „Gerandinn hefur kannski aldrei áður þurft að horfast í augu við þá sem hann hefur brotið gegn. Sömuleiðis er auð- velt að setja sig í spor þol- andans sem hefur kannski orðið fyrir tilfinningalegu SÁTTAUMLEITUN Sáttaumleitun byggir á hugmyndafræði sem hefur verið nefnd uppbyggileg réttvísi eða „restorative justice“. Markmiðið með úrræðinu er að gerandi, fórnarlamb og full- trúar samfélagsins komi saman og meti skaðann sem hlaust af afbrotinu, hvað þurfi að gera til að bæta fyrir skaðann og hver sé ábyrgur fyrir því að hann verði. Þetta úr- ræði er hægt að nota í stað réttarhalda, í stað fangelsunar eða í framhaldi af því að manneskju er sleppt úr haldi. Eins er hægt að nota þetta úrræði í fjölskyldu- og barnaverndarmálum sem og í vinnustaðadeilum. Dæmi um vinnu í þessum anda væri að ef unglingur stelur úr búð væri haldinn fund- ur með honum, búðareigandanum, foreldrum, lögreglu og ef til vill fleiri tengdum aðilum. Farið væri yfir málið, hver og einn fengi að tjá sína hlið og leitað væri lausna til að hægt væri að bæta fyrir skaðann og koma í veg fyrir frekari brot. Með þessu móti væri hinum unga brotamanni gerð augljós grein fyrir alvarleika málsins frá öll- um hliðum og myndað væri ferli til varnar því að sambærileg brot endurtækju sig. SAKHÆFISALDUR Sakhæfisaldur er tilgreindur í hegningarlögum þannig að ekki skuli refsa manni fyrir verknað sem hann hefur framið fyrir fimmtán ára aldur. Í undantekningartilvikum get- ur barn þó þurft að sæta refsikenndum viðurlögum. Eftir að fimmtán ára aldri er náð verður barn sakfellt og refsing dæmd. Þess ber þó að geta að sérreglur má finna um meðferð sakamála á hendur ungum afbrotamönn- um sem taka tillit til aldurs þeirra. Sátt í stað refsingar Nýtt úrræði verður tek samkvæmt hugm málaráðherra EGILL STEPHENSEN Saksóknari hjá Lög- reglustjóranum í Reykjavík segir að brotamaðurinn sé síður en svo að sleppa við að gjalda fyrir brot sitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.