Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 32
24 6. júní 2004 SUNNUDAGUR Það er jafnan kalt á Lækjartorgiog fáir þar á ferli. Undarleg hús, sum með undarlega starf- semi, raða sér á þrjá vegu við torgið og að auki liggur Lækjar- gatan með því austanverðu. Lit- skrúðugar greiðasölurnar lífga ögn upp á annars sviplaust hellu- verkið en viðskiptin eru með ró- legasta móti yfir daginn. Meira er að gera að næturlagi þegar fólk á leið af öldurhúsum fær sér í svanginn. Nýlegt kaffihús er eins og vin í eyðimörk og hugsanlegt að það hleypi svolitlu lífi í svæðið. Lækjartorg var eitt sinn mið- punktur borgarlífsins í Reykja- vík. Nokkur erill var á torginu, fólk að koma og fólk að fara. Margir áttu erindi í útibú Útvegs- bankans sem þar stóð og sumir á efri hæðir til fundar við banka- stjórann. Nú er Héraðsdómur Reykjavíkur í húsinu og aðallega meintir sakamenn á leið til dóms- uppkvaðningar sem eiga þangað erindi. Fjölmennir útifundir voru haldnir á Lækjartorgi, þeirra frægastur kvennafundurinn mikli árið 1975 þegar 25 þúsund konur komu þar saman. Slík fundahöld hafa að mestu flust á Ingólfstorg eða Austurvöll og sömu sögu er að segja af rokk- hljómleikum sem tíðir voru á torginu. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra borgarbúa sem láta sig miðborgarlífið varða og falaðist eftir hugmyndum um hvernig auðga mætti mannlíf á Lækjar- torgi. Gísli Marteinn Baldursson „Í minningunni er Lækjartorg aðaltorg bæjarins, og ég man eft- ir fjölmörgum útifundum, tónleik- um og listviðburðum þar sem höfðu mikil áhrif á mig sem ungan dreng. Torgið hefur hins vegar látið undan síga, í rökréttu sam- hengi við miðbæinn allan. Margar leiðir eru til að snúa þessu við. Torg eru í eðli sínu ekki staðir sem fólk dvelur mikið á. Til þess eru garðar, sbr. Austurvöllur. Þannig að til þess að torg séu lif- andi þarf fólk að eiga erindi á þau og yfir þau. Það þarf að vera „ys og læti, fólk á hlaupum í innkaup- um“, eins og Laddi kvað nú um þetta svæði. Þess vegna er nauð- synlegt að verslun, viðskipti og þjónusta sé allt í kringum torgið. Þannig er Lækjartorg ekki í dag. Um leið og byggingarnar í kring- um torgið vakna, vaknar torgið sjálft. Það væri t.d. æskilegt að í gamla Útvegsbankahúsinu væri örlítið meira líf en Héraðsdómur býður upp á. Nú er strætó að fara að loka skiptistöðinni við torgið, þannig að þá sígur enn á ógæfu- hliðina. En í tómum húsakynnum miðborgarinnar felast líka tæki- færi. Slökum á reglum og leyfum einkaframtakinu að njóta sín. Eft- ir að tónlistar- og ráðstefnuhúsið rís, með öllu því sem þeim bygg- ingum fylgir, og sérstaklega ef það kemur lítill smávöruklasi við norðurenda torgsins, þá mun torg- ið vakna. Fegrunaraðgerðir eins og gosbrunnur á miðju torginu, eða opnun lækjarins sem torgið er kennt við, geta líka hjálpað til, en lífga torgið ekki við einar og sér. Hins vegar held ég að á meðan torgið er dautt ættu borgaryfir- völd að nýta tækifærið og gera bílastæðakjallara undir því, með aðkomu frá Sæbraut, þannig að menn gætu keyrt úr hverfum borgarinnar, rakleiðis niður í kjallara, komið síðan upp með rúllustiga þurrum fótum eins og fínir menn og konur í miðju Aust- urstrætinu og farið að sinna sín- um erindum. Borgaryfirvöld verða nefnilega að hætta að segja okkur hvernig við eigum að vera, og veita okkur frekar þjónustu eins og við erum.“ Egill Helgason „Einu sinni var nokkuð blóm- legt um að litast á þessu svæði, þarna voru gömul timburhús og huggulegheit. Síðan var þetta drepið niður, fyrst með ofurskipu- lagningu göngugötunnar og svo með þessari ljótu byggingu við enda torgsins. Þetta minnir mig á Úkraínu og Hvíta-Rússland. Eina leiðin til að fá fólk til að vera á Lækjartorgi er að byggja þarna í kring. Vandinn er sá að svæðið frá Lækjartorgi og yfir í Hljómskála- garð er mjög opið fyrir leiðinleg- um norðan- og sunnanáttum. Góð- ur maður kallaði þetta Illu lág. Þessu þarf að loka fyrir vindinum. Auðvitað væri til bóta ef verslun- armiðstöð yrði komið á fót inni í Héraðsdómshúsinu, slíkar mið- stöðvar eru víða í borgum og þeim fylgir fólksumferð. Það má hins vegar ekki gleyma því að Reykja- Það er nánast viðburður að sjá fólk á ferli á Lækjartorgi. Þar staldra fáir við enda fátt við að vera. Frá Lækjartorgi liggja vegir til allra átta. Þar ætti hjarta borgarlífsins að slá hratt. Aðeins meira líf, takk GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Það væri æskilegt að í gamla Útvegsbanka- húsinu væri örlítið meira líf en Héraðs- dómur býður upp á. LÆKJARTORG KLUKKAN HÁLF ÞRJÚ Á ÞRIÐJUDEGI Fáir eru á ferli en musteri réttvísinnar mænir yfir torgið. Margir eru þeirrar skoðunar að Héraðs- dómi eigi að finna nýjan stað í borginni og nýta húsnæðið við torgið undir líflegri og skemmti- legri starfsemi en sakfellingar og sýknur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.