Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 36
Mitre Academy Legghlífar Kr. 990.- Án/ökklahlífar Markmannshanskar fyrir krakka kr. 990.- Mitre MS2 Legghlífar Kr. 1790.- m/ökklahlíf Mitre Hydro Frá kr. 3.990.- Mitre Superfit Æfingahanskar Kr. 3.990.- Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 www.joiutherji.is sendum í póstkröfu Mitre GRT Pro Keppnishanskar Kr. 5.990.- Við eigum gott úrval af HM vörum 6. júní 2004 SUNNUDAGUR HANDBOLTI „Leikurinn á Ítalíu var nokkuð sérkennilegur og ansi kaflaskiptur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og bætti við: „Við erum að kljást við andstæðing sem við þurfum virkilega að taka fast á og menn eiga alveg eftir að sjá það að þeir eru með öflugt lið sem er sýnd veiði en ekki gefin. Eins og hand- boltinn er í dag eru sex mörk ekkert rosalega mikið en við stefnum samt sem áður ótrauðir á að ná sigri í leiknum. Þeirra helsti möguleiki á að snúa dæm- inu sér í vil felst, að ég held, í því að við myndum mæta annars hugar til leiks og vanmeta þá. Því er hins vegar ekki að heilsa hjá okkur og þótt þeir mæti til leiks sem liðið sem hefur allt að vinna þá verðum við tilbúnir. Ég á von á að þeir reyni að brjóta leik- inn upp, bæði varn- arlega og sóknarlega, og mögu- leiki þeirra á sigri felst í því. Við verðum ein- faldlega að vera klárir á öllu slíku og höfum notað vikuna einmitt í að undirbúa það. Meiðsli lykil- leikmanna hafa ekki gert okkur lífið neitt léttara en við höfum mannskap til að bregðast við því,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. ■ KÖRFUBOLTI Sjálft úrslitaeinvígið í NBA-boltanum hefst í kvöld þegar hið sigursæla lið Los Angeles Lakers mætir Detroit Pistons. Þessi lið mættust síðast árið 1989 í úrslit- um NBA þar sem að Pistons hafði betur. Lið Los Angeles Lakers, sem fyrirfram er spáð titlinum, hefur því harma að hefna. Lið Lakers er stjörnum prýtt. Þar fer fremstur Shaquille O’Neal, einn sterkasti miðherji sögunnar. Hann er dyggilega studdur af Kobe Bryant, sem margir vilja kalla hinn eina sanna arftaka Michaels Jordan. Ofan á þetta gríðarlega öfluga tvíeyki bætist svo Karl Malone og Gary Payton sem gera sig nú líkleg- a til að ná sér í sinn fyrsta meistara- hring. Lið Detroit Pistons hefur komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppn- inni. Snillingurinn Rip Hamilton hefur farið fyrir liðinu í hverri rimmunni á fætur annarri og þá hafa Wallace-fantarnir tveir, Ras- heed og Ben, hafa einnig komið sterkir frá sínu hlutverki í Detroit. Ljóst þykir að líflegt og skemmtilegt einvígi er framundan þar sem „slæmu strákarnir“ frá Detroit mæta stjörnunum frá LA. ■ HANDBOLTI Íslendingar mæta Ítölum í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.45 en þetta er seinni leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Túnis í byrjun næsta árs. Íslendingar eru í mjög góðri stöðu því liðið sigraði í fyrri leiknum á Ítalíu með sex marka mun og því þarf ansi margt að fara úrskeiðis til þess að liðið komist ekki á sjö- unda stórmótið í röð. Guðjóni Val Sigurðssyni hlakkar til leiksins. „Það er alltaf gaman að spila lands- leiki hér heima. Þessi sex marka sigur okkar úti ætti að vera nóg til að koma okkur áfram – við erum á heimavelli og erum með betra lið en þeir – það vitum við. Samt sem áður eru Ítalarnir engir aukvisar og eru í raun mun betri en ég hélt fyrir fram. Við viljum klára þetta verkefni með sóma hér á heima- velli og bæta aðeins fyrir frammi- stöðuna á EM en við fengum ansi óvægna gagnrýni eftir hana sem við áttum þó að hluta til skilið,“ sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið í gær. ■ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Verðum að halda vöku okkar. Verðum að halda vöku okkar Íslendingar taka á móti Ítölum í Kaplakrika klukkan 19.45 í kvöld. Lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfuknattleik hefjast í kvöld: „Slæmu strákarnir“ mæta Lakers GUÐMUNDUR GUÐ- MUNDSSON Segir Ítala sterkari en oft áður. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari: Ítalir sýnd veiði en ekki gefin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.