Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 39
31SUNNUDAGUR 6. júní 2004 „Við borðum mikilvægustu máltíð dagsins oft á dag“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins strax eftir útsendingu“ Mikilvægasta máltíð dagsins NIÐURLÆGING Wayne Rooney og Gary Neville fagna fyrra marki Rooney en Pétur Marteinsson stendur niðurlútur hjá. Skelfilegur varnarleikur Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði sig að at- hlægi gegn Englendingum í gær FÓTBOLTI Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari hafði eftirfarandi að segja þegar Fréttablaðið náði tali af hon- um eftir leik: „Við erum auðvitað mjög súrir með þessa niðurstöðu. Vörnin var ekki að gera sig í leikn- um en heppnin var á hinn bóginn ekki beint með okkur. Við vorum, ef svo mætti segja, jafn óheppnir í að verjast tilraunum þeirra og við höf- um verið heppnir áður - boltinn fer í þrígang í varnarmann og þaðan inn. Niðurstaðan úr leiknum er sú að okkur vantaði athygli og það að vera á tánum og fylgja eftir mönnum sem koma lausir, þannig að varnarleikur- inn var ekki nógu góður. Við vorum að prófa nýja hluti í þessari ferð sem við töldum að væri skref fram á við, eins og að halda boltanum meira innan liðsins og fara fram völlinn en það verður ekki bæði haldið og sleppt og svona til- raun er bara þessu verði keypt. Gegn Lettum lékum við massíva vörn og vildum prófa meira núna og sækja meira. Við sköpuðum okkur fleiri færi í þessum tveimur leikjum gegn Japönum og Englendingum heldur en við höfum kannski áður gert. Hins vegar liggur það í augum uppi að við fengum á okkur alltof mörg mörk og það er það sem við erum ósáttir með,“ sagði Logi. ■ KNATTSPYRNA Hermann Hreiðarsson og félagar í vörn íslenska liðsins áttu ekki ekki góðan dag í leiknum gegn Englendingum í gær „Þeir nánast skora úr öllum sínum skot- um á mark í fyrri hálfleik og við vorum óheppnir, til að mynda þegar boltinn á viðkomu í mig í fyrsta markinu. En þetta var æfingaleikur og við vildum reyna að spila boltan- um á milli okkar í stað þess að ligg- ja aftarlega og sækja síðan hratt þegar tækifæri myndu gefast. Okk- ur langaði að reyna það gegn svona stórri þjóð og mér fannst það ganga ágætlega á köflum, en þeir refsuðu okkur grimmilega fyrir öll okkar mistök,“ sagði Hermann í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Arnar Grétarsson mátti sín lítils gegn sterkum miðjumönnum Eng- lands í gær. „Já, það verður að við- urkennast að ég var orðinn dauð- þreyttur þarna í lokin. En mér fannst þetta helst til stór sigur og með smá heppni hefðum við getað skorað fleiri mörk. Það er bara leiðinlegt að hafa ekki náð betri úrslitum fyrir alla þessa íslensku áhorfendur sem mættu á leikinn.“ ■ SÁRABÓT Heiðar Helguson skokkar hér til baka eftir að hafa skorað eina mark Íslands gegn Englend- ingum. Með honum er Pétur Marteinsson. Íslensku leikmennirnir voru vonsviknir í leikslok: Refsuðu okkur grimmilega FÓTBOLTI Það fór eins og svo margir bjuggust við; Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá leiknum við Eng- lendinga á æfingamótinu í Manchester í gær, og urðu að sætta sig við sitt stærsta tap í langan tíma, 6-1. Það var herfilegur varn- arleikur sem varð íslenska liðinu að falli, enn einu sinni, og hefðu Englendingar hæglega getað skor- að fleiri mörk en raun bar vitni. Þeir ensku tóku fljótlega öll völd á vellinum og eftir að Frank Lampard hafði brotið ísinn með marki um miðjan fyrri hálfleik opnuðust allar flóðgáttir í ís- lensku vörninni. Wayne Rooney bætti við tveimur góðum mörkum sem voru gjöf af hálfu íslenska liðsins, og eingöngu lélegri dekk- ingu um að kenna. Heiðar Helgu- son náði að minnka muninn á 42. mínútu úr nánast fyrsta alvöru marktækifæri íslenska liðsins, en hann skallaði í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Sven-Göran Eriksson gerði níu breytingar á sínu liði í hálfleik en virtist það litlu breyta. Englend- ingar löbbuðu hvað eftir annað í gegnum vörn Íslands og var hreinlega pínlegt að horfa upp á íslenska liðið. Ófarirnar ætluðu engan endi að taka og þegar upp var staðið hafði Darius Vassell bætt við tveimur mörkum og Wa- yne Brigde öðru. Það þurfti engan stórleik frá enska liðinu til að leggja það ís- lenska að velli. Það kom berlega í ljós á þessu æfingamóti að leið- toga vantar í þetta íslenska lið, bæði á miðjunni en þó sérstak- lega í vörninni. Og að jafn gullið tækifæri og að fá að taka þátt í æfingamóti með Englandi og Jap- an skuli ekki vera betur nýtt er mikið umhugsunarefni. Íslend- ingar voru einfaldlega aðhlát- ursefni í þessum leik. Ljóst er að menn þurfa að hugsa sinn gang, og það verulega. ■ Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, um leikinn: Vorum óheppnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.