Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 41
„Það var gaman að veiða fyrsta fiskinn í Blöndu á þessu tímabili,“ sagði Þórarinn Sigþórsson sem var við veiðar fyrsta daginn sem áin opnaði. Fiskurinn veiddist í Holunni á maðk. Það var hörkuholl veiðimanna sem opnaði Blöndu í gærmorgun, en auk Þórarins mátti þar meðal annarra sjá Pál Magnússon, Bolla Kristinsson, Guðmund Ágúst Pét- ursson og Stefán Sigurðsson að veiðum. „Fyrstu laxarnir eru komnir í Miðfjarðará og í fyrradag sást vænn lax í Hlíðarfossinum,“ sagði Stefán Sigurðsson, sem var að skoða hvernig ástandið væri í Miðfjarðaránni áður en veiðin hefst eftir 9 daga. Þá eru fyrstu laxarnir komnir í Elliðaárnar og var það Magnús Sigurðsson veiðivörður sem kom auga á fiska. Auk þess sem veiði- maður sem kíkti tveimur dögum seinna, sá lax, þar sem Magnús hafði séð hann í fossinum. Laxinn er alltaf að seinka sér í Elliðaárn- ar en fyrir nokkrum árum sáust fyrstu fiskarnir um 20. maí. Í dag verður Stangaveiðifélag Reykjavíkur með labbitúr með- fram Laxá í Kjós og þar eiga menn örugglega eftir að sjá ein- hverja laxa. Hann er alla vega kominn í Kjósina. ■ 33SUNNUDAGUR 6. júní 2004 VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ Skrifar um veiði. ■ FÓLK Í FRÉTTUM Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Sagt er að VictoriaBeckham sé kom- ið með nýtt starf, nokkuð sem tengist sönghæfileikum hennar lítið sem ekkert. Þess í stað er hún sögð eiga í viðræðum við Gina skóframleið- endur um að hanna nýja línu af skóm. Ekki verða skór Victoriu þó allra því línan sem hún á að fara að hanna á að vera í dýrari kantinum. Í samtali við breska dagblaðið The Sun, segir vinur þessa fyrrverandi snobb- krydds að hún hafi samstundis játað tilboðinu því hún hreinlega elski skó og hafi gott auga fyrir því hvað sé heitt og hvað sé kalt. Hún sé sjálf tískuíkon. Kate Beckinsale segir að hennihafi verið talið trú um að hún sé ómyndarleg við tökur á bíó- myndinni Pearl Harbour. Hún hafi hreinlega hatað allan þann tíma sem tökur á myndinni stóðu yfir, vegna kvik- myndasérfræð- inganna á bak við Pearl Harbour. Óöryggið gagnvart útliti sínu hafi fyrst komið fram þegar leikstjór- inn, Michael Bay, hafi hreinskiln- islega útskýrt fyrir henni að hún hafi fengið hlutverkið af því að hún væri ekki falleg. Leikkonan Kate Hudson, dóttirGoldie Hawn, sagði í viðtali við tímaritið TV Movie að hún vill eignast samskonar fjölskyldu og hún á rætur að rekja til. „Mamma og Kurt Russell eru ekki gift,“ sagði hún. „Við erum litríkur hópur hálf- systkina, en ég veit ekki um neina fjöl- skyldu sem hefur sterkari fjölskyldubönd. Auk sonar síns, Ryder, segir Kate að hún gæti hugsað sér tvö til þrjú börn í viðbót. Tóti veiðir fyrsta laxinn í Blöndu VEITT VIÐ BLÖNDU Veiðin hófst í Blöndu í gærdag og var fyrsti fiskurinn 14 pund og veiddist á maðk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N S IG .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.