Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 46
38 6. júní 2004 SUNNUDAGUR ■ MAÐURINN ER... Írski söngvarinn Van Morrisonverður á dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur í ár og heldur tón- leika í Laugardalshöll laugardag- inn 2. október. Hátíðin fer fram dagana 29. september til 3. októ- ber og hefst forsala aðgöngumiða 15. ágúst. Auk Morrisons, er ljóst að á hátíðnni verða þriggja kontra- bassa konsert með Árna Egilssyni, Niels Henning-Örsted Pedersen og Wayne Darling og Rodrigues bræðurnir, auk fleiri góðra gesta. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við Concert ehf. sem hefur gert með sér náið samkomulag varðandi tónleikahald á jazzhátíð- inni í ár. Van Morrisson fæddist árið 1945 og þykir vera eitt merkasta söngvaskáld Norður-Íra. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1967 og hefur nánast gefið út plötu á hverju ári upp frá því. Á meðal þekktustu verka hans eru Astral Week (1968), Moondance (1970), Tupelo Honey (1971) og St. Domin- ic Preview (1972). Síðustu breiðskífu sína, What’s Wrong With This Picture, gaf Morrisson undir hatti Blue Note- útgáfunnar, sem er þekktasti út- gefandi í heimi á sviði djasstón- listar. Jazzhátíðin er haldin í fjórt- ánda sinn en hún var lengi sam- starfsverkefni Jazzdeildar FÍH og Ríkisútvarpsins. Síðustu ár hefur Jazzdeildin þó alfarið séð um að halda hana. ■ ■ TÓNLIST SPORTBÍLADEKK 6.714 9.428 7.136 10.717 9.800 11.716 11.800 11.800 11.800 13.800 13.900 16.574 20.429 15.800 16.900 195/50 R 15 195/55 R 15 195/60 R 15 205/45 R 16 205/55 R 16 215/55 R 16 205/40 R 17 215/40 R 17 215/45 R 17 225/45 R 17 235/45 R 17 245/45 R 17 215/40 R 18 225/40 R 18 235/40 R 18 LOW PROFILE •Gúmmívinnustofan •Dekkið Hafnarfirði •Bæjardekk Mosfellsbæ, •Hjólkó •Hjólbarðav. Akranesi •Höfðadekk, •Essó Geirsgötu. Útsölustaðir STÆRÐ VERÐ STGR. Leikfélag Hólmavíkur sýnir Frænka Charleys í leikstjórn Arnars S. Jónssonar í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ, sunnudaginn 6. júní kl. 19:30. Miðapantanir í síma 865-3838 Logi Ólafsson Maðurinn sem spurt var um áblaðsíðu 21 er Logi Ólafsson, aðstoðarþálfari knattspyrnu- landsliðs karla. Hann hefur dvalið í Englandi að u n d a n f ö r n u þar sem ís- lenska liðið tók þátt í smámóti með Japönum og Englending- um og voru leikirnir fyrst og fremst liður í undirbúningi enskra fyrir átökin í Portúgal sem hefjast um næstu helgi. Logi hefur unun af að sprella og mörgum finnst hann ómissandi í knattspyrnulýsingum á Sýn þar sem húmorinn er aldrei langt und- an. Logi stýrði Víkingum til Ís- landsmeistaratitils árið 1990 og ÍA árið 1995. Hann var landsliðs- þjálfari árin 1996–’97 en varð síð- an aðstoðarþjálfari á síðasta ári. ■ VAN MORRISON Heldur tónleika í Laugardalshöll 2. október næstkomandi. Van Morrison til Íslands FRIÐRIK THEODÓRSSON OG EINAR BÁRÐARSON Tilkynna um komu Van Morrisons. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 6-1 Tíu ára Komu George Bush Bandaríkja- forseta til borgarinnar og stríðs- rekstri Bandaríkjamanna í Írak. Systir Ruth er enskur trúboði semhefur ferðast vítt og breitt um heiminn undanfarin sautján ár til að boða orð Guðs. Hefur hún ávallt í för með sér um það bil metershátt viðarlíkneski af Maríu Mey og er Ís- land 202. landið sem hún heimsækir. Ruth ferðast víða um með styttuna, m.a. á bari, sjúkrahús, í stórmark- aði, fangelsi og fleiri opinbera staði og laðar til sín fólk sem segir henni frá vandamálum sínum og biður með henni bænir. „Ég fór í stórmarkað og fannst Íslendingar mjög kurteisir og góðir. Þeir hegða sér mun betur en önnur lönd í Vestur-Evrópu. Mér líkar vel hérna en í sumum löndum eins og í múslimalöndum er mjög hættulegt að vera,“ segir Ruth, sem hefur margoft verið hótað lífláti. „Þeir hafa tvisvar lokað mig inni í fang- elsi fyrir að bera kross. Ég hef lent í slæmri lífsreynslu en yfirhöfuð hefur þetta gengið mjög vel.“ Markmið Ruth, sem er 63 ára, er að ferðast til allra landa í heiminum með boðskap sinn og kærleik í farteskinu. Aðspurð játar Ruth að gleðin sé ekki eini boðskapur- inn sem trú hennar feli í sér. „Sam- kvæmt Biblíunni mun heimsendir eiga sér stað í kring- um árið 2006,“ segir Ruth. „Allir spá- dómar Biblíunnar hafa ræst til þessa. Hún spáði fyrir um hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin, Tchernobyl-slysið, báðar heimsstyrj- aldirnar, dauða Díönu prinesessu og fleira,“ segir hún. Að sögn Ruth mun kjarnorku- sprenging valda hamförunum og ætlar hún að heim- sækja öll löndin þrjátíu sem hún á eftir að fara til, áður en sá dagur rennur upp. Hún segi þó að Íslendingar hafi hegðar sér vel í gegn um tíðina og hafi því ekki mikið að óttast. freyr@frettabladid.is SYSTIR RUTH Ruth hefur ferðast til 202 landa á undanförnum sautján árum með boðskap sinn og kærleik í farteskinu. Umhverfis heiminn með Maríu mey M YN D /V AL G AR Ð U R TRÚMÁL SYSTIR RUTH ■ er stödd hér á landi til að boða orð Guðs. Hún segir að heimsendir sé í nánd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.