Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 1
▲SÍÐA 25 Komið til Túnis ● flytur inn sænskan salsakennara Edda Lúvísa Blöndal: ▲ SÍÐA 30 Dansar salsa Jón Atli Helgason: ▲ SÍÐA 31 Mínus vekur losta MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR NÝLIÐASLAGUR Fimmta umferð Ís- landsmóts karla í fótbolta hefst með fjór- um leikjum sem verða flautaðir á klukkan 19.15 í kvöld. Nýliðar Keflavíkur og Vík- ings mætast í Keflavík. Topplið Fylkis fer í Laugardal og mætir Frömurum, KA fær Grindavík í heimsókn og FH-ingar sækja ÍBV heim í Vestmannaeyjum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA SÍÐDEGISSKÚRIR Annars eru horfur á hægviðri og skýjuðu með köflum víða um land. Þungbúnast með Suðaustur- landinu. Sjá síðu 6 7. júní 2004 – 153. tölublað – 4. árgangur HALDIÐ UPP Á SJÓMANNADAG- INN Sjómannadagurinn var haldinn há- tíðlegur í gær um land allt. Í Reykjavík var margt um að vera og safnaðist fólk saman á Miðbakka til að taka þátt í hátíðarhöld- unum. Sjá síðu 6 ENGIN LAUSN Ríkisstjórn Ísraels sam- þykkti í gær hugmyndir Sharon um brott- flutning Ísraelsmanna frá Gaza-strönd í meginatriðum, en frestaði þó atkvæða- greiðslu um að leggja niður rúmlega 20 byggðir landtökumanna. Sjá síðu 2 SÖKUÐ UM MANNDRÁP Kona af íslenskum ættum, Connie Newman, hefur verið ákærð fyrir að bana eiginmanni sínum í Texas í Bandaríkjunum 6. apríl síðastliðinn. Sjá síðu 2 REAGAN ALLUR Ronald Reagan er horf- inn á braut og þar hverfur einhver áhrifa- mesti stjórnmálamaður seinni hluta 20. ald- ar, maðurinn sem átti einna mestan þátt í að binda enda á kalda stríðið. Sjá síðu 12 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 COLLEVILLE-SUR-MER, AP Leiðtogar margra Evrópuríkja auk Bandaríkjanna, Kanada og Rússlands komu saman í Frakk- landi í gær til þess að minnast innrásar Bandamanna í Norm- andí fyrir sextíu árum, á D-deg- inum svonefnda þann 6. júní árið 1945. Sú innrás skipti sköp- um í seinni heimsstyrjöldinni og var upphafið að endalokum hernáms Þjóðverja á megin- landi Evrópu. Fjölmargir hermenn, sem tóku þátt í innrásinni, komu einnig til Normandí í gær og gengu þar um kirkjugarða sem hafa að geyma jarðneskar leifar fallinna hermanna. „Frakkland mun aldrei gleyma,“ sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, við banda- ríska kirkjugarðinn í Colleville- sur-Mer, þar sem nærri tíu þús- und bandarískir hermenn liggja grafnir. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, minntist í ræðu sinni bandarískra hermanna sem féllu í innrásinni og fullyrti að Bandaríkjamenn myndu „gera það aftur fyrir vini sína“ að taka þátt í innrás af þessu tagi. Í Þýskalandi þykir það sögu- legt að Gerhard Schröder kansl- ari skuli vera á meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem boðið var að taka þátt í þessari minningar- athöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar taka þátt í minn- ingarathöfn af þessu tagi. ■ D-dagsins minnst í Evrópu: Þjóðverjar með í fyrsta sinn SKOÐANAKÖNNUN „Þetta styrkir auðvitað stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar í því stríði sem virðist fram undan,“ segir Ólaf- ur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins síðan í gær eru tveir af hverjum þremur Íslendingum sammála ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skipt- ist jafnt á milli kynja og hlutfalls- lega milli kjördæma. Svarhlutfall var rúmlega níutíu af hundraði. Af þeim sem afstöðu tóku sögð- ust 67,1 prósent aðspurðra sam- mála ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu meðan 32,9 prósent lýstu sig ósammála ákvörðuninni. Einnig var spurt um afstöðu til málskotsréttar forseta. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 79,2 pró- sent aðspurðra fylgjandi því að forseti Íslands geti hafnað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. 20,8 pró- sent aðspurðra eru því aftur á móti andvíg. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son telur fréttaflutning fjölmiðla sem Baugur á hlut í hafa mikil áhrif á almenningsálitið. „Ég held að okkar stjórnskipun geti ekki breyst í skoðanakönnunum heldur í umræðum sem eru þannig að voldugur auðhringur stjórni þeim ekki alveg.“ Jónatan Þórmundsson laga- prófessor segir niðurstöðu skoð- anakönnunarinnar ekki koma á óvart. „Mér finnst standa upp að fólk skilji ekki þessa umræðu og hatrömmu baráttu gegn forsetan- um. Forsetaembættið nýtur mik- illar samúðar í umræðunni og niðurstaðan endurspeglar það,“ segir Jónatan. sjá einnig bls. 4 helgat@frettabladid.is olikr@frettabladid.is HORFA TIL HIMINS Á myndinni má sjá Elísabetu Bretadrottningu, Chirac Frakklandsforseta og Bush Bandaríkjaforseta horfa til himins ásamt fleiri þjóðarleiðtogum á hátíð, sem haldin var í Frakklandi í gær í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því innrásin í Normandí hófst. Þjóðaratkvæðagreiðsla: Viðræður sjálfsagðar STJÓRNMÁL Það er sjálfsagt að funda með stjórnarandstöðunni um næstu skref í kjölfar þess að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar, segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Hann segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt og ræða þurfi við hvort tveggja forsætis- ráðherra og stjórnarandstöðu til að finna tíma fyrir slíkan fund. Halldór getur ekki sagt til um hversu langan tíma þurfi til að ákveða næstu skref. „Það kemur skýrt fram hjá Ólafi Jóhannessyni [fyrrum forsætisráðherra og lagaprófessor] að það þurfi að setja almenn lög sem gilda ekki bara um þessa atkvæðagreiðslu. Það hlýtur að taka sinn tíma að vinna úr því.“ ■ Tveir af þremur eru sammála forsetanum Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins eru tveir af hverjum þremur Íslendingum sammála ákvörðun forseta um að vísa fjölmiðlalögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Styrkir stöðu Ólafs Ragnars,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. ● leikur í nýju myndbandi mínusmanna Pétur Guðmundsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Fann sálina í strompinum ● fasteignir ● hús M YN D /A P Íslenska handboltalandsliðið: ● ísland vann ítalíu með 12 mörkum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.